Spegillinn RÚV-logo

Spegillinn RÚV

News


Location:

Reykjavík, Iceland

Twitter:

@RUVfrettir

Language:

Icelandic


Episodes

Efling boðar fleiri verkföll

2/21/2020
Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavík greiða atkvæði um verkföll eftir helgi. Einnig verða greidd atkvæði um samúðarverkföll á einkareknum skólum í Reykjavík. Flóttafólk er oft á hrakhólum og mætir fordómum og hatri í Grikklandi. Þetta kemur fram í ákvörðun Útlendingastofnunar um að senda hjón frá Írak og fjögur börn þeirra aftur til Grikklands. Framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis viðurkennir að skip á vegum þess hafi brotið tilkynningaskyldu og verið...

Duration:00:29:57

Árás á 14 ára pilt, kennt þrátt fyrir verkfall, jarðalög og Pútín

2/20/2020
Spegillinn 20.2.2020 Umsjónarmaður Bergljót Baldursdóttir Hrottaleg árás hóps pilta á fjórtán ára dreng í síðustu viku var tekin upp á síma og dreift á samfélagsmiðlum. Árásin var gerð á fjölförnum stað en enginn kom piltinum til hjálpar. Alma Ómarsdóttir sagði frá Íslensk þriggja manna fjölskylda, sem hefur dvalið í Wuhan-borg í Kína, verður flutt þaðan í flugvél á vegum Evrópusambandsins á næstunni. Íslensk stjórnvöld vinna að því að koma fólkinu í flugið. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði...

Duration:00:29:53

Niðursveifla í ferðaþjónustu, Breytt viðhorf til loftslagsbreytinga

2/19/2020
Spegillinn 19.02.2020 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Afskaplega vont veður er á Kjalarnesi . Þar varð umferðarslys og hefur veginum í suðurátt frá Hvalfjarðargöngum verið lokað. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði ekkert ferðaveður á þessum slóðum og að fólk ætti ekki að vera á ferli. Ingvar Þór Björnsson ræddi viöð Hörpu Ólafsdóttur, formann samninganefndar Reykjavíkurborgar og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá...

Duration:00:29:51

Ruslatunnur fyllast fljótlega

2/18/2020
Hjúkrunarfræðingur segir gríðarlegt álag á starfsfólki hjúkrunarheimila vegna verkfalls Eflingarfólks í Reykjavík. Enn stendur til að vísa Maní Shahidi, 17 ára trans pilti frá Íran, og fjölskyldu hans úr landi. Þetta fékk lögmaður fjölskyldunnar staðfest í dag. Marga mánuði getur tekið að selja nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Á völdum svæðum þarf að gefa afslætti til að koma þeim út. Mönnun á hjúkrunarheimilum er á áhyggjulista landlæknis. Vegna skorts á fagfólki hefur þurft senda íbúa á...

Duration:00:29:59

Ótímabundið verkfall Eflingar hafið

2/17/2020
Litlu munaði að illa færi þegar fiskibáturinn Tóki missti vélarafl norðan við Voga á Vatnsleysuströnd í nótt. Vinnuhópur á vegum ríkislögreglustjóra vinnur að greiningu á hugsanlegum aðgerðum til að stemma stigu við komum ferðamanna frá þeim stöðum í heiminum þar sem COVID-19 veiran geisar. Nánast hálf kínverska þjóðin sætir ferðatakmörkunum í von um að hægt verði að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Fárviðrið sem gekk yfir landið á föstudag olli gífurlegu tjóni á mannvirkjum,...

Duration:00:29:45

Þök fuku af gróðurhúsum, COVID-190, stjórnkænska Boris Johnson

2/14/2020
Spegillinn 14.2.2020 Umsjónarmaður Bergljót Baldursdóttir. Miklar skemmdir hafa orðið víða um land eftir aftakaveður síðasta sólarhrings. Veður hefur versnað til muna á Vestfjörðum og Norðvesturlandi eftir því sem liðið hefur á daginn. Þar er nú appelsínugul veðurviðvörun. Jóhann Hlíðar Harðarsson sagði frá Þök fuku af gróðurhúsum á Flúðum í Hrunamannahreppi fyrr í dag og rúður eru enn að brotna í hviðum, segir Reynir Jónsson, garðyrkjubóndi í Reykási. Hann gisti í einu gróðurhúsinu í nótt...

Duration:00:29:59

Rauð viðvörun á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu

2/13/2020
Spegillinn 13.2.2020 Umsjón: Bergljót Baldursdóttir Veðurstofan hefur gefið út rauða viðvörun fyrir Suðurland og höfuðborgarsvæðið vegna óveðursins sem gengur yfir í nótt og á morgun. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið fyrr í dag. Rætt við Sigurð Jónsson, veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands og Rögnvald Ólafsson, aðgerðarstjóra hjá Almannavörnum Kennsla í öllum grunnskólum og leikskólum í Reykjavík fellur niður á morgun. Landspítalinn hefur beðið...

Duration:00:30:02

Verður álvverinu í Straumsvík lokað?

2/12/2020
Iðnaðarráðherra segir álverið í Straumsvík skipta miklu máli fyrir íslenskt efnahagslíf, en ráðherra hafi ekki áhrif á samninga um raforkuverð. Stjórn Sorpu ákvað í dag að reka framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Stjórnarformaður segir að það sé eigendanna en ekki stjórnarinnar að ákveða hvort hún sitji áfram. Veðurstofan hefur hækkað viðvörunarstig vegna óveðursins á föstudag úr gulu í appelsínugult. Spáð er miklum vindi, allt að 33 metrum á sekúndu. Norski bankinn DNB hefur sagt upp öllum...

Duration:00:29:53

Spegillinn 11.febrúar 2020

2/11/2020
Spegillinn 11. febrúar 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ekki ráð fyrir að bóluefni gegn kórónaveirunni verði tilbúið fyrr en eftir eitt og hálft ár. Veiran hlaut í dag nafnið Covid-19. Verkfall 1850 starfsmanna Reykjavíkurborgar, sem eru í Eflingu, hófst í hádeginu í dag, og stendur næstu tvo daga. Það hafði víða áhrif. Ekki hefur verið boðaður samningafundur í deilunni. Viðræður fulltrúa BSRB, BHM,...

Duration:00:29:51

Spegillinn 10.febrúar 2020

2/10/2020
Spegillinn 10. Febrúar 2020 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Sáttasemjari aflýsti í dag sáttafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Enginn fundur hefur verið boðaður og allt stefnir í að tveggja og hálfs dags verkfall hefjist um hádegisbil á morgun. Kristján Viðar Júlíusson, einn þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist rúmlega 1400 milljóna króna í bætur. Tíu eru látnir og yfir hundrað...

Duration:00:29:52

Flugvél hnekktist á. Buttigieg. Falsfréttir

2/7/2020
Neyðarástandi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli þegar farþegaþota Icelandair lenti þar á fjórða tímanum í dag. Hjólabúnaður virðist hafa brotnað í lendingu. Flugvélin liggur nú út á annan vænginn á flugbrautinni. Heinaste, skip Samherja í Namibíu, var kyrrsett að nýju af namibískum yfirvöldum í morgun. Flokkráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var settur síðdegis. Kínversk kona, sem var flutt á sjúkrahús í Danmörku í morgun vegna gruns um að hún væri smituð af kórónaveiru,...

Duration:00:29:53

Félög BSRB greiða atkvæði um verkföll. Kórónuveiran bannvænni en venju

2/6/2020
Félög innan BSRB samþykktu dag að undirbúa atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. Stefnt er að því að greidd verði atkvæði 16. til 19. febrúar. Aðrar stéttir fara fram á frekari launahækkanir ef gengið verður að kröfum Eflingar. Þetta segir borgarstjórinn í Reykjavík. Talsvert tjón varð í vonskuveðri í Bolungarvík í morgun. Vindhraði á Bolafjalli fór í 68 metra á sekúndu. Nokkrar skemmdir hafa orðið vegna vatnavaxta og þjóðvegur eitt á Suðurlandi er illa farinn. Fjármálaráðherra vonast til...

Duration:00:29:59

Huawei, Landsréttur. Zelda Perkins.

2/5/2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að réttarhöld Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu séu pólitískt at. Farið verður í rúmlega hundrað milljóna króna framkvæmdir til þess að búa Landspítalann undir komu kórónaveirunnar. Verði samið umfram lífskjarasamninginn í kjaraviðræðum sem nú standa yfir gæti það haft í för með sér keðjuverkun sem þýddi minnkandi kaupmátt. Þetta segir seðlabankastjóri. Mikill vöxtur er í ám víða um land og...

Duration:00:29:56

Landsréttarmálið tekið fyrir í Strassborg

2/4/2020
Málflutningur verður í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í fyrramálið. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna telur ekki réttlætanlegt að fjölskyldur sem sótt hafa um hæli hér á landi séu sendar aftur til Grikklands. Aðstæður þar séu afar bágbornar. Flest bendir til þess að sólarhringsverkfall Eflingar verði á fimmtudaginn. Í dag voru um 3500 leikskólabörn send heim vegna aðgerða Eflingar. Ný skýrsla um áhrifin af loðnubrestinum í fyrra leiðir í ljós að...

Duration:00:29:57

Útlendingamál, viðbúnaður vegna Wuhan-kórónaveirunnar og gagnrýni á ly

2/3/2020
Veirufræðideild Landspítalans getur greint Wuhan-kórónaveirusmit innan nokkurra klukkustunda ef þörf krefur en fjöldi prófana sem hægt er að gera hér er takmarkaður. Yfirvöld í Kína hafa viðurkennt að þau hafi ekki brugðist nógu skjótt við þegar veiran tók að dreifast undir lok árs í fyrra. Alma Ómarsdóttir talaði við Brynju Ármannsdóttur sérfræðilækni í sýkla- og veirufræði á Landspítalanum. Það er skýr vilji stjórnvalda að taka tillit til hagsmuna barna í útlendingalöggjöfinni. Þetta...

Duration:00:29:57

Brexit og Lyfjastofnun. Kórónaveira.

1/31/2020
Viðbragðsáætlun íslenskra heilbrigðisyfirvalda er óbreytt, þótt alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi lýst yfir neyðarástandi vegna Wuhan-kórónaveirunnar. Þjóðaröryggisráð fundaði í dag um yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sérfræðingar á veirufræðideild Landspítalans nýta helgina í að setja upp próf sem gerir þeim kleift að greina veiruna. Stefnt er að niðurgreiðslu á innanlandsflugi í haust fyrir íbúa sem búa í að minnsta kosti 270 kílómetra akstursleið frá...

Duration:00:29:51

Verkfallstónn á baráttufundi

1/30/2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að ef ekki verði gengið til kjarasamninga strax verði næsta skrefið að boða til verkfalla sem geti lamað almannaþjónustuna. Þetta kom fram á baráttufundi í dag Þrotabú WOW hefur ákveðið að höfða á annan tug riftunarmála vegna greiðslna sem langflestar voru gerðar í mars í fyrra, greiðslur sem skiptastjórar þrotabúsins telja að hafi verið gerðar á mjög vafasömum tíma í ljósi stöðu fyrirtækisins. Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir að greiðslur...

Duration:00:29:52

Grófst undir snjóflóði

1/29/2020
Afar erfiðar aðstæður voru á vettvangi þar sem maður grófst undir snjóflóði í hlíðum Móskarðshnúka í dag. Maðurinn náðist úr flóðinu tveimur tímum eftir að flóðið lenti á honum. Verkalýðsfélag sjómanna og námuverkamanna í Namibíu gagnrýnir dótturfélög Samherja harðlega fyrir framkomu sína gagnvart sjómönnum sem starfað hafa hjá félögunum. Fulltrúar almannavarna, Landlæknis, Landspítalans og fleiri ræddu þann möguleika á stöðufundi í morgun, að loka Íslandi vegna Wuhan-veirunnar. Ólíklegt er...

Duration:00:29:58

Spegillinn 28.01.2020

1/28/2020
Umsjón: Pálmi Jónasson Sóttvarnalæknir reiknar með að kórónaveiran berist hingað til lands. Mikilvægt sé að grípa til ráðstafana til að hefta útbreiðslu hennar. Ferðamálaráðherra segir óljóst hvaða áhrif hugsanleg fækkun kínverskra ferðamanna hingað til lands hafi á ferðaþjónustu og efnahag landsins. Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna biður Kínverja um samvinnu og upplýsingar vegna kórónaveirunnar sem hefur orðið yfir hundrað manns að bana síðustu daga. Bandarískir vísindamenn eru byrjaðir að...

Duration:00:29:59

Spegillinn 27.01.2020

1/27/2020
Umsjón: Pálmi Jónasson Mikið fjölmenni var á íbúafundi í Grindavík í dag. Á fundinum var kynnt rýmingaráætlun vegna hugsanlegs eldgoss á svæðinu. Ef rýma þarf bæinn verður fólk látið vita með textaskilaboðum og sírenum. Jarðfræðingur segir að miðað við gossöguna á Reykjanesskaga megi alveg búast við gosi þar. Verði gos í Svartsengi megi líka búast við að gjósi á Reykjanesi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur miklar líkur á heimsfaraldri vegna kórónaveirunnar sem kom upp fyrir nokkrum vikum í...

Duration:00:29:59