Hlaðvarp Heimildarinnar-logo

Hlaðvarp Heimildarinnar

News

Í hlaðvarpi Heimildarinnar má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

Location:

Reykjavik, Iceland

Description:

Í hlaðvarpi Heimildarinnar má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

Twitter:

@kjarninn

Language:

Icelandic


Episodes
Ask host to enable sharing for playback control

Þjóðhættir #49: „Heilagar meyjar og kattafrumvarpið alræmda“

5/7/2024
Í þættinum ræða Dagrún og Sigurlaug við Helgu Einarsdóttur, þjóðfræðing, en Helga starfar nú hjá Alþingi sem verkefnastjóri á fræðslusviði.

Duration:00:15:13

Ask host to enable sharing for playback control

Á vettvangi #3: Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar

5/6/2024
„Nýlega vorum við með mál þar sem ungur maður kynnist einni á netinu og gerir þetta og hann endaði með því á einni helgi að borga viðkomandi aðila alla sumarhýruna eftir sumarvinnuna og síðan bætti hann við smáláni þannig að hann borgaði alls eina og hálfa milljón krónur en þrátt fyrir það var birt,“ segir Kristján lngi lögreglufulltrúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Duration:00:30:21

Ask host to enable sharing for playback control

Þjóðhættir #48: Sundlaugamenning á Íslandi: Hversdagsmenning og lifandi hefð

4/30/2024
Í þættinum ræðir Dagrún við Katrínu Snorradóttur og Sigurlaugu Dagsdóttur þjóðfræðinga.

Duration:00:51:30

Ask host to enable sharing for playback control

Á vettvangi #2: Hljóðin eru verst

4/29/2024
„Ég fæ bara gæsahúð sjálf þegar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síðan ég sá þetta myndskeið,“ segir Bylgja lögreglufulltrúi sem hefur það hlutverk að myndgreina barnaníðsefni. Það felur meðal annars í sér að hún þarf að horfa á myndskeið þar sem verið er að beita börn ofbeldi. Jóhannes Kr. Kristjánsson er á vettvangi og fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Heimildarinnar.
Ask host to enable sharing for playback control

Eitt og annað: Eldsvoði aldarinnar

4/28/2024
Talið er að endurbygging Børsen, einnar þekktustu byggingar Kaupmannahafnar, geti tekið 10 ár og kostnaðurinn verði að minnsta kosti einn milljarður danskra króna. Eigandinn, Danska viðskiptaráðið, hefur lýst yfir að húsið verði endurbyggt, en spurningin er hvort nýbyggingin eigi að vera nákvæm endurgerð hins upprunalega og hvort það sé framkvæmanlegt.

Duration:00:02:38

Ask host to enable sharing for playback control

Pressa #21: Fjögur efstu mætast

4/26/2024
Katrín, Bald­ur, Jón Gn­arr og Halla Hrund mæt­ast í fyrsta sinn í kapp­ræð­um í Pressu.
Ask host to enable sharing for playback control

Þjóðhættir #47: Slysafrásagnir, skilningarvitin og lykt

4/23/2024
Í þættinum ræða Dagrún og Sigurlaug við Vilborgu Bjarkadóttur þjóðfræðing. Vilborg hafði lokið myndlistarnámi þegar hún kom inn í þjóðræðina og hefur sá bakgrunnur mótað hana sem rannsakanda, en strax í listnáminu fékk hún áhuga á sögnum og þá sérstaklega veikindasögum.

Duration:01:06:07

Ask host to enable sharing for playback control

Á vettvangi #1: Leigubílstjórinn handtekinn

4/22/2024
„Halló. Þú þarft að koma með okkur,“ segir lögreglan við mann sem verður færður á lögreglustöð vegna gruns um kynferðisbrot. Áður hafði leigubílsstjóri verið handtekinn vegna sama máls. Báðir mennirnir eru komnir í farbann. Á vettvangi er ný hlaðvarpssería þar sem Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hér er fyrsti þáttur.

Duration:00:58:35

Ask host to enable sharing for playback control

Eitt og annað: OK til bjargar Coop

4/21/2024
Danska verslanasamsteypan Coop hefur um langa hríð glímt við rekstrarerfiðleika. Margs konar hagræðingar hafa ekki dugað til að koma rekstrinum í viðunandi horf. Nú hefur orkufyrirtækið OK ákveðið að koma Coop til bjargar og leggur til verulegt fjármagn.

Duration:00:03:18

Ask host to enable sharing for playback control

Pressa #20: Barist í bökkum velferðarsamfélags

4/19/2024
Í 20. þætti af Pressu verður fjallað um versnandi fjárhagsstöðu fjölda heimila á Íslandi og hvað sé til ráða. Ýmsar kannanir hafa að undanförnu sýnt að byrðar fjölda fólks hafa þyngst. Þannig eiga fjögur af hverjum tíu sem eru á vinnumarkaði erfitt með að ná endum saman og tveir af hverjum tíu öryrkjum búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt.

Duration:00:50:46

Ask host to enable sharing for playback control

Eitt og annað: Mesta listaverkarán sögunnar

4/14/2024
Á veggjum þekkts listasafns í Boston má sjá 13 tóma myndaramma. Myndunum úr römmunum var stolið fyrir 34 árum og hafa ekki fundist. Næturvörður á safninu hefur alla tíð legið undir grun um aðild að málinu, sem er talið mesta listaverkarán sögunnar. Hann lést fyrir nokkrum vikum.

Duration:00:02:27

Ask host to enable sharing for playback control

Pressa #19: Samkeppnistríóið

4/12/2024
Í 19. þætti af Pressu verður til umræðu um­deild laga­setn­ing sem heim­il­ar af­urða­stöðv­um í kjöt­iðn­aði að hafa með sér mikla sam­vinnu og umfangs­mik­ið sam­starf. Gestir verða þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Duration:00:36:32

Ask host to enable sharing for playback control

Eitt og annað: Húðkremsnotkun ungra stúlkna veldur áhyggjum

4/7/2024
Sænskt fyrirtæki sem rekur 400 apótek í heimalandinu hefur lagt bann við að ungmenni yngri en 15 ára geti keypt tilteknar húðvörur sem ætlaðar eru eldra fólki. Húðsjúkdómalæknar vara við síaukinni notkun ungra stúlkna á slíkum vörum.

Duration:00:02:10

Ask host to enable sharing for playback control

Á vettvangi: Sýnishorn - Á vettvangi

3/26/2024
Þáttar­öð­in Á vett­vangi fer í loft­ið á Heim­ild­inni þann 22. apríl og verða þætt­irn­ir fjór­ir og birt­ir viku­lega.

Duration:00:01:44

Ask host to enable sharing for playback control

Leiðarar #46: Leiðari: Af hverju eru Íslendingar hræddir við að verða betri?

3/26/2024
Leiðari Þórðar Snæs Júlíussonar úr 44. tölublaði Heimildarinnar, sem kom út 15. mars 2024. „Það þarf ekki að hræðast stanslaust framtíðina. Hún er björt. Ísland er eitt besta, öruggasta og ríkasta land í heimi. Það þarf bara að taka aðeins til og láta gangverkið virka fyrir fjöldann, ekki fyrst og síðast fyrir hina fáu valdamiklu,“ skrifar hann.
Ask host to enable sharing for playback control

Eitt og annað: Danski fólksfækkunarvandinn

3/24/2024
Ef ekki verður gripið til sérstakra aðgerða verður íbúafjöldi Danmerkur um næstu aldamót aðeins helmingur þess sem hann er í dag. Fækkar úr sex milljónum í 2,5 milljónir og fækkunin verður enn meiri sé litið lengra fram í tímann. Danski utanríkisráðherrann hvetur landa sína til barneigna.

Duration:00:06:12

Ask host to enable sharing for playback control

Eitt og annað: Kínverjar sagðir niðurgreiða útfluttar vörur til að selja ódýrt

3/24/2024
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins jókst útflutningur Kínverja langtum meira en spáð hafði verið. Evrópusambandið og Bandaríkin gruna Kínverja um að beita óeðlilegum aðferðum til að halda uppi framleiðslunni og selja varning á undirverði til annarra landa.

Duration:00:08:36

Ask host to enable sharing for playback control

Eitt og annað: Úr 600 fermetra lúxusvillu í sjö fermetra fangaklefa

3/17/2024
Áhyggjulaust líf með sand af seðlum fékk skjótan endi þegar laganna verðir bönkuðu upp á hjá Sanjay Shah í lúxusvillu hans í Dubai í lok maí árið 2022 og smelltu á hann handjárnum. Nú er hann fyrir rétti í Danmörku, ákærður fyrir stærsta fjármálasvindl í sögu landsins.

Duration:00:08:56

Ask host to enable sharing for playback control

Eitt og annað: Þjóðarréttur fyrir Hæstarétt

3/10/2024
Indversk matargerð er þekkt víða um heim og heiti margra rétta frá fjölmennasta ríki heims lætur kunnuglega í eyrum. Ef hægt er að tala um indverskan þjóðarrétt verður rauðgulur og bragðmildur réttur oft fyrir valinu. Nú er deilt um hver eigi heiðurinn af þessum rétti.

Duration:00:07:08

Ask host to enable sharing for playback control

Eitt og annað: Danski utanríkisráðherrann í innkaupaferð

3/3/2024
Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur var nýlega á Indlandi og heimsótti stærsta sjúkrahús landsins. Hann kvaðst vonast til að indverskir hjúkrunarfræðingar vilji flytja til Danmerkur þar sem mikill skortur er á hjúkrunarfólki. Slíkar hugmyndir hafa vakið gagnrýni.

Duration:00:07:02