Kjarninn-logo

Kjarninn

78 Favorites

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.
More Information

Location:

Reykjavik, Iceland

Description:

Hlaðvarp Kjarnans er vefútvarpsstöð með fréttatengdu efni. Kjarninn sendir út.

Twitter:

@kjarninn

Language:

Icelandic


Episodes

Sparkvarpið – Stanslaus dramatík í undankeppni HM – 17. október 2017

10/16/2017
More
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu er að sjálfsögðu viðfangsefni Sparkvarpsins þessa vikuna. Íslenska karlalandsliðið verður meðal þátttakenda á mótinu í Rússlandi í fyrsta sinn á næst ári. 23 lið hafa, ásamt Íslandi, tryggt sinn þátttökurétt á mótinu og skýrist það svo í næsta mánuði hvaða níu lið bætast í hóp þeirra bestu. Fókus þáttarins snerist aðallega að öðrum löndum en Íslandi þar sem að árangri okkar hefur þegar verið gerð góð skil í flestum fjölmiðlum undanfarna daga. Strákarnir tóku...

Duration: 00:50:06


Stóru málin – Völva spáir í spilin og farið yfir bannlista VG – 14. október 2017

10/13/2017
More
Stóru málin ákváðu að kannanir væru rugl og það væri allt eins hægt að tala við spákonu um málið. Valur Grettisson dró því völvuna af barnum í hlaðvarpið en hún var, að sögn Vals, sú eina sem hafði allar tölur réttar eftir síðustu alþingiskosningar. Völvan sá áhugaverðar vendingar þegar kom að kosningunum. Meðal annars örlög Flokks Fólksins sem gæti hugsanlega ekki náð 5% markinu. Einnig var rætt við þingmann Vinstri grænna, Kolbein Óttarsson Proppé og var hann spurður hvað flokkurinn ætlaði...

Duration: 01:05:46


Tæknivarpið – Nova kveikir á 4,5G – 13. október 2017

10/12/2017
More
Tæknivarpið er að spá í fjarskiptamálum í þættinum í dag. Nova kynnti í vikunni að það sé að fara að kveikja á 4,5G-fjarskiptakerfinu. Nú þegar eru komnir tíu turnar sem senda 4,5G merki. Með þessu eykst hraði netsins í farsímum og er hann orðinn tvöfaldur miðað við 4G+. Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Ívarsson, Atli Stefán Yngvason og Sverrir Björgvinsson. Auk þess að ræða um tækninýjungar hjá Nova ræða þeir samruna Vodafone og 365 sem mun ganga í gegn...

Duration: 01:06:13


Hismið – Brynja er Melabúð iðnaðarmannsins – 12. október 2017

10/11/2017
More
Hismið heldur áfram leit sinni að stjórnmálamanni alþýðunnar og að þessu sinni eru það Pawel Bartoszek frá Viðreisn og Björt Ólafsdóttir frá Bjartri framtíð sem svara spurningum úr raunhagkerfinu. Þá fara þeir Árni og Grétar yfir kosningaskjálftann sem virðist vera í flokkunum, greina lífsstíl Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar og fjalla um línulega sjónvarpsviðburði sem eru útdauðir.

Duration: 01:02:20


Sparkvarpið – Svanavatnið og sænskar kjötbollur – 11. október 2017

10/10/2017
More
Í þætti vikunnar fengu strákarnir markvörð Stjörnunnar, Harald Björnsson, í heimsókn. Haraldur ræddi um Östersund FK í Svíþjóð þar sem hann spilaði á síðasta ári. Borgin Östersund er í miðri Svíþjóð og er aðallega þekkt fyrir góðan árangur í vetraríþróttum frekar en að eiga gott fótboltalið. Mikill uppgangur hefur þó verið hjá knattspyrnuliði borgarinnar undanfarin misseri. Árið 2011 var liðið statt í fjórðu deild í Svíþjóð árið 2011 og áttu erfitt með að finna leikmenn til að spila með...

Duration: 00:48:02


Stóru málin – Snarpt rifrildi þáttastjórnenda og Samfylkingarspuni – 9. október 2017

10/8/2017
More
Þau Katrín Júl­í­us­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Freyr Rögn­valds­son, upp­lýs­inga­full­trúi sama flokks, fóru yfir nið­ur­stöður upp­still­inga­nefnda stjórn­mála­flokk­anna og próf­kjörs Pírata. Þátta­stjórn­endur höfðu enga stjórn á við­mæl­endum sínum sem óðu úr einu yfir í ann­að. Þó var ljóst að Katrín Júl­í­us­dóttir lagð­ist í óvænta vörn fyrir Bjarta Fram­tíð og vand­ræða­leg þögn tók yfir stúd­íóið um leið og minnst var á Flokk fólks­ins. Einnig...

Duration: 01:01:25


Tæknivarpið – 2.000 verkfræðingar frá HTC til að smíða Google-síma – 6. október 2017

10/5/2017
More
Á Google Pixel-viðburðinum í vikunni rúllaði Google út nýrri kynslóð Google Pixel-símans, Pixel 2 og stærri týpu sem hefur fengið nafnið Pixel 2 XL. Tæknivarpið fylgdist með kynningu bandaríska tölvufyrirtækisins, sem hingað til hefur verið þekktari fyrir þróun og framleiðslu hugbúnaðar. Það gerði Hallgrímur Thorsteinsson líka. Hallgrímur er gestur þáttarins þessa vikuna en hann hefur starfað sem útvarpsmaður og blaðamaður um langt skeið og er gríðarlegur áhugamaður um tæki og græjur....

Duration: 01:04:06


Hismið – Stjórnmálamaður alþýðunnar og bísperrt þýskt kókaínhross – 5. október 2017

10/4/2017
More
Hismið skilur ekkert í kosningunum framundan er engu að síður all in í þeim og kynnir nýjan dagskrárlið sem snýst um að kanna hversu vel stjórnmálamenn þekkja raunhagkerfið og alþýðumanninn. Andrés Ingi úr Vinstri grænum og Áslaug Arna hjá Sjálfstæðisflokknum sitja fyrir svörum og fara yfir hvernig baráttan gengur og hvernig stjórnmálaflokkarnir ætli að bregðast við nýjasta útspili Miðflokksins, að hafa bísperrt þýskt kókaínhross sem lógó og kalla það íslenskan hest.

Duration: 00:51:37


Aðförin – Jane Jacobs: Áhrifamesti urbanistinn

10/3/2017
More
Í Aðför vikunnar beina Magnea og Guðmundur sjónum sínum að einum áhrifamesta urbanista allra tíma, rithöfundinum og aktivistanum Jane Jacobs. Þeir sem ekki þekkja til Jane og verka hennar eru eindregið hvattir til að lesa burðarverk hennar, The Death and Life of Great American Cities sem kom út árið 1961og er skyldulesning fyrir alla borgarunnendur. Jane skrifaði einnig fleiri bækur og greinar og stóð fyrir mótmælum, bæði í New York og Toronto sem björguðu fjölmörgum svæðum í þessum...

Duration: 00:27:35


Sparkvarpið – Föllnu liðin – 3. október 2017

10/2/2017
More
Árni Þórður Randversson og Þórhallur Valsson fara yfir nokkur lið á Englandi sem hafa átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið í Sparkvarpsþætti dagsins. Þessi lið eiga það sameiginlegt að hafa fallið niður pýramídann í ensku deildarkeppninni og hafa skrautlegir eigendur átt þátt í því. Coventry City er lið sem spilar í fjórðu efstu deild á Englandi þrátt fyrir að hafa verið meira og minna í efstu deild á 10. áratug síðustu aldar. Stuðningsmenn lifa í óvissu varðandi klúbbinn enda eru líkur á...

Duration: 00:43:06


Aðförin – Borgarlínan er langstærsta skipulagsmálið á landsvísu – 1. október 2017

9/30/2017
More
Aðförin er hafin aftur í Hlaðvarpi Kjarnans. Guð­mundur Krist­ján Jóns­son, aðstoð­ar­maður sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, og Magnea Guð­munds­dótt­ir, vara­for­maður umhverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, ræða um skipulagsmál frá öllum vinklum í þáttunum. Í þættinum í dag ræða þau Magnea og Guðmundur Kristján um Borgarlínuna sem Magnea telur vera langstærsta skipulagsmálið á landsvísu á þessum áratug. Nokkur formleg skref hafa verið stigin í tengslum við...

Duration: 00:38:59


Stóru málin – Þegar Sveinn Hjörtur reyndi að skriðtækla Snærós – 30. september 2017

9/29/2017
More
Farið var yfir stóru málin í Stóru málunum, meðal annars segir Snærós Sindradóttir, fyrrverandi blaðakona, frá því þegar Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, Framsóknarmaður, reyndi að skriðtækla hana. Þá útskýrir Eiríkur Bergman stjórnmálafræðingur klofning Framsóknarmanna, þó með öllum þeim fyrirvörum sem viðeigandi eru hjá fræðimönnum. Valur Grettisson býður Bjartmari að lesa inngang að þættinum án árangurs og Bjartmar lýsir yfir vanþóknun á nýtt nafn flokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Duration: 00:44:47


Tæknivarpið – Óvæntar nýjar græjur frá Amazon – 29. september 2017

9/28/2017
More
Það kom Tæknivarpinu á óvart þegar bandaríska tæknifyrirtækið Amazon boðaði til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara og kynnti þar glænýjar græjur og hugbúnað. Echo-hátalarinn fékk uppfærslu og slatta af töff viðbótum og Alexa-hugbúnaðurinn og persónulegur ráðgjafi fékk uppfærslu. Alexa getur nú búið um sig í fleiri græjum en frá Amazon. Umsjónarmenn Tæknivarpsins þessa vikuna eru þeir Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Ívarsson, Atli Stefán Yngvason og Egill Moran Rubner...

Duration: 01:15:46


Hismið – Stóra Elínar Mettu málið gert upp – 28. september 2017

9/27/2017
More
Hismið að þessu sinni er íslenska útgáfan af því þegar Oprah fékk Lance Armstrong í viðtal en Benóny Harðarson verkalýðsforkólfur er í ítarlegu viðtali þar sem hann gerir upp stóra Elínar Mettu skiltamálið frá því í sumar. Benóny leggur spilin á borðið og lýsir málinu frá sínum bæjardyrum. Þá er farið yfir nýjustu vendingar í pólitíkinni, rándýrt samstarf Sigmundar Davíðs og Björns Inga, hvort VG og Sjálfstæðisflokkurinn geti unnið saman í ríkisstjórn og hvort Vilko á Blönduósi sé...

Duration: 00:55:01


Sparkvarpið – Hraustir menn – 26. september 2017

9/25/2017
More
Sparkvarpsþáttur vikunnar fer að mestu í vangaveltur um vallarmál á Íslandi. Á síðustu árum – þá sérstaklega eftir að velgengni karlalandsliðsins í fótbolta – hefur umræðan aukist um hvort byggja þurfi nýjan þjóðarleikvang. Annar möguleiki væri að breyta núverandi leikvangi, stækka hann og taka hlaupabrautina eða einfaldlega halda sér við núverandi völl. Drengirnir hafa miklar skoðanir á þessum hlutum og létu þær flakka í þættinum. Einnig snerist umræðan um hvort vellir landsins ættu að...

Duration: 00:46:42


Stóru málin – Ljóðrænt meðmælabréf og fallin ríkisstjórn – 23. september 2017

9/22/2017
More
Þau Katrín Oddsdóttir, kennari við HR, lögmaður og fyrrum stjórnlagaþingmaður og Kristjón Kormákur Guðjónsson, mættu í Stóru málin og ræddu ótrúlegar vendingar í stjórnmálum á Íslandi þessa vikuna. Þá gerði Bjartmar einnig heiðarlega tilraun til þess að lesa meðmælandabréf Beneditks Sveinssonar til Hjalta Sigurjóns Haukssonar upphátt og með ljóðrænum tóni, með skelfilegum afleiðingum. Stóru málin eru vikulega á dagskrá Hlaðvarps Kjarnans en umsjónarmenn eru þeir Valur Grettisson og...

Duration: 00:53:29


Tæknivarpið – Framleiðslu iPhone X seinkar – 22. september 2017

9/21/2017
More
Tæknivarpið er á snjalltækjanótum í þætti dagsins. Umsjónarmennirnir Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason, Sverrir Björgvinsson og Andri Valur Ívarsson spjalla um nýju snjalltækin frá Apple, nú þegar meira en vika er liðin síðan ný iPhone-tæki voru kynnt í Kaliforníu. Helstu tíðindin af þessum tækjum eru þau að framleiðslu nýja flaggskipsins iPhone X seinkar töluvert. Framleiðslan er ekki enn hafin en hún hefði átt að vera löngu byrjuð ef allt gengi eins og í sögu. Síminn...

Duration: 01:09:51


Hismið – Kosningar... aftur! – 21. september 2017

9/20/2017
More
Hismið fer yfir atburði síðustu viku í pólitíkinni og spáir í líklega sigurvegara og tapara í komandi kosningum og ýmis tengt mál, t.d. nýja lúkkið á Helga Hrafni, hvort Sturla Jónsson bjóði sig fram, úthugsuðum skyrtuleik Sigurðar Inga, hvort Katrín Jakobs verði forsætisráðherra og stöðu Loga formanns Samfylkingarinnar. Þá er farið yfir nýjasta veitingahúsaskandalinn hjá BurgerInn, hvöss viðbrögð eigenda staðarins og sterkt Caps Lock game. Ennfremur hvort segja eigi hversdagsreglu um hve...

Duration: 01:01:50


Klikkið – „Ég er nú kannski ekki svona geðveikur“ – 20. september 2017

9/19/2017
More
Auður Axelsdóttir settist niður með Eymundi Eymundssyni, einum stofnenda og varamanni í stjórn Grófarinnar, í þætti Klikksins þessa vikuna. Eymundur er gamall Hugaraflsmaður og með lifaða reynslu af geðheilbrigðiskerfinu. Frekari upplýsingar um Grófina má finna á vefnum.

Duration: 00:32:13


Sparkvarpið – Ástarsamband Carlos Queiroz og Íran það fallegasta sem til er – 19. september 2017

9/18/2017
More
Í Sparkvarpi vikunnar var sjónunum beint að Íran, Írak og Sýrland þar sem áhugaverðir hlutir eru að gerast. Sýrland er komið í umspilsleik gegn Ástralíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2018 í knattspyrnu sem fer fram í næsta mánuði. Með sigri mætir Sýrland sigurvegara úr leik Bandaríkjanna og Trinidad og Tobago. Því er möguleiki að óvinirnir Sýrland og Bandaríkin mætist í úrslitaleik um laust sæti á HM í Rússlandi á næsta ári. Strákarnir veltu fyrir sér þessari áhugaverðu stöðu sem er...

Duration: 00:53:33

See More