Radio Deiglan-logo

Radio Deiglan

News & Politics Podcasts >

More Information

Location:

Iceland

Language:

Icelandic


Episodes

Einu mennnirnir með viti – S3E11

2/18/2018
More
Einu mennirnir með viti halda áfram að fjalla um Guðföðurinn og að þessu sinni er áherslan lögð á hina skapstóru feðga; Sonny og Vincent. Þáttastjórnendur velta fyrir sér hvernig skólakerfið hefði tekið á persónuleika Santinos og ræða líka um það hvar þeir hefðu haft höfuðstöðvarnar ef þeir hefðu stofnað mafíu á Íslandi. Búddismi kemur líka … Lesa áfram Einu mennnirnir með viti – S3E11 →

Duration:00:51:45

Radíó Deiglan – Fyrirheitna landið

1/31/2018
More
Einu mennirnir með viti eru með jafnvel með enn meira viti en venjulega því með þeim í þættinum er Guðmundur Rúnar Svansson nýkominn úr mikilli reisu til fyrirheitna landsins. Eins og vænta má eru áratugalangar deilur fyrir botni Miðjarðarhafsins leystar í þættinum auk þess sem í honum er að finna ýmsan þjóðlegan og alþjóðlegan fróðleik … Lesa áfram Radíó Deiglan – Fyrirheitna landið →

Duration:01:03:51

Einu mennnirnir með viti – S3E10

12/23/2017
More
Einu mennirnir með viti halda áfram að fjalla um Guðföðurinn. Í þessum þætti beina þeir sjónum sínum að helstu kvenpersónum myndarinnar og áhrifum þeirra á söguna. Feðraveldið er tekið til bæna og femmínisminn er allsráðandi rétt fyrir jólin.

Duration:01:10:24

Einu mennnirnir með viti – S3E09

12/2/2017
More
Einu mennirnir með viti snúa aftur með umfjöllun um Guðföðurinn. Í þessum þætti fjalla þeir fyrst og fremst um hinn dáðlausa Fredo Corleone. Farið er yfir hið vægast sagt stormasama samband hans við Michael, litla bróður sinn, og hinn sviplegu og sögufrægu endalok hans, og leikarans sem fór með hlutverk hans.

Duration:00:54:18

Radíó Deiglan 1706

10/13/2017
More
Einu mennirnir með viti komu sér fyrir milli Barack Obama, Ivönku Trump og íslamska menningarsetursins í Washington og spjölluðu saman um trúarhátíðina Awaken the Dawn, þar sem enginn reyndi að bjarga þeim, Newseum safnið og ógleymanlega hafnaboltaleiki milli Chicago Cubs og Washington Nationals. Þessi þáttur hlaut stuðning úr bæði hefðbundnum og óvæntum áttum.

Duration:01:00:18

Radíó Deiglan 1705 – Hlaðvarpsmenning

7/3/2017
More
Árni Helgason, Deiglupenni og hlaðvarpsstjarna, mætti í Radíó Deigluna og talaði við Þórlind frænda sinn um hlaðvörp og fjölmiðla. Í þættinum koma þeir víða við og reyna að vera ekki of leiðinlegir þótt upptakan hafi farið fram fyrir hádegi.

Duration:00:55:53

Radíó Deiglan 1704 – Samsæri

4/1/2017
More
Þórlindur Kjartansson og Andri Óttarsson sóttu fyrirlestur sérlega áhugaverðs rithöfundar í Hörpu og ræddu í kjölfarið saman um samsæriskenningar. Í þættinum er rætt um sitthvað áhugavert, en í honum er einnig að finna upplýsingar um hverjir það eru sem raunverulega stjórna heiminum og hvað þeir hafa í hyggju.

Duration:01:15:58

Radíó Deiglan 1703 – Gervigreind

3/23/2017
More
Þórlindur Kjartansson og Kristján Freyr Kristjánsson Deiglupennar tala saman um gervigreind og áhrif hennar á daglegt líf, hættunum sem kunna að fylgja henni og eru ekki alls kostar sammála um að hversu miklu leyti tæknin mun leysa mannfólkið af hólmi á ýmsum sviðum.

Duration:01:00:00

Einu mennnirnir með viti – S3E08

2/20/2017
More
Einu mennirnir með viti halda áfram umfjöllun um klassísk ævintýri; en beina nú sjónum sínum að hinu nýklassíska ævintýri um Corleone fjölskylduna. Í fyrsta hluta af sex er fjallað um þrjá af mönnunum sem mættu til Don Corleone í upphafi myndarinnar og óskuðu eftir greiða. Einu mennirnir með viti biðjast velvirðingar á hljóðgæðum í þessum … Lesa áfram Einu mennnirnir með viti – S3E08 →

Duration:01:18:18

Radíó Deiglan 1701

1/24/2017
More
Í fyrsta þætti Radíó Deiglunnar spjalla Þórlindur Kjartansson og Guðmundur Rúnar Svansson um embættistöku Trump í Bandaríkjunum, velta fyrir sér hvað veldur því að hann náði kjöri, meta áhrifin á Ísland og ræða líkurnar á því að honum verði með einhverjum ráðum komið úr embætti áður en kjörtímabilinu hans líkur.

Duration:00:49:20

Einu mennnirnir með viti – S3E07

12/23/2016
More
Einu mennirnir með viti fjalla um ævintýrið um Mjallhvíti (og dvergana sjö) og koma að venju víða við. Vísað er í lærðar sálfræðigreinar og óformlegar kannanir á klámmyndagerð. Atriði í þættinum eru ekki við hæfi viðkvæmra. Einu mennirnir með viti óska hlustendum gleðilegra jóla.

Duration:01:16:09

Einu mennnirnir með viti – S3E06

10/3/2016
More
Einu mennirnir með viti fjalla um Nýju fötin keisarans út frá ýmsum hliðum. Þeir koma líka við í tveimur brúðkaupum, á Spáni og þótt þátturinn sé ekki í boði Oddsson þá er sagt frá boði með Oddsson. Flateyri kemur líka við sögu, en mjög óbeint, þannig að einungis innvígðir og innmúraðir eru líklegir til þess … Lesa áfram Einu mennnirnir með viti – S3E06 →

Duration:00:59:57

Einu mennnirnir með viti – S3E05

9/27/2016
More
Einu mennirnir með viti taka íslensku þjóðsöguna um 18 barna föður í álfheimum til umfjöllunar en fara líka víða um annars konar velli. Þeir ræða hlutverk og valdmörk sundlaugarvarða, skoða samvinnu Johns og Yoko, fara yfir stöðuna í Framsókn og ræða um Deigluna, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn. Einu mennirnir með viti, nú í steríó, eru semsagt … Lesa áfram Einu mennnirnir með viti – S3E05 →

Duration:01:03:48

Einu mennnirnir með viti – S3E04

6/17/2016
More
Einu mennirnir með viti taka hið klassíska ævintýri um Rauðhettu til umfjöllunar. Í þessum þætti fara þeir út fyrir þægindarammann og gera tilraun til leiklesturs en skríða svo aftur inn í hann þegar þeir taka til umfjöllunar forsetakosningarnar og nýja áhugamálið sitt, ameríska hafnaboltann.

Duration:00:52:42

Einu mennnirnir með viti – S3E03

5/29/2016
More
Einu mennirnir með viti fjalla um hið klassíska og stórskemmtilega ævintýri um Stígvélaköttinn. Margt ber á góma, meðal annars Hauck&Aufhauser og hinn þýski stígvélaköttur—Peter Gatti. Línan er gefin um um forsetakosningar heima og erlendis, knattspyrnuþjálfarinn George Kirby kemur við sögu og þáttastjórnendur lýsa aðdáun á nýjum utanríkisráðherra.

Duration:00:58:46

Einu mennnirnir með viti – S3E02

1/11/2016
More
Einu mennirnir með viti kryfja ævintýrið um Öskubusku. Þeir ræða meðal annars um ólíkar útgáfur af sögunni klassísku og velta fyrir sér hvort Öskubuskur nútímans myndu giftast kóngafólki eða myndarlegum milljarðarmæringum. Margt fleira kemur við sögu til dæmis Millet úlpur og uppbrettir sokkar.

Duration:00:52:45

Einu mennnirnir með viti – S3E01

1/4/2016
More
Einu mennirnir með viti snúa aftur eftir langan dvala, þótt það hafi ekki verið í heila öld, eins og Þyrnirós. Þessi þáttaröð fjallar um ýmis konar ævintýri og sögur en margt annað kemst að. Þáttastjórnendur fjalla um árið 2015, bandaríska pólitík, forsetakjörið sem er framundan – og gera HC Andersen ævintýrinu um Eldfærin skil.

Duration:01:11:27

Einu mennnirnir með viti – S2E13

4/2/2015
More
Síðasti þáttur annarrar seríu Einu mannanna með viti fer um víðan vígvöll. Þátturinn er tekinn upp í Vesturbæ Reykjavíkur og í vesturhluta Jerúsalem. Fyrri hlutinn á Valentínusardag en sá síðari í lok mars. Þáttarstjórnendur hneykslast á hópsálum samtímans, en komast að því að þeir eru kannski ekkert betri sjálfir. Og að sjálfsögðu gleyma þeir ekki … Lesa áfram Einu mennnirnir með viti – S2E13 →

Duration:01:09:02