Spegillinn-logo

Spegillinn

News

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Location:

Reykjavík, Iceland

Description:

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Twitter:

@RUVfrettir

Language:

Icelandic


Episodes

Spegillinn 03.04.2020

4/3/2020
Umsjón: Pálmi Jónasson Yngsti COVID-sjúklingurinn sem er í öndunarvél hérlendis er undir fertugu. Einn hefur losnað úr öndunarvél og af gjörgæsludeild. Heilbrigðisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu hjúkrunarfræðinga og segir að til greina komi að greiða heilbrigðisstarfsfólki sérstakan álagsauka. Ríkissáttasemjari segist vongóður um að það þokist í samkomulagsátt á sáttafundi sem hann hefur boðað á mánudag í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Gert er ráð fyrir að rúmlega fjörutíu...

Duration:00:29:41

Atvinnuleysi í 20%?

4/2/2020
Karl og kona á áttræðisaldri, sem glímdu við COVID-19 sjúkdóminn, létust á Landspítalanum síðasta sólarhring. 99 ný tilfelli hafa greinst síðan í gær. Sóttvarnalæknir vill framlengja samkomubann til 4. maí. Landlæknir biðlar til hjúkrunarfræðinga og stjórnvalda að ná kjarasamningum. Forstjóri Landspítalans segir það til skoðunar hvernig umbuna megi hjúkrunarfræðingum sérstaklega vegna mikils álags síðustu vikurnar. Hráolíuverð hækkaði um tugi prósenta þegar Bandaríkjaforseti tilkynnti að það...

Duration:00:29:53

01.04.2020

4/1/2020
Samkomubann og aðrar ráðstafanir sem gilda áttu til 13. apríl, verða líklega framlengdar til loka mánaðarins. Samtök atvinnulífsins segja mikil vonbrigði að verkalýðshreyfingin skuli hafa hafnað tillögum um að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Formaður SA býst við frekari uppsögnum í apríl og að ástandið eigi eftir að versna. Formaður Verkalýðsfélags Akraness sem vildi fara lífeyrissjóðsleiðina segir að það sé búið að breyta íslenskum vinnumarkaði í blóðugan...

Duration:00:30:00

Spegillinn 31.03.2020

3/31/2020
Umsjón: Pálmi Jónasson Horfur eru á að atvinnuleysi verði 13% í apríl og 12% í maí. Ef það gengur eftir yrði það langmesta atvinnuleysi sem mælst hefur. Penninn sagði í dag upp 90 starfsmönnum. Rúmlega 900 manns í 22 fyrirtækjum misstu vinnuna í hópuppsögnum í mars og rúmlega 25 þúsund hafa þurft að taka á sig skert starfshlutfall. Bókunarstaða hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum í sumar er herfileg og ljóst að ferðamannasumarið í ár er farið forgörðum. Þetta segir framkvæmdastjóri...

Duration:00:29:58

Spegillinn 30.03.2020

3/30/2020
Umsjón: Pálmi Jónasson Rúmlega 100 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag. Forstjórinn segir að áhrifa COVID-19 farsóttarinnar á ferðaþjónustuna muni gæta í marga mánuði og jafnvel ár. Sex sjúklingar á Landakoti, allir á tíræðisaldri, eru smitaðir af kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að sjúkdómurinn berist út. Staðfestum tilfellum hefur stöðugt fækkað á Ítalíu síðustu fimm daga. Síðastliðinn sólarhring náðu sér fleiri en...

Duration:00:29:59

Allt að hálf milljón fyrir brot í einangrun

3/27/2020
Sóttvarnarlæknir segir að vonandi ljúki COVID faraldrinum í maí.Tæplega 900 er nú með staðfest smit af COVID-19 kórónuveirunni hér á landi. Ríkisstjórnin leggur til að laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna verði fryst fram að áramótum. Sekt fyrir að rjúfa einangrun vegna kórónuveirunnar getur numið allt að hálfri milljón króna, samkvæmt fyrirmælum sem ríkissaksóknari gaf út í dag vegna brota á sóttvarnalögum Alþjóðaferðamálastofnunin áætlar að ferðaþjónustan í heiminum dragist saman um...

Duration:00:29:59

Smit greinst á Landakoti og barnaspítalanum, ríkið sýknað af bótakröfu

3/26/2020
Atvinnuleysi næstu tvo mánuði verður það mesta sem mælst hefur hér á landi samkvæmt spá Vinnumálastofnunar. Í apríl verður það tæp 11% segir Karl Sigurðsson sérfærðingur á Vinnumálastofnun. Fjárhagur Reykjavíkur verður fyrir margra milljarða króna höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Borgin kynnti í dag fyrstu aðgerðir sínar til að bregðast við þessu. Brot úr ávarpi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra við kynningu þeirra í dag. Innlagnir hafa verið bannaðar á Landakotsspítala eftir að...

Duration:00:29:57

Umsóknir um hlutabætur, fimmtán COVID-19 smitaðir á spítala og samkomu

3/25/2020
4.500 manns sóttu í dag um bætur vegna skerts starfshlutfalls. Í morgun var opnað fyrir umsóknir á vef Vinnumálalstofnunar. Búist er við að um tuttugu þúsund manns gætu nýtt sé slíkar bætur. Fimmtán manns með staðfest COVID-19 smit eru nú á Landspítalanum. Þar af eru tveir á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á daglegum fundi Almannavarna. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir enga þörf á að setja þak á verðtryggingu lána. Ekki aðeins séu...

Duration:00:29:59

Landsmenn taki banninu ekki alvarlega

3/24/2020
Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að fjöldi undanþágubeiðna vegna samkomubanns bendi til þess að hluti landsmanna taki bannið ekki alvarlega. Það boði ekki gott. Sextíu og eitt nýsmit hefur greinst frá því í gær. Opnað verður fyrir umsóknir um bætur vegna hlutastarfa fyrir hádegi á morgun. Forstjóri Vinnumálstofnunar býst við að minnsta kosti 10 þúsund umsóknum og að þær geti jafnvel orðið allt að 20 þúsund. Gengi bréfa í Icelandair hækkaði um 5,5% í dag. Það hefur lækkað um...

Duration:00:29:53

Sótthreinsiklútar stífla hreinsistöð

3/23/2020
Aðeins tæpt hálft prósent 10 ára barna og yngri sem skimuð hafa verið fyrir kórónuveirunni reyndist smitað. Landlæknir segir heimsóknarbann á hjúkrunarheimili og sjúkrahús erfitt úrræði, en verið sé að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Búast má við miklu annríki hjá Vinnumálastofnun næstu daga. Hægt verður að senda umsóknir um bætur vegna skerts starfshlutfalls á allra næstu dögum. Framkvæmdastjóri Sambands evrópskra verkalýðsfélaga segir að hótel- og veitingageirinn sé horfinn. Til að koma...

Duration:00:29:51

Atvinnuleysisbætur til fólks þar sem vinna minnkar, nýjar öndunarvélar

3/20/2020
Yfir fjögur hundruð kórónuveirusmit hafa verið greind hérlendis. Til greina kemur að herða aðgerðir, til dæmis með því að takmarka enn frekar hversu margir mega koma saman. Alma Ómarsdóttir sagði frá, Alma Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra af fundi í dag. Alþingi samþykkti í dag frumvarp sem heimilar rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. til að bregðast við stórauknu atvinnuleysi vegna útbreiðslu COVID-19...

Duration:00:29:52

Líf milljóna gætu verið í hættu

3/19/2020
Vísbendingar eru um að COVID-19 faraldurinn sé að færast í aukana hér á landi, segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Alls eru 330 staðfest tilfelli hér á landi, sem er fjölgun um 80 frá því í gær. Á veirufræðideild Landspítalans hafa verið staðfest 73 smit, eða um 15 prósent af innsendum sýnum. Sú prósentutala hefur hækkað. Hún var 10 prósent í gær. Þjóðir heims verða að taka höndum saman til að koma í veg fyrir COVID-19 sjúkdómurinn berist til fátækustu ríkja heims. Ella er hætta á að...

Duration:00:29:59

Stórt högg á þjóðarbúið

3/18/2020
Það að hlutfallslega mörg sýni eru tekin hér á landi til að skima fyrir COVID-19 gæti útskýrt talsverða fjölgun skráðra smita á Íslandi. 250 manns hafa nú greinst með veiruna. Fimm af sjö hótelum Centerhótela verður lokað næstu daga. Framkvæmdastjórinn segist binda vonir við aðgerðir stjórnvalda. Evrópusambandið sakar Rússa um að dreifa falsfréttum um COVID-19 faraldurinn til að grafa undan trausti á heilbrigðisyfirvöldum á Vesturlöndum. Þó að gengi krónunnar hafi lækkað um 10% frá áramótum...

Duration:00:19:48

Andlát ferðamanns á Húsavík, loftbrú til Kanaríeyja og lokanir landamæ

3/17/2020
Ólíklegt er talið að ástralskur ferðamaður, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík í gær, hafi dáið úr COVID-19 sjúkdómnum, þó að komið hafi í ljós að bæði hann og kona hans voru smituð af veirunni. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna. Alma Ómarsdóttir segir frá. Loftbrú verður næstu daga frá Kanaríeyjum til Íslands. Þar er útgöngubann og verið að loka hótelum. Á þriðja þúsund Íslendingar, hið minnsta, eru á eyjunum. Dagný Hulda...

Duration:00:29:57

17.03.2020

3/17/2020

Duration:00:29:57

Fall á mörkuðum, staða Icelandair og snjóflóðahætta fyrir vestan

3/16/2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segist sannfærður um að félagið geti staðið af sér það áfall sem útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur í för með sér. Flugfélög um allan heim hafa boðað fordæmalausan samdrátt í flugi. Miklar lækkanir urðu í kauphöllum í dag. Magnús Geir Eyjólfsson ræddi við Boga. 12 ný kórónaveirusmit hafa greinst á Íslandi í dag. Meira en tvö þúsund eru í sóttkví og þrír á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Alma Ómarsdóttir sagði frá og heyrist í Þórólfi Guðnasyni,...

Duration:00:29:56

Samkomubann

3/13/2020
134 hafa nú verið greind með COVID-19 veiruna hér á landi. Rúmlega ellefu hundruð eru í sóttkví og um 1230 sýni hafa verið rannsökuð. Skólastjórnendur leik- og grunnskóla og forsvarsmenn sveitarfélaga nýta helgina og mánudaginn til að skipuleggja kennslu næstu vikna. Enn er á huldu hvernig kennslan verður útfærð. Atvinnurekendur fá 21 þúsund krónur á dag fyrir hvern launamann sem er í sóttkví og getur ekki sinnt störfum sínum þaðan, samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra sem hefur verið...

Duration:00:29:53

Áhrif á ferðaþjónustu. Smitsjúkdómalæknir um hvenær samkomubann er æsk

3/12/2020
Karlmaður á sjötugsaldri og kona um sextugt eru á sjúkrahúsi vegna COVID-19 smits. Hvorugt er á gjörgæslu. Stjórnvöld í Noregi og í Danmörku hafa látið loka öllum skólum næsta hálfa mánuðinn. Norsku konungshjónin eru í sóttkví. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að þó að skellurinn vegna veirunnar verði tímabundið ástand geti enginn sagt hvað sá tími verði langur. Bóndi í Svarfaðardal sem fær ekki að hafa bleikjueldi heima hjá sér án rekstrarleyfis ætlar að kæra sjávarútvegs- og...

Duration:00:29:52

Veiran orðin að heimsfaraldri

3/11/2020
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að útbreiðsla kórónaveirunnar sé orðin að heimsfaraldri. Einn liggur veikur á sjúkrahúsi hérlendis vegna COVID-19 veirusmits. Hann er sá þriðji sem lagður er inn á sjúkrahús eftir smit en sá fyrsti sem er fluttur á spítala beinlínis vegna veikinda af völdum veirunnar. Ein hópuppsögn hefur borist Vinnumálastofnun vegna útbreiðslu veirunnar. Gul viðvörun vegna hríðar er í gildi á landinu norðan- og austanverðu en vegna vinds suðaustan til. Vetrarfærð er í...

Duration:00:29:53

Spegillinn 10.03.2020

3/10/2020
Umsjón: Pálmi Jónasson Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að án aðgerða ríkisstjórnarinnar til að sporna við afleiðingum COVID-19, stefni í fjöldagjaldþrot í greininni. Samtök atvinnulífsins vilja að tryggingagjald verði lækkað tímabundið ef ástandið versnar og að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku. Greinst hefur eitt svokallað þriðja stigs smit af COVID-19 veirunni hérlendis. Sextíu og níu smit hafa nú greinst, öll á höfuðborgarsvæðinu nema tvö. Kári Stefánsson,...

Duration:00:29:59