Taktikin-logo

Taktikin

Sports & Recreation Podcasts

Í Taktíkinni fjöllum við um íþróttir á landsbyggðunum. Við fáum ýmsa góða gesti úr íþróttalífinu í settið, ýmist íþróttafólkið sjálft, þjálfarana eða spekinga með mismunandi bakgrunn. Knattspyrna, handbolti, íshokkí, körfubolti, kraftlyftingar, frjálsar, skák, ofurhlaup, júdó og margt fleira. Hér fáum við að kynnast fólki í íþróttum á persónulegu nótunum.

Location:

Iceland

Description:

Í Taktíkinni fjöllum við um íþróttir á landsbyggðunum. Við fáum ýmsa góða gesti úr íþróttalífinu í settið, ýmist íþróttafólkið sjálft, þjálfarana eða spekinga með mismunandi bakgrunn. Knattspyrna, handbolti, íshokkí, körfubolti, kraftlyftingar, frjálsar, skák, ofurhlaup, júdó og margt fleira. Hér fáum við að kynnast fólki í íþróttum á persónulegu nótunum.

Language:

Icelandic

Contact:

003548430925


Episodes
Ask host to enable sharing for playback control

#106 Íþróttir og stjórnun

6/29/2021
Sveinn Margeirsson er núverandi sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann var í fremstu röð frjálsíþróttamanna landsins á árum áður, meðal annars á hann íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi. En hvað er líkt með hindrunarhlaupi og stjórnsýslu? Það er víst ansi mikið!

Duration:00:34:07

Ask host to enable sharing for playback control

#105 Skólaíþróttir - Sigurlína Hrönn Einarsdóttir

6/15/2021
Árangur Varmahlíðarskóla í Skólahreysti síðustu ár hefur vakið athygli. Gestur þáttarins er Sigurlína Hrönn Einarsdóttir, íþróttakennari í Varmahlíðarskóla til 17 ára.

Duration:00:32:15

Ask host to enable sharing for playback control

#104 Rafíþróttir 2

6/3/2021
Hvað vilt þú vita um rafíþróttir? Hvernig er að iðka rafíþróttir? Hvernig er það fyrir foreldra að taka þátt og fylgjast með börnum sínum á veraldarvefnum í leikjasamfélaginu? Ræðum við Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, Viðar Valdimarsson foreldri rafíþróttamanns

Duration:00:23:03

Ask host to enable sharing for playback control

#103 Rafíþróttir og ÍSÍ

5/10/2021
Eiga rafíþróttir að vera innan íþróttahreyfingarinnar? Mjög skiptar skoðanir eru það hvort rafíþróttir teljist til íþrótta. Margir vita einnig afskaplega lítið um það hvað rafíþróttir eru og telja það bara snúast um að spila tölvuleiki og ekki vitund meira en það. Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri ræða málin í þessum þætti. Umsjón: Rakel Hinriksdóttir

Duration:00:28:06

Ask host to enable sharing for playback control

#102 Andleg uppbygging

5/4/2021
Hvað skiptir hreyfing og heilsa miklu máli fyrir andlegu hliðina? Rakel spjallar um andlega uppbyggingu við Kristján Gunnar Óskarsson sálfræðing og Guðrúnu Arngrímsdóttur og Hrafnhildi Reykjalín Vigfúsdóttur hjá Sjálfsrækt á Akureyri.

Duration:00:28:35

Ask host to enable sharing for playback control

#101 Afreksvæðing

4/21/2021
Taktíkin fer af stað aftur. Rakel Hinriks stýrir þættinum, þar sem rætt verður um íþróttir, lýðheilsu og ýmislegt annað sem viðkemur líkamlegri og andlegri heilsu. Í þessum þætti verður fjallað um svokallaða afreksvæðingu. Erum við að leggja of mikið á börnin okkar í íþróttum? Eða hafa þau kannski gott af því? Hvað þarf að varast? Ræðum við sérfræðinga á sviði íþróttaþjálfunar og sálfræði.

Duration:00:56:06

Ask host to enable sharing for playback control

#100 Skapti Hallgrímsson - Íþróttafréttir og ljósmyndir

12/22/2020
Taktíkin fagnar 100 þáttum! ATH í seinni hluta þáttar verður farið yfir vel valdar íþróttafréttaljósmyndir sem Skapti hefur tekið á ferlinum. Þær má sjá með að horfa á þáttinn á N4.is, Facebooksíðum - N4 Sjónvarp og Taktíkin og Youtube. Skapti Hallgrímsson, fjölmiðlamaðurinn og ljósmyndarinn margreyndi mætti í settið til Skúla Geirdal í þætti númer 100! „Þetta var nú ein af þessum tilviljunum lífsins bara. Sextán ára erum við ráðnir tveir æskufélagar til þess að skrifa um íþróttir fyrir...

Duration:00:27:44

Ask host to enable sharing for playback control

#99 Eiki Helgason - Atvinnumaður í brettaíþróttum

12/15/2020
Fyrsti atvinnumaður okkar Íslendinga í brettaíþróttum, Eiki Helgason, er gestur Skúla Braga að þessu sinni. Það voru fáir sem höfðu trú á því markmiði Eika að hafa atvinnu af brettaíþróttum þar sem engin fordæmi voru fyrir slíku, hann lét það þó ekki stoppa sig í að uppfylla drauminn og þar með ryðja brautina fyrir aðra. Eiki hefur nú opnað Braggaparkið sem býður uppá aðstöðu fyrir unga sem aldna til þess að stunda bretta- og hjólaíþróttir innandyra á Akureyri.

Duration:00:27:52

Ask host to enable sharing for playback control

#98 Ingibjörg Magnúsdóttir - Íþróttakennsla og jákvæð sálfræði

12/7/2020
„Það þarf ekki að vera neitt að. Þú þarft ekki að vera kvíðinn eða þunglyndur heldur reynum við að byggja ofan á það sem gott er og vinna útfrá því.“ Ingibjörg Magnúsdóttir var 10 ára gömlu þegar að hana langaði til þess að verða íþróttakennari þegar að hún yrði stór. Hún stóð við þau orð og hefur í dag bætt bvið sig jákvæðri sálfræði sem hún nýtir í kennslu í Menntaskólanum á Akureyri ásamt því að kenna þar íþróttir. Ingibjörg þekkir það þá vel að kenna fólki á öllum aldri íþróttir, allt...

Duration:00:27:52

Ask host to enable sharing for playback control

#97 Sigurbjörn Árni Arngrímsson - Hlauparinn, íþróttafréttamaðurinn og skólameistari

12/3/2020
Allir sem hafa horft á útsendingar frá Ólympíuleikum eða öðrum stórmótum vita það að Sigurbjörn Árni Arngrímsson leggur mikla vinnu og ástríðu í það sem hann tekur sér fyrir hendur! „Ætli þetta séu ekki um 30 stórmót erlendis ásamt nokkrum hérna heima sem ég hef lýst af frjálsum, fyrir utan öll gullmótin sem voru sjö á sumri og demantamótin sem eru enn fleiri.“ Íþróttamaðurinn, íþróttafréttamaðurinn og skólameistari Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal, Sigurbjörn Árni Arngrímsson er...

Duration:00:27:27

Ask host to enable sharing for playback control

#96 Hólmfríður Jóhannsdóttir - Íþróttakennari

12/3/2020
„Að þú kveikir þennan vilja í einstaklingnum að vilja að hlúa að sjálfum sér.“ Hólmfríður Jóhannsdóttir íþróttakennari er gestur Skúla B. Geirdal í kvöld, en „Hóffa“ eins og hún er gjarnan kölluð byggir á margra ára reynslu af fimleikum, líkamsrækt, dansi, íþróttakennslu og þjálfun.

Duration:00:27:11

Ask host to enable sharing for playback control

#95 Anna Soffía Víkingdsdóttir - Júdókona og félagsfræðingur

11/17/2020
Anna Soffía Víkingsdóttir, sigursælasta júdókona íslands er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni. Hér ræða þau upplifun kvenna af afreksíþróttaumhverfi og mikilvægi íþrótta bæði andlega og líkamlega fyrir lífið sjálft. „Ég man alltaf eftir þessu mómenti þegar að ég ákvað að taka náminu alvarlega. Þá var ég ný búin að slíta öxlina á mér og læknirinn sagði að ég þyrfti að hætta að æfa júdó. Ég var þarna 25 ára og upplifði að ég ætti fullt eftir. Mitt einkenni var íþróttin mín sem var búin...

Duration:00:28:04

Ask host to enable sharing for playback control

#94 Elín Rós Jónasdóttir - Sjúkraþjálfari sem greindist með sjálfsofnæmi

11/10/2020
„Ég myndi ekki æfa ef ég myndi sleppa því að æfa þegar að ég væri verkjuð“ Elín Rós Jónsdóttir sjúkraþjálfari greindist með sjálfsofnæmissjúkdóminn rauða úlfa aðeins 13 ára gömul. Hér segir hún okkur sína sögu og hvernig hreyfing og heilbrigður lífsstíll hefur hjálpað henni í baráttunni við sjúkdóminn. Íþróttir eru meira en kappleikir og úrslit. Hreyfing, þjálfun og heilbrigður lífsstíll skipta miklu máli fyrir lífsgæði okkar allra. „Ég vil frekar vera í heilbrigðu sambandi við mat...

Duration:00:27:12

Ask host to enable sharing for playback control

#93 Gunnar Örn Arnórsson - Andlega hliðin í bardagaíþróttum

11/10/2020
„Fyrsta sem við lærum í júdó er að detta, sem er bara eins og í lífinu.“ Gunnar Örn Arnórsson yfirþjálfari júdódeildar KA er gestur Skúla Geirdal að þessu sinni. Íþróttir eru meira en kappleikir og úrslit. Hreyfing, þjálfun og heilbrigður lífsstíll skipta miklu máli fyrir lífsgæði okkar allra. Áherslan í þessum þætti verður því ekki á tæknileg atriði í júdó heldur þá þætti í þjálfun sem geta gagnast okkur þvert á þær íþróttir sem við stundum. Við getum nefnilega öll lært eitthvað með því að...

Duration:00:27:24

Ask host to enable sharing for playback control

#92 Unnar Viljálmsson - Íþróttakennari og frjálsíþróttaþjálfari

10/29/2020
Hinn margreyndi íþróttakennari og frjálsíþróttaþjálfari Unnar Vilhjálmsson sest hér niður með Skúla Geirdal til þess að ræða málin -> Staðan á frjálsíþróttaþjálfun á Íslandi nú og breytingar síðustu ár. -> Ávinningur af samvinnu milli mismunandi íþróttagreina -> Breyttir tímar í þjálfun barna og unglinga í íþróttum -> Mikilvægi þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl fyrir lífið sjálft -> Félagslegi þátturinn í þjálfun -> að ná til fjöldans hvort sem markmiðin eru afreks miðuð eða...

Duration:00:26:04

Ask host to enable sharing for playback control

#91 Soffía Einarsdóttir - Sjúkraþjálfari

10/26/2020
Soffía Einarsdóttir er sjúkraþjálfari sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun á mjaðmagrind og grindarbotnsvandamálum. Hún notar sónar í sínu starfi og horfir heildrænt á líkamann sem bæði hreyfi og lífkeðju. Öndun, líkamsstaða og þarmaflóra eru allt mikilvægir þættir þegar kemur að heilsu. Hún sest hér niður með Skúla Geirdal til þess að ræða grindarbotnsheilsu og þjálfun karla og kvenna. Ásamt því verður umræðunni beint að heilsu kvenna og þjálfun sem tekur tillit til þarfa kvenlíkama.

Duration:00:28:06

Ask host to enable sharing for playback control

#90 Bryndís Rut Haraldsdóttir - Fyrirliði meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Tindastóli

10/26/2020
Knattspyrnulið Tindastóls í fyrsta skipti í úrvalsdeild 2021 Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu hefur tryggt sér efsta sæti Lengjudeildarinnar í ár, og þar með langþráð sæti meðal þeirra bestu í úrvalsdeild á næsta tímabili. Það verður í fyrsta skipti í sögu félagsins sem meistaraflokkur Tindastóls spilar í efstu deild, bæði karla og kvenna. Innilega til hamingju með árangurinn! Bryndís Rur Haraldsdóttir fyrirliði meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Tindastóli var gestur Skúla...

Duration:00:27:19

Ask host to enable sharing for playback control

#89 Sonja Sif Jóhannsdóttir - Íþróttafræðingur, kennari og hlaupari

10/26/2020
Sonja Sif íþróttafræðingur, kennari og hlaupari er gestur Skúla B. Geirdal. Íþróttir eru meira en kappleikir og úrslit. Íþróttir og hreyfing skipta okkur öll máli frá fæðingu og í gegnum allt lífið. Íþróttir fyrir ungabörn - Lýðheilsa unglinga - Næringarfræði - Heilsa sjómanna og margt fleira verður á boðstólnum að þessu sinni

Duration:00:26:36

Ask host to enable sharing for playback control

#88 Helgi Rúnar Bragason - Framkvæmdastjóri ÍBA

10/5/2020
Á Akureyri eru 21 íþróttafélag og í kringum 40 íþróttagreinar! Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar er gestur Skúla B. Geirdal að þessu sinni. Hlutverk Íþróttabandalags Akureyrar - Uppbygging íþróttasamfélags til framtíðar - Samvinna og sameiningar íþróttafélaga - Íþróttapólitík og margt fleira.

Duration:00:25:17

Ask host to enable sharing for playback control

#87 Aksentije Milisic og Sæbjörn Þór - Boltinn á Norðurlandi

10/5/2020
Aksentije Milisic og Sæbjörn Þór Þórbergsson halda úti hlaðvarpsþættinum ,,Boltinn á Norðurlandi” sem fjallar um knattspyrnulið á Norðurlandi. Hér setjast þeir niður með Skúla Geirdal til þess að fara yfir málin. Umfjöllun um íþróttir á landsbyggðunum - staða og hlutverk fjölmiðla - hlutleysi - nálægð við umfjöllunarefnið - kostir og gallar við hlaðvarp til þess að fjalla um íþróttir og margt fleira

Duration:00:26:54