Spegillinn RÚV-logo

Spegillinn RÚV

News >

More Information

Location:

Reykjavík, Iceland

Twitter:

@RUVfrettir

Language:

Icelandic


Episodes

Rafmagnstruflanir fyrir vestan

1/23/2020
More
Unnið er að því að koma á rafmagni á Flateyri. Um tíma var víða rafmagnslaust á Vestfjörðum vegna seltu á línum og tengivirkjum. Tvær borgir í Kína hafa verið einangraðar til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar sem hefur valdið dauða 17 manns. Elísabet Bretadrottning hefur staðfest Brexit-lögin sem samþykkt voru á þingi í gær og er því ekkert til fyrirstöðu að Bretar fari úr Evrópusambandinu um mánaðamótin. Þingmaður Pírata ætlar að óska eftir því að velferðarnefnd Alþingis fjalli um...

Duration:00:29:57

Bætur vegna læknamistaka. Efling. Röksteinn

1/22/2020
More
Ríkislögmaður hefur fallist á að greiða hjónum sem misstu nýfætt barn sitt vegna alvarlegra læknamistaka á Landspítalanum fimm milljónir í miskabætur. Efling vill að laun hækki meira en samið var um í lífskjarasamningnum í vor. Krafa er gerð um breytingar á starfsmati sem gæti fært þeim með lægstu launin yfir 50 þúsund króna launahækkun. Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst fjölda flugferða vegna slæmrar veðurspár. Sautján hafa látist í Kína af völdum óþekktrar lungnabólguveiru. Á fimmta...

Duration:00:30:26

Stórhættuleg matareitrun bótúlismi

1/21/2020
More
Spegillinn 21.01.2020 Karlmaður er í öndunarvél á spítala með stórhættulega matareitrun. Veiran greindist síðast á Íslandi fyrir næstum fjörutíu árum. Karlmaður sem lögregla grunar um að hafa banað manni í Úlfarsárdal í byrjun desember er laus úr gæsluvarðhaldi. Landsréttur telur lögreglu ekki hafa stutt grun sinn nægjanlega vel með gögnum. Réttarhöld eru hafin í öldungadeild Bandaríkjaþings yfir Donald Trump forseta. Demókratar saka Repúblikana um að ætla að leyna sönnunargögnum gegn honum....

Duration:00:29:52

Snjóflóðið braut stálmastur

1/20/2020
More
Spegillinn 20.01.2020 Snjóflóðið braut stálmastur: Ekki er tímabært að segja til um rúmmál snjóflóðanna á Flateyri. Mest er flóðið um fimm metra djúpt. Svokallað skopplag, sem er ofan á þéttum kjarna snjóflóðsins, fór yfir varnargarðana. Fjögurra metra hátt stálmastur sem var uppi á garðinum brotnaði. Krafturinn sem þarf til þess jafngildir þyngd allt að 10 fólksbíla. Rætt við Kristínu Mörtu Hákonardóttur snjóflóðaverkfræðingur að það sé mikið áhyggjuefni. Tveir íbúafundur um snjóflóðin á...

Duration:00:29:52

18. Vitaverðirnir á Flannan eyjum

1/20/2020
More
Flannan-eyjur eru örlítill eyjaklasi sem tilheyrir Ytri-Suðureyjum í Skotlandi - varla meira en sker og hólmar sem rísa upp úr Norður-Atlantshafi. Þar eru engir mannabústaðir og engin mannvirki að finna fyrir utan það að á einni eyjunni, þeirri stærstu, stendur viti. Í þessum vita gerðist dularfullur atburður í desembermánuði árið 1900. Í miklu illviðri slökknaði á vitanum og þrír vitaverðir hurfu sportlaust. Hrifsaði sjórinn mennina til sín - eða gerðist eitthvað ennþá verra á þessum...

Duration:00:26:13

Alvarlegt slys á Skeiðarársandi

1/17/2020
More
Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir harðan árekstur jeppa og jepplings við Háöldukvísl á Skeiðarársandi um tvö leytið í dag. Níu manns voru í bílunum tveimur og var hópslysaáætlun lögreglunnar á Suðurlandi virkjuð. Fjármálaráðherra og umhverfisráðherra ætla að fara yfir áætlanir um uppbyggingu snjóflóðavarna með það að markmiði að flýta framkvæmdum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir hæstaréttarlögmann brigsla sér um...

Duration:00:29:51

Lengi talað fyrir daufum eyrum

1/16/2020
More
Fréttir: Tvö lík fundust á Sólheimasandi fyrr í dag. Lögregla telur að fólkið hafi orðið úti. Niðurstöður sérfræðinga á Veðurstofunni benda til þess að flóðin sem féllu á flateyri í gær séu með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum, Unglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri í fyrrinótt, var viss um að henni yrði bjargað. Móðir hennar hafði sömu sannfæringu. Tugmilljónir íbúa í ríkjum í sunnanverðri Afríku þurfa hið bráðasta á mataraðstoð að halda vegna...

Duration:00:29:52

Snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði

1/15/2020
More
Forsætisráðherra segir að allt viðbragðslið hafi staðið sig afburða vel. Fjármálaráðherra segir varnarmannvirkinn hafa sannað gildi sitt en nú verði að skoða aðra staði þar sem stjórnvöld hafi ætlað sér að vera búin að byggja frekari varnir. Eigandi eins af bátunum sem sukku á Flateyri í nótt segist lengi hafa óttast að snjóflóð félli á smábátahöfnina. Varnargarðarnir í hlíðinni fyrir ofan Flateyri eru ekki jafn sterkir og talið var, þegar þeir voru byggðir árið 1998. Ekki er víst að...

Duration:00:29:57

Staða Landspítalans, skerðingar lífeyris, óveður og ferðalög hnúfubaka

1/14/2020
More
Enn er ófært eða illfært víða um land og appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi nema á suðvesturhorninu. Snjóflóð féll úr Eyrarhlíð síðdegis og hættustig vegna snjóflóða er á Ísafirði. Andri Yrkill Valsson segir frá. Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra finnst ástæða til að spyrja um forgangsröðun í rekstri Landspítalans. Hann hafi ekkert séð sem bendi til þess að viðbótarfé dugi til að leysa hnúta á bráðamóttökunni. Guðrún Lísbet Níelsdóttir, verkefnastjóri fyrir...

Duration:00:29:57

Snjóflóðahætta, illviðri, óskarsverðlaunatilnefningar og málssókn vegn

1/13/2020
More
Hús í iðnaðarhverfi ofan Skutulsfjarðarbrautar á Ísafirði voru rýmd síðdegis vegna snjóflóðahættu. Þar er í gildi hættustig Fyrir var í gildi óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum vegna hennar vegna snjóflóðahættu. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu, vegna norðaustanstorms, eða roks, hríðar og skafrennings sem linnir ekki fyrr en annað kvöld, rætt við Sigurð Jónsson, veðurfræðing. Íslendingar og Rússar eigast nú við á Evrópumótinu í handbolta í Malmö og staðan...

Duration:00:29:57

17. Týnda borgin í Amazon

1/13/2020
More
Árið 1925 lagði breski landkönnuðurinn Percy Fawcett af stað inn í Amazon-regnskóginn í Brasilíu í leit að rústum höfuðborgar horfinnar siðmenningar, sem hann kallaði týndu borgina Zetu. Þessarar borgar er einungis getið í einu gulnuðu handriti frá átjándu öld, en Fawcett var handviss um að hana væri að finna einhverstaðar djúpt inni í regnskógarþykkninu - og varð heltekinn af þeirri tilhugsun um að sjá borgina með eigin augum.

Duration:00:27:51

Rútuslys. Rafbílar og eldhætta. Weinstein.

1/10/2020
More
Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð nærri bænum Öxl suður af Blönduósi á fimmta tímanum í dag. Tvær rútur voru í samfloti og valt önnur þeirra. Slæmt veður hefur haldið áfram að setja samgöngur úr skorðum norðan- og vestanlands í dag eins og síðustu daga. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum fram yfir hádegi á morgun. Úkraínumenn hafa fengið afhenta flugritana úr farþegaþotu sem fórst í Íran aðfaranótt miðvikudags. Framkvæmdastjóri...

Duration:00:32:09

Spegillinn 09.01.2020

1/9/2020
More
Spegillinn 09.01.2020 Umsjón: Bergljót Baldursdóttir Bandaríska leyniþjónustan telur að flugskeyti hafi grandað úkraínskri farþegaþotu sem fórst í Íran í fyrrinótt. Forsætisráðherra Bretlands krefst ítarlegrar og opinskárrar rannsóknar á slysinu. Að minnsta kosti tólf ferðamenn sem lentu í hrakningum á Langjökli í fyrradag hafa þegar leitað réttar síns gegn fyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Grunur er um að tveir lyfsalar hafi gerst sekir um alvarlegt misferli við afgreiðslu lyfja....

Duration:00:29:59

Mountaineers of Iceland. Brexit-lausnir á nýju ári.

1/8/2020
More
Einn forsvarsmanna Mountaineers of Iceland segir alla innan fyrirtækisins miður sín yfir ferð sem farin var á Langjökul í gær, þrátt fyrir aðvaranir um óveður. Þau ætli að setja sig í samband við fólkið. Færð á vegum á norðanverðu landinu fer nú batnandi, þótt fjallvegir séu víða enn lokaðir. Snjóflóðahætta er í fjöllum fyrir norðan. Forstjóri Tryggingastofnunar furðar sig á ummælum formanns Öryrkjabandalagsins um að stofnunin upplýsi fólk ekki um réttindi sín til að spara ríkinu fé. Tuttugu...

Duration:00:29:52

Spegillinn 07.01.2020

1/7/2020
More
Umsjón: Pálmi Jónasson Vonskuveður er á landinu og allt innanlands- og millilandaflug liggur niðri. Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og fleiri leiðum hefur verið lokað vegna veðurs. Gul veðurviðvörun í gildi fyrir allt landið þar til eftir hádegi á morgun. Slökkviliðið í Stafangri í Noregi berst við eld í bílastæðahúsi við flugvöll borgarinnar. Óttast er að húsið kunni að hrynja. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að mikið verk sé óunnið við stofnun Miðhálendisþjóðgarðs. Hún efast um að lög um...

Duration:00:09:51

Spegillinn 06.01.2020

1/6/2020
More
Umsjón: Pálmi Jónasson Landspítalinn hefur hafið rannsókn á því hvað gerðist þegar maður lést eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttökunni. Embætti landlæknis vill svör við því hvers vegna spítalinn hefur ekki tilkynnt embættinu um málið. Atlantshafsbandalagið skorar á Írana að binda enda á ofbeldisverk og ögranir til að koma í veg fyrir að ástandið í Miðausturlöndum versni enn frekar. Þjálfun írakskra hermanna hefur verið slegið á frest. Íslensk kona sem býr í Sydney segir Ástrali...

Duration:00:23:37

16. Líkið í álminum

1/6/2020
More
Vorkvöld eitt árið 1943 voru nokkrir táningspiltar á flækingi um skóg í nágrenni borgarinnar Birmingham í Bretlandi, í leit að fugslhreiðrum. En í stað hreiðra fundu þeir beinagrind ungrar konu, sem var falin inni í holum álmi í útjaðri skógarins. Nokkru síðar birtust svo torkennilegt veggjakrot í bæjum í nágrenni skógarins og ljóst einhver vissi meira um líkið í álminum en hann lét uppi. Rannsókn lögreglu stóð í áratugi, og komu þar við sögu nornir, njósnarar og kabarettsöngvarar.

Duration:00:27:30

Hefur áhyggjur af ástandinu í Mið-Austurlöndum

1/3/2020
More
Þjóðaröryggisráð Írans segir að Bandaríkjamenn megi búast við hefndum fyrir að hafa orðið Qasem Soleimani, einum valdamesta manni landsins, að bana. Hann lét lífið í árás Bandaríkjahers í nótt. Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor, gengur laus á meðan lögregla rannsakar mál hans. Landsréttur hafnaði í dag kröfu lögreglunnar um að hann sæti fjögurra vikna gæsluvarðhaldi. Leit hefur staðið yfir í allan dag á Snæfellsnesi að Andirs Kalvan. Ekkert hefur heyrst frá honum frá því fyrir...

Duration:00:29:51

Innflytjendur. Kosningar.

1/2/2020
More
Ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki meirihluta á þingi yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Skylda er að vera með ökuljós kveikt bæði að aftan og fram, rafvespur eru skráningarskyldar, heimilt er að banna akstur vegna mengunar og neita má fíklum um ökuskírteini, samkvæmt nýjum umferðarlögum. Einungis um helmingur þeirra fyrirtækja og stofnana sem áttu að vera komin með jafnlaunavottun um áramótin hefur fengið slíka vottun. Margir strengdu áramótaheit um áramótin,...

Duration:00:29:58

Spegillinn 30. desember. 2019

12/30/2019
More
Spegillinn 30.desember 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon 13 erlendir ferðamenn lentu í umferðarslysi í Biskupstungum, á þjóðveginum milli Gullfoss og Geysis um fjögurleytið í dag. Þrír voru fluttir með þyrlu á bráðamóttöku Landspítalans. Tveir bílar rákust á í mikilli hálku. Landsréttur úrskurðar að öllum líkindum ekki í gæsluvarðhaldskröfu yfir Kristjáni Gunnari valdimarssyni fyrr en eftir áramót. Átta mánaða barn greindist með mislinga í vikunni...

Duration:00:09:57