AÐEINS MEIRA PODCAST I MONITOR... TAKK!-logo

AÐEINS MEIRA PODCAST I MONITOR... TAKK!

Music Podcasts

Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben fær áhugaverða og skemmtilega einstaklinga í spjall um allt á milli himins og jarðar... en þó aðallega um tónlist.

Location:

United States

Description:

Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben fær áhugaverða og skemmtilega einstaklinga í spjall um allt á milli himins og jarðar... en þó aðallega um tónlist.

Language:

Icelandic


Episodes
Ask host to enable sharing for playback control

Eyþór Ingi

11/26/2019
Í sjöunda þættinum af AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK! heimsækjum við tónlistarmanninn, leikarann, uppistandarann, lagahöfundinn og gull-barkann Eyþór Inga Gunnlaugsson. Við settumst niður í hljóðveri Eyþórs í Hafnarfirðinum, miðvikudaginn 20. nóvember 2019, og spjölluðum um allt á milli himins og jarðar. En þó aðallega tónlist! Enda hefur hann afrekað ótrúlega margt á ótrúlega stuttum tíma. Eyþór Ingi hefur meðal annars leikið í Hárinu, Vesalingunum, Oliver Twist, Rocky Horror og...

Duration:01:25:04

Ask host to enable sharing for playback control

Einar Vilberg

11/19/2019
Einar Vilberg tónlistarmaður, upptökustjóri og forsprakki rokksveitarinnar NOISE er gestur minn í sjötta þættinum af AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK! Hann hefur marga fjöruna sopið í tónlistinni og rekur nú einnig hið magnaða studíó Hljóðverk. Þar hefur hann tekið upp og hljóðblandað listamenn eins og Skálmöld, Dr. Spock, Dúkkulísurnar, Svavar Knút, The Vintage Caravan, Úlf Úlf, Dimmu, Paunkholm og Lay Low, svo örfáir séu nefndir. Í þættinum heyrum við af því þegar rafmagnið fór...

Duration:01:04:21

Ask host to enable sharing for playback control

Stefanía Svavars

11/14/2019
Stefanía Svavarsdóttir er gestur minn í fimmta þætti hlaðvarpsins AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK!. Þessi magnaða söngkona á að baki ótrúlegan feril þrátt fyrir ungan aldur. Hún sigraði á sínum tíma söngvakeppni Samfés og athyglin sem því fylgdi leiddi hana í eina ástsælustu hljómsveit íslenskrar poppsögu. Stefanía hefur komið fram í ótal söngsýningum (Meat Loaf, ABBA, Spice Girls, Skonrokk o.fl.) og gert það gott í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún kennir stjörnum framtíðarinnar í...

Duration:01:12:51

Ask host to enable sharing for playback control

Ingvar Valgeirs

11/1/2019
Ingvar Valgeirsson er einn af þessum einstaklingum sem virðist þekkja alla og allir virðast þekkja hann. Allavega það fólk sem kemur að tónlist að einn eða annan hátt. Í hartnær 30 ár hefur hann skemmt fólki á böllum, í veislum og á öldurhúsum landsins. Þess á milli selur hann öllum og ömmum þeirra hljóðfæri í Rín / Hljóð X. Nýlega byrjaði Ingvar að læða frá sér frumsömdu efni, bæði undir eigin formerkjum og með hljómsveitinni Swizz, og hafa lögin hans hljómað þó nokkuð á öldum ljósvakans...

Duration:01:03:49

Ask host to enable sharing for playback control

Halldór Gunnar

10/16/2019
Tónlistarmaðurinn og kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson sest í stólinn að þessu sinni. Halldór hefur unnið við ýmislegt í gegnum tíðina. Þar á meðal sem bílstjóri á bananabíl, verslunarstjóri í plötubúð og múrari þegar góðærið stóð sem hæst. Það var þó skrifað í skýin að hann yrði tónlistarmaður og það hefur svo sannarlega gengið eftir. Hann stofnaði og stjórnar kórnum Fjallabræður, dælir út slögurum og skemmtir á böllum með hljómsveitinni Albatross, hefur átt farsælt samstarf með Sverri...

Duration:01:18:47

Ask host to enable sharing for playback control

Pétur Örn

10/11/2019
Pétur Örn Guðmundsson, tónlistarmaður og leikari, er gestur minn í þessum öðrum þætti af AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK! Hann er með eindæmum fjölhæfur og hefur komið fram í söngleikjum eins og Evita, Stone Free, Hárinu og auðvitað Jesus Christ Superstar. En í þeim síðast nefnda fór hann með hlutverk hins eina sanna Jesú Krists. Það var árið 1995 og síðan þá hefur Pétur oftar en ekki verið kenndur við þennan sívinsæla guðs son. Hann poppar með Buff, rokkar með Dúndurfréttum, hefur...

Duration:01:28:31

Ask host to enable sharing for playback control

Óli Palli

10/2/2019
Ólafur Páll Gunnarson, eða Óli Palli á Rás 2 eins og margir þekkja hann, er einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar. Í gegnum þætti eins og Rokkland, Poppland, Fuzz og Stúdíó A hefur hann glatt þjóðina og haldið á lofti tónlist, jafnt íslenskri sem erlendri, í áraraðir. Mér þótti því tilvalið að fá Óla Palla sem gest í fyrsta þáttinn af AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK! Heimapartý með Ivan Rebroff, fuglaskoðun í frímínutum, 1001 nótt, fyrstu plötukaupin, kaffi með Johnny Rotten,...

Duration:01:22:46

Ask host to enable sharing for playback control

Kynning

10/1/2019
Kynning á þættinum AÐEINS MEIRA PODCAST Í MONITOR... TAKK! Fjölmiðla- og tónlistarmaðurinn Hlynur Ben spjallar við áhugavert og skemmtilegt fólk um allt á milli himins og jarðar... en þó aðallega tónlist!

Duration:00:01:33