Kjarninn-logo

Kjarninn

News >

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.
More Information

Location:

Reykjavik, Iceland

Description:

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.

Twitter:

@kjarninn

Language:

Icelandic


Episodes

Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?

1/19/2019
More
Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla. Í fimmta þætti Koma svo! er rætt við Guðmundu Smára Veigarsdóttur, sem fann tilganginn og meiningu með lífinu eftir að hafa kynnst ungliðahreyfingu Samtakanna 78. Héð starfar sem...

Duration:00:58:15

Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni

1/18/2019
More
Gestur okkar í þættinum er Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður hinna nýstofnuðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Hann spjallaði við okkur um framtíð Rafíþrótta á Íslandi, hvernig umræðan þarf að breytast úr því að fjalla bara um það slæma og hvað við eigum mikið af öflugum spilurum nú þegar á Íslandi. Hann sagði okkur líka frá fyrsta rafíþróttamótinu sem verður haldið sem hluti af Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll 26. og 27. janúar. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir, Axel Paul og...

Duration:01:04:38

Pottersen – 7. þáttur: Uppblásin frænka og sturlaður strokufangi

1/16/2019
More
Pottersen er hafið á nýjan leik. Systkinin Emil og Bryndís kafa æ dýpra í söguheim Rowlings og nú liggur þriðja bókin um galdrastrákinn fyrir, Harry Potter og fanginn frá Azkaban. Harry er orðinn þrettán ára, hann hefur tvívegis staðið andspænis Voldemort í Hogwarts og lætur því ekki bjóða sér lengur að vera úthúðað á heimili Dursley-fjölskyldunnar. Eftir að hann missir stjórn á sér og fremur galdur í Muggaheimi fer hann að heiman með koffortið sitt. Það líður ekki á löngu þar til Harry...

Duration:01:06:09

Samtal við samfélagið – Fordómar og geðræn vandamál

1/14/2019
More
Í fyrsta hlaðvarpi ársins 2019 ræðir Sigrún við Bernice A. Pescosolido, prófessor í félagsfræði við Indiana háskólann í Bandaríkjunum. Bernice er einn þekktasti heilsufélagsfræðingur Bandaríkjanna og hefur í rannsóknum sínum beint sjónum að fordómum gagnvart einstaklingum sem eiga við geðræn vandamál að stríða og skoðað hvort og hvernig fólk notar geðheilbrigðisþjónustu. Hún hefur meðal annars verið í forsvari fyrir stóra alþjóðlega könnun á viðhorfum almennings til geðrænna vandamála....

Duration:03:32:33

Koma svo – Sálfræði árangurs

1/11/2019
More
Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla. Í fjórða þætti Koma svo! er rætt við Hreiðar Haraldsson, íþróttasálfræðiráðgjafa um markmiðasetningu, tilganginn og agann sem þarf til að ná settum markmiðum. Þarf að setja...

Duration:01:04:34

Tæknivarpið – Er Apple að fara á hausinn? Hvað er að gerast á CES í ár?

1/11/2019
More
Apple leiðrétti afkomuspá sína í fyrsta sinn síðan 2002, og lækkaði tekjuspá sína þónokkuð. Markaðurinn hefur brugðist illa við og hlutbréf Apple tekið dýfu. En hversu alvarlegt er ástandið? Fylgist með Gulla snúa þessari lélegu tekjuspá í það besta sem Apple hefur gert frá iPad. CES ráðstefnan er líka á fullu, og fullt af frétta af nýjum tækjum sem vöktu athygli Axels. Stjórnendur eru Gunnlaugur Bland, Apple Stefán, Axel GDPR og ekki Bjarni Ben.

Duration:01:24:03

Tæknivarpið – Ársuppgjör Tæknivarpsins

1/8/2019
More
Tæknivarpið gerir upp árið í rúmlega tveggja tíma bombu. Allt það markverðasta frá árinu 2018 ásamt fullt af óþarfa. Umsjón: Gunnlaugur Reynir, Atli Stefán, Bjarni Ben, Axel Pau, Kristján Thors og Sverrir Björgvins

Duration:03:07:39

Hefnendurnir CLXXIX - Emil í Tjattholti

12/31/2018
More
Hefnendurnir fá Emil Hjörvar Petersen, veraldarsmið og örlagavefjara, í heimsókn og hefna hann spjörunum úr. Lengsti Hefnendaþáttur ever höldum við bara. Gleðilegt nýtt ár, Jarðarbúar! Hefnendurnir eru í boði Nexus. Nexus er í boði guðanna. Kjarn­inn í sam­­­starfi við Storytel býður þér að hlusta frítt á þús­undir hljóð­­­bóka í sím­­­anum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.­­­storyt­el.is/kjarn­inn og byrja að njóta. Storyt­el.is, þús­undir hljóð­­­bóka í...

Duration:02:56:27

Klikkið - Staða Hugarafls

12/22/2018
More
Hugarafl og GET voru töluvert í fréttum undanfarið ár. GET var lagt niður og stóð til að minnka umsvif Hugarafls með skertri fjárveitingu. Nýverið var gerður nýr samningur við Félagsmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun sem tryggir starfsemi Hugarafls næstu tvö árin. Við fáum til okkar Fríðu Einarsdóttur formann Hugarafls og Auði Axelsdóttur, Hugaraflskonu og fyrrum forstöðukonu GET. Farið verður yfir nýja samninginn ásamt því að gera upp síðustu ár og skoða núverandi landslag geðheilbrigðismála...

Duration:01:04:00

Koma svo – Ef þú labbar á vegg

12/21/2018
More
Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla. Í þriðja þætti Koma svo! er rætt við Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðumann í hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78 og frístundamiðstöðvar Tjarnarinnar um hvernig lífið mótar manneskju og...

Duration:01:20:10

Tæknivarpið – Gaf Facebook öðrum fyrirtækjum öll Messenger skilaboðin þín?

12/20/2018
More
Facebook er ásakað um að hafa gefið Spotify og Netflix aðgang að Messenger einkaskilboðum í nýrri grein frá New York Times. Atli Stefán, Axel Paul og Gulli fara yfir málið, sem er auðvelt að dæma af fyrirsögn en er mun flóknara en flestir halda.

Duration:01:07:45

Pottersen 6. þáttur: Leyniklefinn opnast!

12/19/2018
More
Spennan magnast, allt fer í handaskolum í Hogwarts, Dumbledore er vikið frá vegna árásanna á nemendur og því taka Harry Potter og félagar málin í eigin hendur ‒ að sjálfsögðu. Undarleg fimmtíu ára gömul dagbók með auðum síðum kemur í leitirnar og þegar Harry prófar að skrifa í hana svarar bókin. Gamall nemandi að nafni Trevor Delgome (Tom Riddle) átti bókina og hann fullyrðir að Hagrid sé sá sem opnaði leyniklefann. En það reynist ekki vera satt. Þegar Hermione verður fyrir árás og Ginny,...

Duration:01:21:01

Koma svo - Er allt að fara til fjandans?

12/15/2018
More
Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla. Í öðrum þætti Koma svo! er rætt við Gunnlaug V. Guðmundsson, forstöðumann í félagsmiðstöðinni Gleðibankanum um starf félagsmiðstöðva og hvort æska þessa lands sé að fara til fjandans...

Duration:01:29:02

Hefnendurnir CLXXVIII - Neandercool

12/13/2018
More
Hefnendurnir fara tvisvar í bíó! Fyrst á garlakallamynd og svo á hjólhúsamynd! Það var nú aldeilis gaman. Í bílferðum sínum ræða þeir meðal annars um magíska munnkossa, ferðir Ted Dansons og örvar kúbids. Hefnendurnir eru í boði Himnaríkis… ég meina Nexus. Same thing.

Duration:01:06:22

Tæknivarpið – Vill enginn ódýrari iPhone?

12/13/2018
More
Í Tæknivarpi vikunnar er fjallað um meinta lélega sölu iPhone Xr, rússneskan ofur iPhone og iPhone Hleðsluhulstur ásamt 8k sjónvörpum. Gestur þáttarins er Daníel Ingólfsson. Umsjón: Gunnlaugur Reynir, Atli Stefán og Bjarni Ben Kjarninn í samstarfi við Storytel býður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.

Duration:01:06:43

Koma svo – Það eru engir töfrar

12/12/2018
More
Hvað þarf til að ala upp einstakling? Boð og bönn? Reglur? Í Koma svo! er rætt við einstaklinga sem vinna við eða koma á einhvern hátt að málefnum barna og unglinga. Umsjónarmaður Koma svo! er Héðinn Sveinbjörnsson sem hefur langan feril að baki í vinnu með alls konar fólki og faðir tvíbura í framhaldsskóla. Í fyrsta þætti Koma svo! er rætt við Margréti Lilju Guðmundsdóttur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og sérfræðing hjá Rannsókn og greiningu, um íslenska forvarnarmódelið og hvort það...

Duration:01:44:16

Samtal við samfélagið – Vísindin efla alla dáð

12/10/2018
More
Vísindafélag Íslendinga fagnaði 100 ára afmæli sínu 1. desember 2018 og af því tilefni settist Sigrún niður með þeim Ernu Magnúsdóttur, forseta Vísindafélags Íslendinga, Kristjáni Leóssyni, féhirði sama félags og Ragnhildi Helgadóttur, formanni Vísindanefndar Vísinda- og Tækniráðs. Erna segir okkur stuttlega frá sögu og starfsemi Vísindafélagsins og í framhaldinu ræða þau fjögur um umhverfi rannsókna og vísinda á Íslandi, hvaða tækifæri og áskoranir felsta í því að stunda vísindastörf hér á...

Duration:00:44:47

Klikkið - Að koma út úr skápnum

12/8/2018
More
Að koma út úr skápnum: Þetta er hugtak sem við höfum fengið að láni frá hreyfingu samkynhneigðra. Fólk sem er með skerta samfélagsstöðu en getur falið það, velur oft (mjög skiljanlega) að gera það. Þessi ákvörðun getur hins vegar tekið sinn toll í formi lakara sjálfstrausts og ótta við uppgötvun. Einstaklingar sem ná þeim áfanga að geta svipt hulunni af kringumstæðum sínum eru að sýna sjálfstraust. Árni og Páll ræða við Svövu Arnardóttur Hugaraflskonu. Kjarn­inn í...

Duration:00:25:39

Tæknivarpið – Hvernig á að hlera með snjallsíma?

12/6/2018
More
Þetta er einstakur þáttur, þátturinn án Gulla. Faðir Tæknivarpsins var því miður staddur erlendis vegna vinnu, en þeir Atli Stefán, Axel Paul, Mosi og Kristján Thors reyndu sitt besta að leysa kempuna af. Fjallað var um hvernig á að hlera á snjallsíma, sjónvarpsstillingar (í boði Tom Cruise), blindar myndavélaprófanir MKBHD kollega okkar, markaðssetningu Pizza Hut á Ísland og jólagjafahugmyndir. Kjarn­inn í sam­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­starfi við...

Duration:01:14:35

Pottersen – 5. þáttur: Steinrunnir blóðníðingar

12/5/2018
More
Nú kárnar gamanið hjá félaga Harry. Einhver hefur opnað leyniklefann dularfulla í Hogwarts og breytir þeim sem ekki hafa hreint galdrablóð í stein; þeim sem uppnefndir eru blóðníðingar og skvib. Aðeins sá sem er arftaki Salazars Slytherin, eins stofnanda skólans, getur opnað klefann. Brátt beinast spjótin að Harry, aðrir nemendur halda að hann sé arftakinn, að hann sé að valda uslanum. En að vonum eru Ron og Hermione honum innan handar og saman ætla þau að komast til botns í málinu....

Duration:01:11:07