Spegillinn RÚV-logo

Spegillinn RÚV

News >

More Information

Location:

Reykjavík, Iceland

Twitter:

@RUVfrettir

Language:

Icelandic


Episodes

Alvarlegt slys á Skeiðarársandi

1/17/2020
More
Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir harðan árekstur jeppa og jepplings við Háöldukvísl á Skeiðarársandi um tvö leytið í dag. Níu manns voru í bílunum tveimur og var hópslysaáætlun lögreglunnar á Suðurlandi virkjuð. Fjármálaráðherra og umhverfisráðherra ætla að fara yfir áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna með það að markmiði að flýta framkvæmdum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir hæstaréttarlögmann brigsla sér um...

Duration:00:29:51

Lengi talað fyrir daufum eyrum

1/16/2020
More
Fréttir: Tvö lík fundust á Sólheimasandi fyrr í dag. Lögregla telur að fólkið hafi orðið úti. Niðurstöður sérfræðinga á Veðurstofunni benda til þess að flóðin sem féllu á flateyri í gær séu með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum, Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri í fyrrinótt, var viss um að henni yrði bjargað. Móðir hennar hafði sömu sannfæringu. Tugmilljónir íbúa í ríkjum í sunnanverðri Afríku þurfa hið bráðasta á mataraðstoð að halda vegna...

Duration:00:29:52

Snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði

1/15/2020
More
Forsætisráðherra segir að allt viðbragðslið hafi staðið sig afburða vel. Fjármálaráðherra segir varnarmannvirkinn hafa sannað gildi sitt en nú verði að skoða aðra staði þar sem stjórnvöld hafi ætlað sér að vera búin að byggja frekari varnir. Eigandi eins af bátunum sem sukku á Flateyri í nótt segist lengi hafa óttast að snjóflóð félli á smábátahöfnina. Varnargarðarnir í hlíðinni fyrir ofan Flateyri eru ekki jafn sterkir og talið var, þegar þeir voru byggðir árið 1998. Ekki er víst að...

Duration:00:29:57

Staða Landspítalans, skerðingar lífeyris, óveður og ferðalög hnúfubaka

1/14/2020
More
Enn er ófært eða illfært víða um land og appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi nema á suðvesturhorninu. Snjóflóð féll úr Eyrarhlíð síðdegis og hættustig vegna snjóflóða er á Ísafirði. Andri Yrkill Valsson segir frá. Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra finnst ástæða til að spyrja um forgangsröðun í rekstri Landspítalans. Hann hafi ekkert séð sem bendi til þess að viðbótarfé dugi til að leysa hnúta á bráðamóttökunni. Guðrún Lísbet Níelsdóttir, verkefnastjóri fyrir...

Duration:00:29:57

Snjóflóðahætta, illviðri, óskarsverðlaunatilnefningar og málssókn vegn

1/13/2020
More
Hús í iðnaðarhverfi ofan Skutulsfjarðarbrautar á Ísafirði voru rýmd síðdegis vegna snjóflóðahættu. Þar er í gildi hættustig Fyrir var í gildi óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum vegna hennar vegna snjóflóðahættu. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu, vegna norðaustanstorms, eða roks, hríðar og skafrennings sem linnir ekki fyrr en annað kvöld, rætt við Sigurð Jónsson, veðurfræðing. Íslendingar og Rússar eigast nú við á Evrópumótinu í handbolta í Malmö og staðan...

Duration:00:29:57

Rútuslys. Rafbílar og eldhætta. Weinstein.

1/10/2020
More
Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð nærri bænum Öxl suður af Blönduósi á fimmta tímanum í dag. Tvær rútur voru í samfloti og valt önnur þeirra. Slæmt veður hefur haldið áfram að setja samgöngur úr skorðum norðan- og vestanlands í dag eins og síðustu daga. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum fram yfir hádegi á morgun. Úkraínumenn hafa fengið afhenta flugritana úr farþegaþotu sem fórst í Íran aðfaranótt miðvikudags. Framkvæmdastjóri...

Duration:00:32:09

Spegillinn 09.01.2020

1/9/2020
More
Spegillinn 09.01.2020 Umsjón: Bergljót Baldursdóttir Bandaríska leyniþjónustan telur að flugskeyti hafi grandað úkraínskri farþegaþotu sem fórst í Íran í fyrrinótt. Forsætisráðherra Bretlands krefst ítarlegrar og opinskárrar rannsóknar á slysinu. Að minnsta kosti tólf ferðamenn sem lentu í hrakningum á Langjökli í fyrradag hafa þegar leitað réttar síns gegn fyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Grunur er um að tveir lyfsalar hafi gerst sekir um alvarlegt misferli við afgreiðslu lyfja....

Duration:00:29:59

Mountaineers of Iceland. Brexit-lausnir á nýju ári.

1/8/2020
More
Einn forsvarsmanna Mountaineers of Iceland segir alla innan fyrirtækisins miður sín yfir ferð sem farin var á Langjökul í gær, þrátt fyrir aðvaranir um óveður. Þau ætli að setja sig í samband við fólkið. Færð á vegum á norðanverðu landinu fer nú batnandi, þótt fjallvegir séu víða enn lokaðir. Snjóflóðahætta er í fjöllum fyrir norðan. Forstjóri Tryggingastofnunar furðar sig á ummælum formanns Öryrkjabandalagsins um að stofnunin upplýsi fólk ekki um réttindi sín til að spara ríkinu fé. Tuttugu...

Duration:00:29:52

Spegillinn 07.01.2020

1/7/2020
More
Umsjón: Pálmi Jónasson Vonskuveður er á landinu og allt innanlands- og millilandaflug liggur niðri. Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og fleiri leiðum hefur verið lokað vegna veðurs. Gul veðurviðvörun í gildi fyrir allt landið þar til eftir hádegi á morgun. Slökkviliðið í Stafangri í Noregi berst við eld í bílastæðahúsi við flugvöll borgarinnar. Óttast er að húsið kunni að hrynja. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að mikið verk sé óunnið við stofnun Miðhálendisþjóðgarðs. Hún efast um að lög um...

Duration:00:09:51

Spegillinn 06.01.2020

1/6/2020
More
Umsjón: Pálmi Jónasson Landspítalinn hefur hafið rannsókn á því hvað gerðist þegar maður lést eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttökunni. Embætti landlæknis vill svör við því hvers vegna spítalinn hefur ekki tilkynnt embættinu um málið. Atlantshafsbandalagið skorar á Írana að binda enda á ofbeldisverk og ögranir til að koma í veg fyrir að ástandið í Miðausturlöndum versni enn frekar. Þjálfun írakskra hermanna hefur verið slegið á frest. Íslensk kona sem býr í Sydney segir Ástrali...

Duration:00:23:37

Hefur áhyggjur af ástandinu í Mið-Austurlöndum

1/3/2020
More
Þjóðaröryggisráð Írans segir að Bandaríkjamenn megi búast við hefndum fyrir að hafa orðið Qasem Soleimani, einum valdamesta manni landsins, að bana. Hann lét lífið í árás Bandaríkjahers í nótt. Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor, gengur laus á meðan lögregla rannsakar mál hans. Landsréttur hafnaði í dag kröfu lögreglunnar um að hann sæti fjögurra vikna gæsluvarðhaldi. Leit hefur staðið yfir í allan dag á Snæfellsnesi að Andirs Kalvan. Ekkert hefur heyrst frá honum frá því fyrir...

Duration:00:29:51

Innflytjendur. Kosningar.

1/2/2020
More
Ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki meirihluta á þingi yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Skylda er að vera með ökuljós kveikt bæði að aftan og fram, rafvespur eru skráningarskyldar, heimilt er að banna akstur vegna mengunar og neita má fíklum um ökuskírteini, samkvæmt nýjum umferðarlögum. Einungis um helmingur þeirra fyrirtækja og stofnana sem áttu að vera komin með jafnlaunavottun um áramótin hefur fengið slíka vottun. Margir strengdu áramótaheit um áramótin,...

Duration:00:29:58

Spegillinn 30. desember. 2019

12/30/2019
More
Spegillinn 30.desember 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon 13 erlendir ferðamenn lentu í umferðarslysi í Biskupstungum, á þjóðveginum milli Gullfoss og Geysis um fjögurleytið í dag. Þrír voru fluttir með þyrlu á bráðamóttöku Landspítalans. Tveir bílar rákust á í mikilli hálku. Landsréttur úrskurðar að öllum líkindum ekki í gæsluvarðhaldskröfu yfir Kristjáni Gunnari valdimarssyni fyrr en eftir áramót. Átta mánaða barn greindist með mislinga í vikunni...

Duration:00:09:57

Áratugur deilihagkerfis og vantrausts

12/27/2019
More
Að minnsta kosti þrjár konur tengjast málum lögmanns sem var handtekinn á jólanótt vegna gruns um kynferðisbrot og frelsissviptingu. Réttargæslumaður einnar þeirra segir lögmanninn hafa fengið sérmeðferð og vill að störf lögreglu á vettvangi verði rannsökuð. Aldrei hafa fleiri þurft að dvelja á bráðamóttöku Landspítalans um jól eða allt að þrjátíu manns. Yfirlæknir bráðalækninga segir vandræði skapast við að reyna að koma sjúklingum fyrir. Óttast er að gróðureldar sem hafa geisað í Ástralíu...

Duration:00:29:51

Brotalamir í vörnum banka, bruni í Grímsnesi og friðarganga

12/20/2019
More
Treysta þarf varnir bankanna gegn peningaþvætti, segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Brotalamir í vörnunum séu þó ekki mjög alvarlegar. Tryggvi Aðalsteinsson ræðir við hana. Ekkert bendir til þess að kveikt hafi verið í húsi sem brann til kaldra kola í Grímsnesi í gærkvöldi af ásetningi segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi á Suðurlandi Umráðamaður hússins var handtekinn á staðnum í gær en sleppt í dag. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Elís. Vetrarælupest og...

Duration:00:29:55

Kjaraviðræður. Fordæmaleysi veðurs. Listaverkarán.

12/19/2019
More
Héraðsdómur Reykjavíkur gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð starfsmanna barnaverndar í máli lítils drengs. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag aðgerðir sem lækka kostnað sjúklinga. Þremur komma fimm milljörðum króna verður varið í lækkanir á næstu fjórum árum. Fjögurra bíla árekstur varð á Kjalarnesi á fimmta tímanum í dag. Tafir urðu á umferð. Að minnsta kosti einn lést í skotárás á höfuðstöðvar leyniþjónustu Rússlands í Moskvu í dag. Breska þingið kom í dag saman til fyrsta fundar...

Duration:00:29:53

Spegillinn 18.12.2019

12/18/2019
More
Umsjón: Pálmi Jónasson Markmið lögmannsstofunnar Wikborg Rein, er að Samherji komi út úr rannsókn á meintum mútum og peningaþvætti sem sterkara og sjálfbærara fyrirtæki. Þetta segir fulltrúi lögmannsstofunnar við fréttastofu. Samherji hefur ráðið Wikborg Rein til að gera innri rannsókn á starfsemi félagsins. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir í kvöld atkvæði um hvort ákæra eigi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisglöp. Eldurinn sem braust út við olíubrigðastöðina í...

Duration:00:29:59

Togari í eigu íslenskrar útgerða tekin venga gruns um ólöglegar veiðar

12/17/2019
More
Rafmagnsleysi og fjarskiptavandræði gera fólki lífið leitt á Norðurlandi. Viðgerðir standa enn á línum og tengivirkjum. Margir reiða sig á varaafl á meðan. Alls hafa um ellefu þúsund íbúar á um 7600 heimilum glímt við rafmagnsleysi. Þetta sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag. Rafmagnsleysið sé það langvinnasta og umfangsmesta sem orðið hafi. Senegalski sjóherinn færði aðfaranótt mánudags verksmiðjutogarann Navigator til hafnar í höfuðborginni Dakar vegna gruns um ólöglegar veiðar. Skipið...

Duration:00:29:21

Spegillinn 16.12.2019

12/16/2019
More
Umsjón: Pálmi Jónasson Alþýðusamband Íslands vill láta kanna hvort opinberar stofnanir misnoti björgunarsveitir til að vinna ýmis verk í sjálfboðavinnu, sem stofnanirnar ættu sjálfar að sinna í almannaþágu. Enn eru talsverðar rafmagnstruflanir víða á landinu. Hjá Landsneti vinna nú milli 70 og 80 manns að viðgerð á fjórum línum sem skemmdust illa. Stærstu tryggingafélögin hafa skráð á annað hundrað tjón eftir óveðrið í síðustu viku. Varðskipið Þór þarf að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum...

Duration:00:29:59

Enn 360 heimili og fyrirtæki án rafmagns

12/13/2019
More
Miklar viðgerðir hafa verið í dag á raforkukerfi landsins. Rafmagnslausum stöðum er farið að fækka en þó eru 360 heimili eða fyrirtæki enn án rafmagns. Fimm ráðherrar heimsóttu Norðurland í dag og skoðuðu afleiðingar óveðursins. Forsætisráðherra segir allt annað að sjá aðstæður með eigin augum. Forstjóri Landsvirkjunar segir að vandamál í raforkukerfinu tengist á engan hátt fjármögnun. Vandamálið sé að samfélagið og stjórnvöld séu ekki sammála um að það þurfi að styrkja raforkukerfið....

Duration:00:29:59