Spegillinn-logo

Spegillinn

News

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Location:

Reykjavík, Iceland

Description:

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Twitter:

@RUVfrettir

Language:

Icelandic


Episodes

Vonskuveður, náttúruhamfaratrygging og rafmagnsleysi á hálfu landinu

9/26/2022
Enn er vonskuveður á Austfjörðum og Suðausturlandi þar sem mikið tjón hefur orðið vegna lægðar sem gengur yfir landið. Við heyrum í Hólmfríði Dagnýju Friðjónsdóttur fréttamanni sem er á svæðinu. Orkumálaráðherra segir ófært ef rafmagnsöryggi er ekki tryggt í landinu. Orkuöryggi sé ekki sjálfgefið. Tryggja verði að allir búi við öruggt rafmagn. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við Guðlaug Þór Þórðarson. Rúður sprungu í tugum bíla á Möðrudalsöræfum í gær. Nokkrir ferðamenn hlutu minniháttar meiðsl...

Duration:00:29:55

Forvirkar rannsóknarheimildir; brotalamir í brunavörnum Hagaskóla

9/23/2022
Rannsókn á vopnaframleiðslu hér á landi var það sem kom lögreglu á sporið um yfirvofandi hryðjuverkaógn. Dómsmálaráðherra leggur fram frumvarp í haust um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. Urður Örlygsdóttir ræddi við Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Oddur Þórðarson sagði frá. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur frumvörp ráðherra til mikilla bóta en Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, telur byrjað á öfugum enda. Fyrst þurfi að efla...

Duration:00:29:55

Hryðjuverkum afstýrt; stríðsdynur verður suð

9/22/2022
Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Lögregla lagði hald á tugi skotvopna, þar á meðal hálfsjálfvirkí gær. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði á blaðamannafundi að hættu hefði verið afstýrt. Alexander Kristjánsson tók saman. Verð á nauðsynjavöru hefur hækkað mikið í ár. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir verkalýðshreyfinguna verða bregðist við hækkunum í kjaraviðræðum, fyrst stjórnvöld komu ekki...

Duration:00:29:55

Aðgerðir sérsveitar Ríkislögreglustjóra, ferðaöryggi og laskaður her

9/21/2022
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Mark Eldred Fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í dag. Embættið segir að hættuástandi hafi verið afstýrt. Tveir mannanna eru sagðir hafa verið vopnaðir og hættulegir. Ferðamálaráðherra hefur sett af stað vinnu til þess að stuðla að auknu öryggi ferðamanna hér á landi. Þetta gerir ráðherra í kjölfar frásagnar fjölskyldu sem lenti í bílslysi við Núpsvötn 2018 og birtist í Kveik í gær....

Duration:00:29:53

Veggjöld og lækkun íbúðaverðs

9/20/2022
Erla Bolladóttir fær mál sitt vegna sakfellingar fyrir rangar sakargiftir ekki endurupptekið. Dómstóll sem fjallaði um málið segir að engin ný gögn hafi komið fram og ekkert sýni fram á að brotið hafi verið á henni eða sönnunargögn ranglega metin. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Rússneskir embættismenn á hernumdum svæðum í fjórum héruðum Úkraínu hafa boðað til atkvæðagreiðslna um hvort héruðin verði hluti af Rússlandi. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Innheimta veggjalda á...

Duration:00:29:52

Útför drottningar, máltækni og danskar njósnir

9/19/2022
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Jökull Sigurðsson Tvö þúsund manns sóttu athöfn í Westminster Abbey þegar Elísabet önnur Englandsdrottning var borin til grafar fyrr í dag. Við heyrum í Ólöfu Ragnarsdóttur fréttamanni á staðnum. Þroskahjálp berst enn fyrir því að lausn verði fundin fyrir fólk með þroskahömlun sem getur ekki sótt um rafræn skilríki. Verkefnastjóri hjá samtökunum segir málinu lítill áhugi sýndur því um jaðarsettan hóp sé að ræða. Urður Örlygsdóttir talaði við Ingu...

Duration:00:30:02

Fjöldagröf í Izyum, íslenskukennsla fyrir innflytjendur og psylocibin

9/16/2022
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Meðal um 500 líka, sem fundist hafa í fjöldagröfum við úkraínsku borgina Izyum, eru líkamsleifar fólks sem grafið var með hendur bundnar fyrir aftan bak og jafnvel með snöru um hálsinn. Oddur Þórðarson sagði frá. Svo gæti farið að opna þurfi fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn ef ekki finnst húsnæði handa þeim öllum. Aðgerðastjóri segir róið öllum árum að því að koma í veg fyrir slíka stöðu. Hólmfríður Dagný...

Duration:00:29:48

Ofbeldi á Laugalandi og forsetakjör ASÍ

9/15/2022
Kona sem dvaldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á unglingsárum segir að komið hafi verið fram við sig eins og úrhrak. Enn vanti viðurkenningu á því líkamlega ofbeldi sem átti sér stað. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við Dagnýju Rut Magnúsdóttur. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR býður sig fram sem forseti Alþýðusambandsins. Hann segist vilja binda enda á átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram...

Duration:00:29:45

Andersson segir af sér og kólnandi húsnæðismarkaður

9/14/2022
Börn á meðferðarheimilinu Laugalandi í Eyjafirði voru beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi, að því er fram kemur í nýrri skýrslu. Í viðtölum sögðust fjölmörg börn hafa upplifað óttastjórnun, harðræði og niðurbrot. Ekki hafa færri kórónuveirutilfelli greinst á heimsvísu frá í mars 2020. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir endalok faraldursins í sjónmáli. Pétur Magnússon tók saman. Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hefur viðurkennt ósigur eftir þingkosningar um...

Duration:00:29:44

14.09.2022

9/14/2022

Duration:00:29:44

20 þúsund íbúðir og áfengisgjald hækkað

9/13/2022
Með sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga á að byggja 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá og talaði við Elmar Þór Erlendsson, teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Stjórn Flokks fólksins ræðir í kvöld um ásakanir um að flokkskonur hafi sætt áreitni og lítilsvirðingu af hendi forystukarla flokksins á Akureyri. Kristín Sigurðardóttir er við safnaðarheimili Grafarvogskirkju þar sem fundurinn er haldinn. Hrakfarir Rússa í Úkraínu síðustu daga...

Duration:00:29:54

12.09.2022

9/12/2022
Skatttekjur aukast og útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála einnig, en halli á ríkissjóði verður 89 milljarðar á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Magnús Geir Eyjólfsson tók saman. Leiðtogar hægri flokkanna í Svíþjóð hafa rætt um myndun ríkisstjórnar í dag. Formaður Moderaterna kysi helst stjórn eigin flokks og kristilegra demókrata. Frjálslyndi flokkurinn og Svíþjóðardemókratar vilja í stjórn en frjálslyndir vilja ekki starfa með þeim síðarnefndu. Hallgrímur Indriðason fréttamaður er í...

Duration:00:29:56

Skjálftar fyrir Norðurlandi, spennandi kosningar í Svíþjóð, Karl III.

9/9/2022
Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimður: Mark Eldred Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi. Hægri og vinstri blokkirnar í Svíþjóð eru nánast jafn stórar fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Hallgrímur Indriðson talaði frá Stokkhólmi og Anna Kistín Jónsdóttir ræddi við Kára Gylfason í Gautaborg. Karl konungur þriðji heitir því að fylgja fordæmi móður sinnar og þjóna breska samveldinu til æviloka. Hann flutti síðdegis sitt fyrsta ávarp til...

Duration:00:29:53

Englandsdrottning látin

9/8/2022
Elísabet Englandsdrottning er látin, hún var 96 ára og ríkti lengur en nokkur þjóðhöfðingi Englands. Heyrist í Huw Edwards, fréttaþul BBC. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir segir frá Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra tekur undir með formanni BHM um að skynsamlegt sé að hefja viðræður vegna komandi kjarasamninga sem fyrst. Hann er bjartsýnn á viðræðurnar fram undan en yfir 300 kjarasamningar eru lausir á næstunni. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttur talaði við hann. Um þúsund jarð skjálftar hafa...

Duration:00:29:53

07.09.2022

9/7/2022
Sérfræðingur í rekstri vatnsveitu hjá Veitum segir að enn sé verið að grafa frá lögninni og meta aðstæður. Ekki sé hægt að útiloka að jarðskjálftar hafi átt þátt í að lögnin gaf sig. Bjarni Geir Viðarsson, skurðlæknir á Landspítala segir mikilvægt að fólk fari vel undirbúið í offituaðgerðir. Slíkar aðgerðir verða sífellt algengari hér á landi en yfir þúsund aðgerðir eru framkvæmdar á ári. Urður Örlygsdóttir talaði við hann. Liz Truss, nýr forsætisráðherra Bretlands, sat fyrir svörum...

Duration:00:29:58

Rannsókn kynferðisbrota á Suðurnesjum og ferðamennskan

9/6/2022
Tímafrekri og flókinni rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á fleiri kynferðisbrotamálum fjölskylduföður á sextugsaldri er lokið. Hann var fyrr í sumar dæmdur í sex ára fangelsi fyrir brot gegn fimm stúlkum á grunnskólaaldri. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá. Veiðimaður sem brann illa í morgun þegar stöng hans rakst í háspennulínu á bakkanum við Eystri-Rangá er vanur veiðum og þekkir hættuna við ána segir Gunnar Guðjónsson leiðsögumaður. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við hann. Liz...

Duration:00:29:44

Bruni á Ásbrú og nýr forsætisráðherra Bretlands

9/5/2022
Erna Kristín Bjarnadóttir, sem missti allt sitt í eldsvoða við Ásbrú í morgun meðtók það ekki þegar hún sá lögreglu og slökkvilið að störfum fyrir utan húsið heldur fór einfaldlega að gráta. Hún reiknar með að fjölskyldan þurfi að byrja allt upp á nýtt. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við Ernu. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman. Ekkert í framburði mannsins sem var skotinn á Blönduósi varð til þess að hann fékk stöðu sakbornings í málinu, að sögn lögreglustjóra. Það hafi aðeins verið gert...

Duration:00:29:53

Bætt fráflæði, stytting vinnutíma í vaktavinnu og fjölgun flóttafólks

9/2/2022
Um helmingi færri sjúklingar eru innlagðir á bráðamóttöku nú en þegar mest lét og því ekki þörf á jafn mikilli mönnun, segir aðstoðardeildarstjóri. Hún segir vinnu framkvæmdastjórnar spítalans við að bæta fráflæði hafa borið árangur. Ólöf Ragnarsdóttir talaði við Hildi Dís Kristjánsdóttur. Forstjóri MAST fagnar því að Ríkisendurskoðun hafi ákveðið að gera úttekt á starfseminni. Vel megi vera að til bóta verði að fá fleiri að aðgerðum í dýravelferðarmálum. Sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir....

Duration:00:29:50

Fylgissveiflur flokkanna, kjarnorkuefltirlit og kynferðisofbeldi

9/1/2022
Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkisstjórnarflokkarnir missa meirihluta sinn, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Samfylkingarinnar eykst mest og flokkurinn fengi fjórum þingmönnum fleiri nú en hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkur er enn stærstur en fylgið minnkar milli kannana. Bjarni Pétur Jónsson sagði frá. Hluti eftirlitssveitar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar verður eftir í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu til að...

Duration:00:29:49

31.08.2022

8/31/2022
Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir Tæknimaður: Magnús Þ. Magnússon Innviðir Hafnarfjarðarbæjar þola ekki frekari fjölgun flóttafólks og sveitarfélagið óskar eftir því að stjórnvöld hætti að senda fólk þangað. Bæjarfélagið geti ekki sinnt þeim. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir talaði við Rósu Guðbjartsdóttur. Afurðastöðvar eru þessa dagana að ákveða verð til viðskiptavina og víða eru miklar hækkanir fram undan. Kjarnafæði-Norðlenska hefur tilkynnt um tuttugu og sjö prósenta verðhækkun á lambakjöti...

Duration:00:29:48