Kjarninn-logo

Kjarninn

News >

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.
More Information

Location:

Reykjavik, Iceland

Description:

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.

Twitter:

@kjarninn

Language:

Icelandic


Episodes

Besta platan – Besta platan með Pearl Jam - Vitalogy

9/14/2019
More
Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi, fer yfir bestu plötuna í hverri viku. Þar er tekin fyrir ein plata sem hans mati er besta plata þeirrar hljómsveitar. Með honum er Dr. Arnar Eggert, sem er hafsjór af fróðleik um tónlist og uppsprettu hennar.

Duration:01:03:55

Tæknivarpið – Apple viðburður ásamt SenorDonPedro og Berlínar-Herði

9/13/2019
More
Apple hélt þétta og hraða kynningu á þriðjudaginn 10. september. Kynnt voru ný tæki og verð á þjónustu afhjúpuð. Tæknivarpið fær til sín eiganda Apple, Pétur Jónsson (@senordonpedro), og eiganda Macland, Hörð Ágústsson (@horduragustsson), til að rýna kynninguna. Hörður hringdi frá Berlín, þar sem Hörður er að njóta Berlín. Stjórnendur í þætti númer 201 eru Atli Stefán (@atliy)og Gunnlaugur Reynir (@gullireynir).

Duration:02:31:59

Molar, Þáttur 4

9/13/2019
More
Molar vikunnar tengjast launþegum, byssuglæpum, átaki gegn vímefnavá, fjárlögum og háskólastarfi. Já, og líka Vatnsmýrinni.

Duration:00:11:37

Pottersen 21. þáttur: Leyniæfingar og Sirius í arninum

9/13/2019
More
Í þessum þætti fjalla systkinin Emil og Bryndís um kafla 14-18 í Harry Potter og Fönixreglunni. Prófessor Umbridge fer gjörsamlega hamförum, Sirius Black rabbar við guðson sinn og gefur vafasöm ráð, Quidditch-æfingar fara úr böndunum og þegar allt virðist ætla að ganga á afturfótunum (eins og venjulega) tekst Harry, Ron og Hermione að hóa saman 25 aðra nemendur á laun í þeim tilgangi að æfa sig í vörnum gegn myrku öflunum ‒ því Voldemort er snúinn aftur. Reynsla Harrys úr fyrri bókum kemur...

Duration:01:07:12

Punktur Punktur – Þáttur nr. 3 - Studio Yellow - Hugrún og Birgitta

9/12/2019
More
Studio Yellow eru gestir þriðja þáttarins. Hressu vefhönnuðirnir Hugrún og Birgitta eru upprennandi nöfn í heimi vef-og skjáhönnunar. Við förum um víðan völl, tölum um hvernig þær fundu kjarkinn til að stofna fyrirtæki áður en þær kláruðu námið, hvernig það er að vera kona í annars karllægum bransa og hvernig það virðist vera að breytast og margt, margt fleira

Duration:00:48:18

Kvikan – Eldri menn og puntdúkkur, lágvaxin huldakona og pólitíkin í fjárlögum

9/10/2019
More
Hlaðvarpsþátturinn Kvikan hefur göngu sína að nýju eftir nokkurt hlé en hann mun verða á dagskrá vikulega héðan í frá. Birna Stefánsdóttir, blaðamaður Kjarnans, mun stýra þættinum en með henni eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri, og Bára Huld Beck, blaðamaður. Í þættinum er fjallað um gamla menn og puntudúkkur, lágvaxna huldukonu sem segist vera að endurreisa WOW, nýtt fjárlagafrumvarp og farsakennda heimsókn aðstoðarforseta Bandaríkjanna.

Duration:00:34:47

Klikkið - Unghugar

9/7/2019
More
Gestir þáttarins að þessu sinni eru Fanney Ingólfsdóttir og Árný Björnsdóttir. Viðfangsefnið er Unghugar, hópur innan Hugarafls fyrir ungt fólk. Hugmyndin að stofnun Unghuga var að mæta þörfum ungs fólks, sem hefur upplifað geðraskanir eða aðra erfiðleika. Þáttarstýra er Svava Arnardóttir.

Duration:00:31:44

Tæknivarpið - Haustáðstefna Advania og nýir Sonos hátalarar

9/6/2019
More
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, kíkti í Tæknivarpið í tilefni haustráðstefnu Advania, sem verður haldin 13. september næstkomandi. Annað á málefnaskrá eru nýir Sonos hátalarar sem voru kynntir í vikunni, Echo Show og ný sjónvörp frá Amazon. Loks verður Apple kynningin í næstu viku aðeins rædd og fleira. Umsjónarmenn þáttarins eru Atli Stefán Yngvason, Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Sverrir Björgvinsson.

Duration:01:43:29

Molar — Leiðréttingar á hagvexti, erfitt verkefni Áslaugar og Bahama skelfingin

9/6/2019
More
Molarnir 5 sem eru til umfjöllunar í þessari viku, eru tengdir hagvexti, nýjum dómsmálaráðherra og Bahama eyjum, svo eitthvað sé nefnt. Hagstofa Íslands birti leiðréttingu á fyrri yfirlýsingum um hagvöxt á öðrum ársfjórðungi, þar sem miklu skeikaði. Þetta er óheppilegt, svo ekki sé meira sagt. En hvað er æskilegur hagvöxtur? Hvernig á hagvöxturinn að vera samsettur? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fær það vandasama verkefni í hendurnar að skipa dómara við Hæstarétt innan...

Duration:00:13:01

Hefnendurnir CLXXXII - Annie Lennox prófið

9/4/2019
More
Hulkleikur og ÆvorMan eiga fund í Grímsson Tower og velta vöngum yfir ímynduðum boltaleikjum í ódæmigerðu lögregluríki, velja topp 2 kvikmyndir sem batna við mute takkann og veðja uppá flottann kall. Hefnendurnir eru í boði Nexus. Nexus. Það er svo best sko.

Duration:01:24:11

Tæknivarpið — Nýir iPhone símar kynntir 10. September og Apple opnar á sölu varahluta

8/31/2019
More
Atli Stefán, Kristján Thors og Gunnlaugur Reynir renna yfir tæknifréttir vikuna, ásamt Daníel Ingólfssyni frá Nútímatækni. Apple er búið að senda út boðskort fyrir iPhone viðburðinn, eða “Special Event” þann 10. September. Von er á nýjum tækjum, nýjum stýriukerfum og sala hefst á Mac Pro línunni. Microsoft verður einnig með viðburð í september og mun líklega kynna nýjar Surface tölvur. Svo í lokin fjallar Daníel um rafhlaupahjólið sitt, sem hann er búinn að ná yfir 1000 km. á í sumar.

Duration:01:21:16

Punktur Punktur — Þáttur Nr. 2 — Viðtal við Inga Vífil Guðmundsson

8/30/2019
More
Í þessum þætti ræðir Elín við Inga Vífil Guðmundsson, stofnanda Reykjavík Lettering, sem gaf út skriftarbók á dögunum. Þau ræða meðal annars um mikilvægi þess að finna íslensk orð á nýjungar, að maður graffar ekki yfir annarra manna list, hvernig kalligrafía getur verið eins og möntrur og margt fleira.

Duration:00:37:08

Molar - Vígbúnaðarkapphlaup, snilld frá Ohio og Max-kirkjugarðurinn

8/30/2019
More
Í Molum að þessu sinni er fjallað um fjölbreytt og ólík mál. Þar á meðal áhyggjur ýmissa af stöðu banka í Danmörku, þar sem neikvæðir vextir eru líklegir til að setja bankana í erfiða stöðu til lengdar litið. Einnig er rætt um örvunaraðgerðir Seðlabanka Evrópu sem líklegar eru til að koma fram á næstu misserum. Þá eru hlustendur hvattir til þess að kynna sér hjómsveitina The National sem fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Bandið kemur fram á tónleikum, í nágrenni umsjónarmanns Mola, í...

Duration:00:14:21

Pottersen 20. þáttur: Sadískur kennari

8/29/2019
More
Stóra stundin er runnin upp, Harry og félagar eru á leið í Hogwarts, en það er ekki þar með sagt að skólavistin verði dans á rósum. Í köflum 10-13 í Fönixreglunni gengur töluvert á. Nemendur pískra um Harry og af sumum er hann talinn brjálaður vegna þess að hann segir Voldemort hafa snúið aftur. Galdraunglingurinn skeytir auðveldlega skapi og á í erfiðleikum með að halda sér í andlegu jafnvægi, sem leiðir til þess að hann rífst við félaga sína í Gryffindor, öskrar á nýja kennarann, prófessor...

Duration:01:02:26

Hefnendurnir CLXXXI - Manhattan ójafnvægið

8/27/2019
More
Hulli hinn hvíti og Ævar hinn grái hafa ekki fært á sér bossana síðan í síðasta þætti því þeir hafa bara og mikið að segja. Þar á meðal sitthvað um eigið sköpunarferli, emo ofurhetjur með daddy issues og leiðarlok Luke Perry. Við biðjumst velvirðingar á skruðningunum sem heyrast í þessari upptöku. Það er líklega bara draugur.

Duration:01:15:30

Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?

8/23/2019
More
Hlaðvarpsþátturinn Molar hefur nú bæst í hóp hlaðvarpsþátta í hlaðvarpi Kjarnans. Magnús Halldórsson er umsjónarmaður þáttarins, en þær bætast við hlaðvarpsstraum Kjarnans alla föstudaga. Í þáttunum verður fjallað um 5 fréttamola úr liðinni viku, sem ekki endilega stálu fyrirsögnunum, en eru merkilegir fyrir margra hluta sakir. Ýmist er fjallað um erlend eða innlend málefni, en mesta áherslan á viðskipti, stjórnmál og listir. Í fyrsta þættinum er fjallað um breyttar áherslur hjá...

Duration:00:13:29

Tæknivarpið – Samsung Note 10, Samkeppni í streymiveitum eykst og Nova gefur út Android TV app

8/23/2019
More
Tæknivarpið er loksins komið aftur úr sumarfríi og það er af nægu að taka. Í þessari viku förum við meðal annars yfir verðin á nýju Disney+ streymiveitunni og verðin á Apple TV+ og Arcade sem láku. Samsung drepur loksins heyrnatólatengið með Note 10 og Note 10+. Breski boltinn fer brösulega af stað (samkvæmt einhverjum á Twitter) og Nova gaf loksins út Android TV app fyrir NovaTV. Sonos og Ikea Symfonisk græjurnar fá fína dóma og nýr bluetooth hátalari er á leiðinni frá Sonos. Umsjónarmenn...

Duration:01:35:57

Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína

8/21/2019
More
Eftir allt of langan dvala skríða tveir stírublindir Hefnendabangsar úr hýði sínu og ræða húmorsleysi Svía og sáðlát Aquamans og að sjálfsögðu rýna þeir eldfast í endalok mikilvægasta nördafyrirbæris síðari ára: Big Bang Theory.

Duration:01:22:56

Klikkið - Andlegt hjartahnoð (eCPR)

8/17/2019
More
Í þessum þætti ræðum við um eCPR, eða andlegt hjartahnoð. Til að fræða okkur um málefnið fær Páll Ármann til sín Málfríði Hrund Einarsdóttur og Auði Axelsdóttur.

Duration:00:56:41

Punktur Punktur – Þáttur Nr.1 Þórhildur Laufey Sigurðardóttir - Tóta

8/15/2019
More
Hverjir eru það sem vinna á bakvið tjöldin, þeir sem sitja í bláu ljósi skjáanna langt fram á nótt til að ná frestinum fyrir hrikalega mikilvæga verkefni ómissandi kúnnans? Eða þeir sem ákváðu að fara sínar eigin leiðir, nýta þekkingu sína í eitthvað allt annað og meira? Hvaðan kemur þetta fólk? Hvaða sögu hefur það að segja og hvernig komst það þangað sem það er í dag og hvernig sér það framtíðina fyrir sér? Punktur Punktur er hlaðvarp um og fyrir hönnuði og aðra sem...

Duration:01:06:00