Rómverjabréfið-logo

Rómverjabréfið

Biblían

Rómverjabréfið er sendibréf, eins konar umburðarbréf sem Páll postuli sendi hinum kristna söfnuði í höfuðborg rómverska ríkisins er hann var á leið þangað veturinn 57−58. Hvergi hefur Páll gert fyllri grein fyrir kenningu sinni en einmitt í Rómverjabréfinu og er bréfið því efnismikið og þrungið krafti mikillar sannfæringar. Eins og önnur bréf Páls skiptist það í kenningarlegan hluta annars vegar og hvatningarhluta hins vegar. Páll er söfnuðinum ókunnugur nema af afspurn þar sem hann er ekki stofnandi hans. Hann hefur haft spurnir af því að mönnum sé ekki að fullu ljóst samband gyðingdóms og kristindóms og spenna ríki milli gyðingkristinna og heiðinkristinna í Róm. Því snýst bréfið að verulegu leyti um höfuðatriði gyðingdóms: réttlætinguna af trúfesti við lögmálið. Gegn þeirri kenningu setur Páll fram kenninguna um réttlætinguna af trúnni einni saman fyrir náð Guðs. Þá kenningu sækir hann í Biblíu frumkirkjunnar, Gamla testamentið, er hann túlkar í ljósi Krists. Páll boðar hér nýtt samband við Guð í persónu Jesú Krists er hinn trúaði hefur verið leystur undan valdi dauðans og hins illa með krafti heilags anda í lífi sínu, hinu nýja lífi í Kristi. Í niðurlagsköflum bréfsins, hvatningarhlutanum, fjallar Páll um þá þýðingu sem hið nýja líf andans hafi fyrir samlíf manna og leggur áherslu á kærleikann og ábyrgð kristins manns. Skipting bréfsins 1.1−1.17 Inngangur, tilgangur bréfsins skýrður 1.18−11.36 Kenningarlegur hluti bréfsins 1.18−5.21 Hjálpræði boðast öllum mönnum sakir náðar Guðs 6.1−8.39 Hið nýja líf í trúnni á Krist og krafti heilags anda 9.1−11.36 Afstaða til Gyðinga 12.1−16.27 Hvatningarhluti bréfsins 12.1−15.13 Ávextir trúarinnar í nýju lífi 15.14−16.27 Fyrirætlanir Páls, kveðjur og blessunarbænir Duration - 1h 17m. Author - Biblían. Narrator - Arnar Jónsson. Published Date - Wednesday, 17 January 2024.

Location:

United States

Description:

Rómverjabréfið er sendibréf, eins konar umburðarbréf sem Páll postuli sendi hinum kristna söfnuði í höfuðborg rómverska ríkisins er hann var á leið þangað veturinn 57−58. Hvergi hefur Páll gert fyllri grein fyrir kenningu sinni en einmitt í Rómverjabréfinu og er bréfið því efnismikið og þrungið krafti mikillar sannfæringar. Eins og önnur bréf Páls skiptist það í kenningarlegan hluta annars vegar og hvatningarhluta hins vegar. Páll er söfnuðinum ókunnugur nema af afspurn þar sem hann er ekki stofnandi hans. Hann hefur haft spurnir af því að mönnum sé ekki að fullu ljóst samband gyðingdóms og kristindóms og spenna ríki milli gyðingkristinna og heiðinkristinna í Róm. Því snýst bréfið að verulegu leyti um höfuðatriði gyðingdóms: réttlætinguna af trúfesti við lögmálið. Gegn þeirri kenningu setur Páll fram kenninguna um réttlætinguna af trúnni einni saman fyrir náð Guðs. Þá kenningu sækir hann í Biblíu frumkirkjunnar, Gamla testamentið, er hann túlkar í ljósi Krists. Páll boðar hér nýtt samband við Guð í persónu Jesú Krists er hinn trúaði hefur verið leystur undan valdi dauðans og hins illa með krafti heilags anda í lífi sínu, hinu nýja lífi í Kristi. Í niðurlagsköflum bréfsins, hvatningarhlutanum, fjallar Páll um þá þýðingu sem hið nýja líf andans hafi fyrir samlíf manna og leggur áherslu á kærleikann og ábyrgð kristins manns. Skipting bréfsins 1.1−1.17 Inngangur, tilgangur bréfsins skýrður 1.18−11.36 Kenningarlegur hluti bréfsins 1.18−5.21 Hjálpræði boðast öllum mönnum sakir náðar Guðs 6.1−8.39 Hið nýja líf í trúnni á Krist og krafti heilags anda 9.1−11.36 Afstaða til Gyðinga 12.1−16.27 Hvatningarhluti bréfsins 12.1−15.13 Ávextir trúarinnar í nýju lífi 15.14−16.27 Fyrirætlanir Páls, kveðjur og blessunarbænir Duration - 1h 17m. Author - Biblían. Narrator - Arnar Jónsson. Published Date - Wednesday, 17 January 2024.

Language:

Icelandic


Premium Episodes
Premium

Duration:00:00:22

Duration:00:05:46

Duration:00:04:59

Duration:00:04:55

Duration:00:04:26

Duration:00:04:14

Duration:00:04:01

Duration:00:04:42

Duration:00:06:59

Duration:00:05:46

Duration:00:04:02

Duration:00:06:31

Duration:00:03:36

Duration:00:02:53

Duration:00:04:02

Duration:00:05:30

Duration:00:04:22

Duration:00:00:23