Kjarninn-logo

Kjarninn

News >

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.
More Information

Location:

Reykjavik, Iceland

Description:

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.

Twitter:

@kjarninn

Language:

Icelandic


Episodes

Hefnendurnir CLXXVIII - Neandercool

12/13/2018
More
Hefnendurnir fara tvisvar í bíó! Fyrst á garlakallamynd og svo á hjólhúsamynd! Það var nú aldeilis gaman. Í bílferðum sínum ræða þeir meðal annars um magíska munnkossa, ferðir Ted Dansons og örvar kúbids. Hefnendurnir eru í boði Himnaríkis… ég meina Nexus. Same thing.

Duration:01:06:22

Tæknivarpið – Vill enginn ódýrari iPhone?

12/13/2018
More
Í Tæknivarpi vikunnar er fjallað um meinta lélega sölu iPhone Xr, rússneskan ofur iPhone og iPhone Hleðsluhulstur ásamt 8k sjónvörpum. Gestur þáttarins er Daníel Ingólfsson. Umsjón: Gunnlaugur Reynir, Atli Stefán og Bjarni Ben Kjarninn í samstarfi við Storytel býður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.

Duration:01:06:43

Koma svo – Það eru engir töfrar

12/12/2018
More
Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla. Í fyrsta þætti Koma svo! er rætt við Margréti Lilju Guðmundsdóttur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og sérfræðing hjá Rannsókn og greiningu, um íslenska forvarnarmódelið og hvort það...

Duration:01:44:16

Samtal við samfélagið – Vísindin efla alla dáð

12/10/2018
More
Vísindafélag Íslendinga fagnaði 100 ára afmæli sínu 1. desember 2018 og af því tilefni settist Sigrún niður með þeim Ernu Magnúsdóttur, forseta Vísindafélags Íslendinga, Kristjáni Leóssyni, féhirði sama félags og Ragnhildi Helgadóttur, formanni Vísindanefndar Vísinda- og Tækniráðs. Erna segir okkur stuttlega frá sögu og starfsemi Vísindafélagsins og í framhaldinu ræða þau fjögur um umhverfi rannsókna og vísinda á Íslandi, hvaða tækifæri og áskoranir felsta í því að stunda vísindastörf hér á...

Duration:00:44:47

Klikkið - Að koma út úr skápnum

12/8/2018
More
Að koma út úr skápnum: Þetta er hugtak sem við höfum fengið að láni frá hreyfingu samkynhneigðra. Fólk sem er með skerta samfélagsstöðu en getur falið það, velur oft (mjög skiljanlega) að gera það. Þessi ákvörðun getur hins vegar tekið sinn toll í formi lakara sjálfstrausts og ótta við uppgötvun. Einstaklingar sem ná þeim áfanga að geta svipt hulunni af kringumstæðum sínum eru að sýna sjálfstraust. Árni og Páll ræða við Svövu Arnardóttur Hugaraflskonu. Kjarn­inn í...

Duration:00:25:39

Tæknivarpið – Hvernig á að hlera með snjallsíma?

12/6/2018
More
Þetta er einstakur þáttur, þátturinn án Gulla. Faðir Tæknivarpsins var því miður staddur erlendis vegna vinnu, en þeir Atli Stefán, Axel Paul, Mosi og Kristján Thors reyndu sitt besta að leysa kempuna af. Fjallað var um hvernig á að hlera á snjallsíma, sjónvarpsstillingar (í boði Tom Cruise), blindar myndavélaprófanir MKBHD kollega okkar, markaðssetningu Pizza Hut á Ísland og jólagjafahugmyndir. Kjarn­inn í sam­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­starfi við...

Duration:01:14:35

Pottersen – 5. þáttur: Steinrunnir blóðníðingar

12/5/2018
More
Nú kárnar gamanið hjá félaga Harry. Einhver hefur opnað leyniklefann dularfulla í Hogwarts og breytir þeim sem ekki hafa hreint galdrablóð í stein; þeim sem uppnefndir eru blóðníðingar og skvib. Aðeins sá sem er arftaki Salazars Slytherin, eins stofnanda skólans, getur opnað klefann. Brátt beinast spjótin að Harry, aðrir nemendur halda að hann sé arftakinn, að hann sé að valda uslanum. En að vonum eru Ron og Hermione honum innan handar og saman ætla þau að komast til botns í málinu....

Duration:01:11:07

Klikkið – Yoga Nidra, Viðtal við Ásu Sóley Svavarsdóttur

12/3/2018
More
Í þessum þætti tekur Guðmundur viðtal við Ásu Sóley Svavarsdóttur. Ása er jógakennari hjá Yoga Shala og Jógastúdíó, og segir okkur frá sjálfri sér, Yoga Nidra og sínu ferðalagi að því að verða yoga kennari. Ásamt því að koma til okkar í viðtal tók Ása upp Yoga Nidra djúpslökun á Íslensku. Hugleiðsluna má finna á https://soundcloud.com/gudmundureiriksson/leidd-hugleisla http://jogastudio.is - Jógastúdíó http://www.yogashala.is/ - Yoga Shala Kjarn­inn í...

Duration:00:28:13

Samtal við samfélagið – Karlmennskan er ekkert grín

12/3/2018
More
Kjartan heimsótti Ingólf V. Gíslason, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, og einn helsta sérfræðingur okkar um birtingarmyndir karlmennskunnar. Þeir Ingólfur ræða þær félagslegu breytingar sem hafa haft áhrif á samfélagsleg hlutverk bæði karla og kvenna, allt frá iðnbyltingunni að feðraorlofi. Auk þess leiða þeir hugann að því hvaða áhrif femínismi hefur haft á karlmenn og stöðu þeirra innan samfélagsins. Að lokum gátu þeir Ingólfur og Kjartan ekki stillt sig um að skoða Klausturgate...

Duration:01:25:22

Tæknivarpið – OnePlus 6T umfjöllun og allt um alnets mánudag

11/29/2018
More
Í Tæknivarpi vikunnar er fjallað um OnePlus 6T símann, nýr iPad Pro er tekinn upp úr kassanum og umsjónamenn fara yfir sín svörtustu stafrænu kaup síðustu sveittu tilboðsdaga. Umsjón: Gunn­laugur Reyn­ir, Andri Valur, Atli Stefán og Axel Paul.

Duration:01:04:53

Samtal við samfélagið – Samtal við samfélagið 1 árs

11/26/2018
More
Fyrsti þáttur hlaðvarpsins fór í loftið þann 27. nóvember 2018 og af því tilefni settust Kjartan og Sigrún niður og ræddu um síðustu 12 mánuði og þá rúmlega 40 þætti sem þau hafa tekið upp. Viðfangsefnin hafa verið fjölmörg, en þar má til dæmis nefna dægurmenningu, ójöfnuð, stjórnmál og kynjamisrétti. Á milli umræðna, spila þau stutt dæmi úr þáttum sem þeim hafa þótt sérstaklega skemmtilegir og endurspegla hin mikla fjölbreytileika í efnisvali. Almennt má segja að hlaðvarpið sýni svo...

Duration:01:25:41

Sparkvarpið – Á milli stanganna - sögur af villtum markvörðum og þróun markmannsstöðunnar

11/23/2018
More
Í þessum þætti af Sparvarpinu var rýnt í öftustu stöðu vallarins, markmannsstöðuna. Rætt var við Runólf Trausta Þórhallsson, markmanns- og sparkspekúlant, og Neil Andrews, frá vefsíðunni Goalkeepersaredifferent.com. Farið var yfir hvernig staðan hefur breyst frá fyrstu árum markmannshanskanna til dagsins í dag og hvaða leikmenn og hvaða þættir hafa komið að þróa hlutverk markmannsins. Að auki var talað um skrautlega karaktera sem hafa litað markmannsstöðuna í gegnum tíðina. Kjarn­inn í...

Duration:00:38:11

Tæknivarpið – Allskonar (ó)þarfi á svörtum föstudegi

11/22/2018
More
Í Tæknivarpi vikunnar fara Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben og Sverrir Björgvins yfir fréttir vikunnar. Ný vöruleit á já.is, allskonar óþarfi á svörtum föstudegi og notagildi 8k sjónvarps. Umsjón: Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben, Sverrir Björgvins. Kjarn­inn í sam­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­starfi við Storytel býður þér að hlusta frítt á þús­undir hljóð­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­bóka í...

Duration:01:10:20

Þjóðlegir þræðir - Hlaðvarp um handverk - Angoran

11/22/2018
More
Í þessum siðasta þætti seríunnar hitti Anna formann Kanínuræktarfélags Íslands og lítilsháttar kanínubónda að máli, sem vill svo til að er Sigrún, hinn þáttastjórnandi Þjóðlegra þráða. Þær komu sér vel fyrir í fjárhúsum þeirrar síðarnefndu, klipptu angórukanínu og ræddu kanínurækt og kanínufiðu. Öllu var þessu varpað í beinni útsendingu á facebook síðu þáttarins, þar sem enn er hægt að finna myndbandið https://www.facebook.com/pg/hladvarpumhandverk/posts/?ref=page_internal Kjarn­inn í...

Duration:01:01:07

Aðförin – Mannlíf milli húsa

11/21/2018
More
Danski arkitektinn Jan Gehl er goðsögn í lifanda lífi og á dögunum kom hans fyrsta bók út í íslenskri þýðingu. Bókin Mannlíf milli húsa eða Livet mellem husene eins hún kallast á frummálinu kom fyrst út árið 1971 í Kaupmannahöfn. Bókin lagði grunninn að ævintýranlegum og margverðlaunuðum ferli Jan Gehl sem hefur undanfarna áratugi farið sigurför um heiminn í baráttu sinni fyrir bættu og manneskjulegra borgarhumhverfi. Í Aðför vikunnar fáum við útgefanda bókarinnar, arkitektinn Önnu Maríu...

Duration:00:42:40

Pottersen – 4. þáttur: Fljúgandi sjálfrennireið og sjálfskaðandi húsálfur

11/21/2018
More
Systkinin Emil Hjörvar Petersen og Bryndís Freyja Petersen hittast á Skype og hefja aftur för inn í undraheim Harry Potter-bókanna. Bók tvö, um leyniklefann, opnast og við kynnumst Harry og félögum og lífinu í Hogwarts á nýjan leik og umsveipum okkur allri fordæðunni. Dursley-hjónin bóksaflega svelta veslings galdrastrákinn en Ron Weasley og bræður hans koma Harry til bjargar ‒ á fljúgandi bíl! Við kynnumst fjölskyldu Rons og svitnum þegar þeir félagar missa af lestinni til Hogwarts....

Duration:01:09:05

Samtal við samfélagið – Norræn félagsfræði

11/19/2018
More
Ritstjórn tímarits Norræna Félagsfræðingafélagsins, Acta Sociologica, færist til Íslands 1. Janúar 2019, en þá munu þau Jón Gunnar Bernburg og Sigrún Ólafsdóttir, prófessorar í félagsfræði við Háskóla Íslands taka við ritstjórnarstarfinu af þeim Jani Erola og Suvi Salmenniemi, prófessorum í félagsfræði við Háskólann í Turku í Finnlandi. Tímaritið er flaggskipstímarit Norrænnar félagsfræði og því er mikil heiður fyrir íslenska félagsfræði og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands að því verði...

Duration:02:57:47

Klikkið – Að breyta skynjun annarra á eigin hæfni

11/17/2018
More
Ef eitthvað einkennir hugmynd almennings og fagmanna um „geðsjúklinga”, þá er það vanhæfni. Fólk sem hefur verið greint með geðsjúkdóm er almennt talið ófært um að þekkja eigin þarfir eða framfylgja þeim. Þegar einstaklingur verður færari um að taka stjórnina í eigin lífi og sýnir þannig hversu líkur hann er „venjulegu” fólki í grundvallaratriðum ætti þessi skynjun að byrja að breytast. Og notandinn sem gerir sér grein fyrir því að hann eða hún er að öðlast virðingu annarra öðlast...

Duration:00:29:32

Þjóðlegir þræðir- Hlaðvarp um handverk - Vefarinn

11/16/2018
More
Í þættinum um vefarann höldum við áfram að ræða um vaðmál sem lengi vel var helsta útflutningsvara Íslendinga. Í nútíma samfélagi er hins vegar lítið um að fólk sé með risavaxinn vefstól í stofunni hjá sér. Hins vegar vill svo til að við fundum slíka konu í Borgarfirði, sem ekki er með einn heldur tvo vefstóla uppi. Við heimsóttum vefnaðarkennarann og listakonuna Snjólaugu Guðmundsdóttir á Brúarlandi á Mýrum og heyrðum mörg torkennileg orð sem við erum enn að melta. Meira um ævintýri Önnu og...

Duration:00:55:47

Hefnendurnir CLXXVII - Stan Lee er dáinn og þetta er þátturinn um það

11/15/2018
More
Hulli og Ævar minnast nýfráfallins skapara skaparanna og ná samt eitthvað að tuða um aðra hluti sem skipta minna máli. En það er náttúrulega bara eins og þeir eru.

Duration:01:28:41