Kjarninn-logo

Kjarninn

News >

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.
More Information

Location:

Reykjavik, Iceland

Description:

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.

Twitter:

@kjarninn

Language:

Icelandic


Episodes

Samtal við samfélagið – Andið eðlilega, raunheimur flóttafólks

10/23/2018
More
Margir félagsfræðingar telja að stærstu pólitísku áskoranir þessarar aldar komi til með að snúa að fólksflutningum, og þá ekki síst hvernig vesturlönd ætli að taka á hinum sívaxandi fjölda flóttafólks. Íslendingar standa ekki utan við þessar áskoranir, en við eigum þó töluvert langt í land með að skapa samfélagslega sátt um hvernig við ætlum að taka á þessu vandamáli. Hér á Íslandi, eins og svo mörgum öðrum Evrópuþjóðum, eru málefni flóttafólks og hælisleitenda mikið hitamál. Þrátt fyrir...

Duration:01:11:31

Klikkið - Að tileinka sér nýja hæfileika

10/21/2018
More
Fagmenn kvarta oft undan því að skjólstæðingar þeirra hafi fáa hæfileika og virðist ekki geta tileinkað sér nýja. Hæfileikar, sem fagmenn telja mikilvæga, eru hins vegar oft ekki þeir sem notendunum sjálfum finnst áhugaverðir eða mikilvægir (t.d. að búa um rúmið á hverjum degi). Þegar notendur fá tækifæri til að læra hluti sem þá langar til að læra koma þeir fagmönnum oft (og stundum sjálfum sér) á óvart með því að takast að læra þá vel. Árni og Páll setjast niður með Auði Axelsdóttur og...

Duration:00:31:57

Veraldarvarpið – Morðið á Khashoggi og ímynd krónprinsins

10/19/2018
More
Í Ver­ald­ar­varp­inu er farið yfir liðna viku í erlendum frétt­­um. Í þætti vikunnar er rætt um hvarf sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khash­oggi og viðbrögð alþjóðasamfélagsins við meintu morði. Dvínandi vinsældir Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, eru gerðar að umtalsefni og breytingar í ríkisstjórn hans. Jafnframt var rætt um óvænt úrslit í kosningunum í Bæjaralandi í Þýskalandi sem gefa til kynna erfiða tíma fyrir Merkel. Enn hefur ekkert gengið hjá Bretum og ESB að ná samkomulagi um...

Duration:00:45:41

Þjóðlegir þræðir – Jurtalitir

10/18/2018
More
Við fórum í ótrúlega fróðlega og skemmtilega heimsókn til Guðrúnar Bjarnadóttur jurtalitara í Hespuhúsinu hennar, í Andakíl í Borgarfirði. Þar fengum við að kíkja í alls kyns ilmandi potta og snerta alla litaflóruna í hillunum. Það kemur á óvart hversu gjöful íslensk náttúra er þegar kemur að jurtalitun. Það gæti verið að loksins sé komið hlutverk fyrir hina umdeildu lúpínu. En við höfum samt ekki möguleikann á að framkalla bleikan og bláan lit úr innlendri flóru. En við fáum að vita hvaðan...

Duration:01:00:04

Tæknivarpið – Fréttir vikunnar og Elon Musk

10/18/2018
More
Í Tæknivarpinu í dag eru tveir frábærir Gestir; Magnús Hafliðason og Sævar Helgi Bragason. Í fyrri hluta þáttarins er farið yfir helstu tæknifréttir vikunnar. Í seinni hluta þáttarins ræða þeir svo umdeilda snillinginn Elon Musk, áhrif hans á samfélagið og baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Umsjón: Gunnlaugur Reynir og Atli Stefán. Tæknivarpið er í boði Dominos. Notaðu afsláttarkóðann taeknivarpid og fáðu 30% afslátt af sóttum pizzum. Kjarn­inn í...

Duration:01:14:48

Hefnendurnir CLXXIII - Doktor Bacon

10/17/2018
More
Hugleikur heimsækir Andreu Björk og köttinn hennar í Berlín og þau ræða Saurugan Dexter, Sprungna eiturlyfjasmokka og Búning Blökukonunnar. Hefnendurnir eru í boði Nexus og Nexus er næs to the max.

Duration:01:19:45

Aðförin – Nýr Landspítali, nýtt þorp

10/16/2018
More
Fyrsta skóflustungan að nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut var tekin síðastliðin laugardag. Þar með hefst uppbygging á nýju borgarhverfi og fimm þeirra bygginga sem eiga að rísa verður lokið við fyrir árið 2024 ef áætlanir ganga eftir. Fyrsti áfanginn og sá stærsti er svokallaður meðferðarkjarni sem gegnir lykilhlutverki í starfsemi spítalans. Gunnar Svavarsson framkvæmdarstjóri verkefnisins og Sigríður Sigþórsdóttir einn arkitekta verkefnisins mættu í þáttinn og sögðu okkur allt það...

Duration:00:51:19

Samtal við samfélagið – Fötlun og jafnrétti

10/15/2018
More
Fatlað fólk upplifir mismunun á ýmsum sviðum samfélagsins. Sumar birtingarmyndir mismununar eru auðséðar, en aðrar koma fram á stöðum sem erfiðara er að tengja við. Í byrjun þessa mánaðar voru haldnir hinu árlegu jafnréttisdagar í Háskóla Íslands, en tilgangur og markmið jafnréttisdaganna er að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála. Í ár var fenginn sérstakur gestafyrirlesari, Dr Liat Ben-Moshe, lektor við Toledo háskólann Bandaríkjunum,...

Duration:03:05:01

Þjóðlegir þræðir – Kaupmaðurinn

10/11/2018
More
Hvert ferðu ef þig langar í vandað handverk? Í þættinum færðu að vita allt um handverks kaupmenn á Vesturlandi, sem reyndar eru aðallega konur. Berglind veltir fyrir sér muninum á íslensku og norsku ullarpeysunni og Jónas fræðir okkur um búðarferðir fyrri tíma. Sigrún einbeitir sér sveitt að því að fallbeygja orðið "lundi" um leið og Anna passar að hún rugli ekki saman Gallerí Lunda í Stykkishólmi við lundabúðirnar í Reykjavíkurhreppi. Sjá má fleira um ævintýri Önnu og Sigrúnar á...

Duration:00:46:46

Tæknivarpið – Google kynnir Pixel 3

10/11/2018
More
Í Tækn­i­varp­inu í dag er farið yfir Made By Google viðburðinn sem fram fór á þriðjudag. Þar kynnti Google nýja fullt af áhugaverður vörum. Gestur þáttarins er Elmar Torfason. Umsjón: Gunn­laugur Reyn­ir, Atli Stefán og Axel Paul. Tækn­i­varpið er í boði Dom­in­os. Not­­aðu afslátt­­ar­kóð­ann taekn­i­varpid og fáðu 30% afslátt af sóttum pizz­­um. Kjarn­inn í sam­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­starfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þús­undir...

Duration:01:37:33

Sparkvarpið – Er eignarhald RB Leipzig að skaða þýskan fótbolta?

10/10/2018
More
Í þessum þætti var fjallað um umdeilt eignarhald orkudrykkjaframleiðadans Red Bull á liðinu Rasenboldsport Leipzig í Þýskalandi. Red Bull eignaðist smábæjarfélagið Markranstadt árið 2009 og kom því upp úr fimmtu deild yfir í efstu deild á sjö árum. Þó reglur í Þýskalandi banna meirihluta eignarhald fyrirtækja á knattspyrnufélögum hafa Red Bull fundið leið fram hjá reglunni. Í þættinum veltir Sparkvarpið sér fyrir því hvort eignarhald Red Bull sé í raun að skaða þýskan fótbolta, líkt og...

Duration:00:28:31

Pottersen – 2. þáttur: Galdrar, skætingur og blekkingar!

10/10/2018
More
Nú fara hlutirnir að gerast. Töfrarnir umsveipa Emil og Bryndísi. Harry Potter er byrjaður í Hogwarts, hann eignast vini og óvini og kemst að því að ekki er allt með felldu innan veggja galdraskólans, eitthvað sem mögulega tengist því sem reynt var að ræna úr Gringott-bankanum. Er töfradrykkjakennarinn dularfulli Snape á höttunum eftir því? Harry og Ron bjarga Hermione frá fjallatrölli, hún lýgur síðan blákalt að kennurunum og upp frá því verða þau það tríó sem við öll þekkjum. Æsispennandi...

Duration:01:10:23

Hefnendurnir CLXXII - Prancing Pony Part Deux

10/9/2018
More
Þið eruð ennþá stödd á bar. Hulkleikurinn og Ævormanninn eru komnir í Irish Coffee og hætta ekki að láta gamminn geysa um sín hjartans mál. Og panta fleiri drykki.

Duration:01:04:00

Klikkið – Punktur 10 - Að hafa áhrif á breytingar í eigin lífi og eigin samfélagi

10/8/2018
More
Valdefling er meira en tilfinning eða kennd, við lítum á slíkt sem undanfara framkvæmda. Þegar manneskja kemur breytingu til leiðar eykst sjálfstraust hennar og það leiðir af sér frekari og áhrifameiri breytingar. Enn og aftur leggjum við áherslu á að þetta er ekki eingöngu einstaklingsbundin breyting heldur hefur þetta áhrif á heildina. Árni ræðir við Svövu Arnardóttur Iðjuþjálfa og Árný Björnsdóttur, hugaraflskonu. Kjarn­inn í sam­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­starfi við...

Duration:00:27:36

Samtal við samfélagið – Hefur eitthvað breyst? Hrunið 10 ára

10/8/2018
More
Um helgina voru tíu ár frá Hruninu og af því tilefni var ráðstefnan Hrunið þið munið haldin í Háskóla Íslands. Þar voru flutt fjölmörg erindi um orsakir og afleiðingar Hrunsins en þeir Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og Jón Ólafsson prófessor í menningarfræði við sama skóla voru með erindi í málstofu sem bar heitið Hrunið og mótmælin sem það vakti. Þó að Hrunið hafi verið efnahagslegt hrun þá hafði það ekki síður alvarlegar afleiðingar fyrir íslensk stjórnmál...

Duration:01:17:35

Veraldarvarpið – Tropical Trump

10/5/2018
More
Í Veraldarvarpinu er farið yfir liðna viku í erlendum frétt­um. Í þætti vikunnar er rætt um þjóðaratkvæðagreiðsluna í Makedóníu þar sem kosið var um nafnabreytingu á landinu. Kjörsókn olli því að nafninu verður ekki breytt í Lýðveldið Norður-Makedónía en breytingin er nauðsynlegt skilyrði fyrir inngöngu í ESB og NATO. Einnig er rætt um nýjan fríverslunarsamning Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, áður NAFTA en nú USMCA. Mjókurvörubændur í Kanada eru æfir. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Ítalíu...

Duration:00:49:04

Þjóðlegir þræðir – Geitahirðirinn

10/4/2018
More
Er eitthvað sætara en geitakiðlingur sem klifrar upp í barnavagn? Allir ættu að hafa kíkt í heimsókn til Jóhönnu á Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði sem rekur Geitfjársetur Íslands. Miðað við öll örnefnin sem tengd eru við geitur hér á landi er ljóst að þær hafa verið hér frá landnámi þó svo að fjöldi þeirra hafi verið mjög misjafn. En þær eru ekki bara sætar og skemmtilegar, þær eru líka nytsamlegar. Hvernig? Hlustaðu nú. Meira um ævintýri Sigrúnar og Önnu Drafnar má sjá á www.kvikvi.is....

Duration:00:55:36

Tæknivarpið – Tæknivarpið prófar iPhone XS Max og Apple Watch 4

10/4/2018
More
Í Tækni­varp­inu í dag fer Atli yfir sína reynslu af iPhone XS Max og Apple Watch 4 sem Tæknivarpið hefur verið með í prófunum. Einnig var fjallað um gagnalekann hjá Facboo, vandræði Elon Musk, fullt af nýjum Surface vörum, launahækkanir Amazon og margt fleira. Umsjón: Gunn­laugur Reyn­ir, Atli Stefán og Kristján Thors Tækni­varpið er í boði Dom­in­os. Not­aðu afslátt­ar­kóð­ann taekni­varpid og fáðu 30% afslátt af sóttum pizz­um. Kjarn­inn í sam­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­starfi...

Duration:01:32:12

Hefnendurnir CLXXI - The Prancing Pony

10/2/2018
More
Þið eruð stödd á bar. Ævar “Dean Martin” Grímsson og Hugleikur “Scorsese” Dagsson sitja í einu horninu, sötra svart öl og ræða um tilfinningagáfur í dýflissum, klámmyndagláp á stefnumótum og kosti þess að vera með framheilaskaða. Kjarn­inn í sam­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­starfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þús­undir hljóð­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­bóka í sím­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­anum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er...

Duration:01:10:52

Samtal við samfélagið – Félagsfræðin, byggðamál og samfélagið

10/1/2018
More
Í hlaðvarpi vikunnar spjallar Sigrún við Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Hún er með B.A. gráðu í félagsfræði og M.A. gráðu í landfræði en ástæðan fyrir þessari blöndu er áhugi hennar á að skilja hvernig staðsetning byggða og félagslegir þættir tengjast. Albertína er fædd og uppalin á Ísafirði, þar sem að hún bjó lengi og sat m.a. í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Fyrir nokkrum árum lá svo leiðin til Akureyrar þar sem hún starfaði fyrst fyrir Akureyrarbæ en tók svo...

Duration:02:49:27