Taktikin-logo

Taktikin

Podcasts >

Í Taktíkinni fjöllum við um íþróttir á landsbyggðunum. Skúli Bragi fær til sín í settið ýmsa góða gesti úr íþróttalífinu, ýmist íþróttafólkið sjálft, þjálfarana eða spekinga með mismunandi bakgrunn. Knattspyrna, handbolti, íshokkí, körfubolti, kraftlyftingar, frjálsar, skák, ofurhlaup, júdó og margt fleira. Hér fáum við að kynnast fólki í íþróttum á persónulegu nótunum.

Í Taktíkinni fjöllum við um íþróttir á landsbyggðunum. Skúli Bragi fær til sín í settið ýmsa góða gesti úr íþróttalífinu, ýmist íþróttafólkið sjálft, þjálfarana eða spekinga með mismunandi bakgrunn. Knattspyrna, handbolti, íshokkí, körfubolti, kraftlyftingar, frjálsar, skák, ofurhlaup, júdó og margt fleira. Hér fáum við að kynnast fólki í íþróttum á persónulegu nótunum.
More Information

Location:

Iceland

Genres:

Podcasts

Description:

Í Taktíkinni fjöllum við um íþróttir á landsbyggðunum. Skúli Bragi fær til sín í settið ýmsa góða gesti úr íþróttalífinu, ýmist íþróttafólkið sjálft, þjálfarana eða spekinga með mismunandi bakgrunn. Knattspyrna, handbolti, íshokkí, körfubolti, kraftlyftingar, frjálsar, skák, ofurhlaup, júdó og margt fleira. Hér fáum við að kynnast fólki í íþróttum á persónulegu nótunum.

Language:

Icelandic

Contact:

003548430925


Episodes

#55 Björgvin Karl Guðmundsson - CrossFit

10/8/2019
More
Taktíkin - Björgvin Karl Guðmundsson Björgvin Karl Guðmundsson sýndi það og sannaði hversu hraustur hann er þegar að hann endaði í þriðja sæti á CrossFit Games á þessu ári. Þrátt fyrir að keppa á þessu stærsta sviði íþróttarinnar þá var hann mættur á Hleðslumótið í CrossFit á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Þar voru Skúli Geirdal og Dagný Hulda tökuteymi mætt og gripu Björgvin í viðtal milli æfinga.

Duration:00:22:59

#54 CrossFit - Guðbjörg Ósk, Unnar Helgason og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir

10/1/2019
More
Taktíkin var á svæðinu þegar að Hleðslumótið í CrossFit fór fram á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. „Það þýðir ekkert að dvelja í fortíðinni og hugsa hvað eitthvað var leiðinlegt, erfitt eða ósanngjarnt. Það hjálpar ekki neitt. Það sem skiptir máli er að horfa fram, hugsa um það sem maður er að gera núna og tækla það.“ Ragnheiði Söru þarf ekki að kynna fyrir neinum CrossFit áhugamanni eða konu. Hún var mætt á Hleðslumótið á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Hérna er hún í viðtali hjá Skúla B....

Duration:00:24:00

#53 Siguróli Kristjánsson „Moli“ - Knattspyrnukempa

9/24/2019
More
Siguróli Kristjánsson, eða Moli eins og hann er betur þekktur, hefur ýmsa fjöruna sopið. Moli spilaði fótbolta með Þór Akureyri og á að baki tvo A landsleiki. Síðar hefur hann verið þjálfari og var til dæmis lengi í þjálfarateymi Þór/KA. Moli var í sumar í grasrótarstarfi fyrir KSÍ þar sem hann fór um allt land og setti upp fótboltabúðir fyrir krakkana á staðnum.

Duration:00:27:28

#52 Sigurður Hjörtur Þrastarson - CrossFit Games og dómgæsla í handbolta og knattspyrnu

9/17/2019
More
Crossfitkeppandinnn og þjálfarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson mætti í settið til Skúla Geirdal á mánudaginn í Taktíkinni. Sigurður hefur tvisvar farið út og keppt á Crossift Games: 2019 – 3. Sæti í flokki 35-39 ára 2016 – 34. Sæti í liðakeppni CrossFit XY Hér segir Sigurður frá upplifun sinni af leikunum í einlægu og skemmtilegu viðtali. Regionals 2018 – 16. Sæti – Europe 2017 – 25. Sæti – Meridian 2016 – 4. Sæti – Meridian – Liðakeppni 2015 – 30. Sæti – Meridian 2014 – 42. Sæti –...

Duration:00:28:21

#51 Egill Ármann Kristinsson - Eigandi Training for Warriors á Akureyri

9/9/2019
More
Egill Ármann Kristinsson eigandi Training For Warriors Akureyri er gestur kvöldsins hjá Skúla Braga Geirdal í Taktíkinni. Egill hefur nú verið eigandi í 3 ár og það er heldur betur margt sem hefur breyst á þeim tíma síðan að hann tók við. Liðsheild - hugarfar - samheldni - samskipti og margt fleira Egill hefur starfað bæði við einkaþjálfun og þjálfun liðs í handbolta- og knattspyrnuþjálfun. Nú sameinar hann þetta tvennt í bráðskemmtilegri hóptímaþjálfun í Training for Warriors. En hvernig...

Duration:00:25:50

#50 Tryggvi Kristjánsson, Líkamsræktin Bjarg og Bjarki Kristjánsson, Crossfit Akureyri

9/4/2019
More
Tryggvi Kristjánsson einn eigenda á Líkamsræktinni Bjargi á Akureyri og Bjarki Kristjánsson þjálfari á Crossfit Akureyri eru gestir Skúla Braga í fimmtugasta þættinum af Taktíkinni. Æfingar - næring - heilsa - hvíld Nú er tíminn þar sem að margir eru að snúa aftur til baka í líkamsrækt eftir sumarfrí og þá er alltaf hættan að menn og konur ætli að gera það eins og sönnum íslendingum sæmir og taka það með trompi. Hvað er það helst sem ber að varast þegar að maður kemur aftur eftir...

Duration:00:29:08

#49 Jón Stefán Jónsson - Íþróttafulltrúi Þórs

9/2/2019
More
Nýr íþróttafulltrúi Þórs Jón Stefán Jónsson, eða Jónsi eins og hann er jafnan kallaður, hefur tekið við starfi íþróttafulltrúa Þórs. Jónsi hóf knattspyrnuþjálfun hjá Þór árið 2003 og um tíma var hann yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Þá hefur Jónsi einnig starfað sem knattspyrnuþjálfari hjá Val og Haukum, auk Tindastóls þar sem hann er m.a. þjálfari meistaraflokks kvenna.

Duration:00:26:13

#49 Jón Stefán Jónsson - Íþróttafulltrúi Þórs

8/27/2019
More
Nýr íþróttafulltrúi Þórs Jón Stefán Jónsson, eða Jónsi eins og hann er jafnan kallaður, hefur tekið við starfi íþróttafulltrúa Þórs. Jónsi hóf knattspyrnuþjálfun hjá Þór árið 2003 og um tíma var hann yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Þá hefur Jónsi einnig starfað sem knattspyrnuþjálfari hjá Val og Haukum, auk Tindastóls þar sem hann er m.a. þjálfari meistaraflokks kvenna.

Duration:00:27:26

#48 Hallgrímur Jónasson - Knattspyrnumaður

8/27/2019
More
Í þessum þætti spjallar Skúli Bragi við Hallgrím Jónasson, betur þekktan sem Hadda, um knattspyrnuferilinn. Hann er leikmaður KA á Akureyri um þessar mundir, en er uppalinn hjá Völsung á Húsavík. Frá Húsavík færði hann sig yfir til Þór og spilaði með þeim í 1. deildinni áður en hann fór til Keflavíkur þar sem hann spilaði í efstu deild. Þaðan lá leiðin út til GAIS Gautaborg og síðar SønderjyskE í Danmörku, Odense BK og Lyngby. Haddi á að baki 16 leiki og 3 mörk með A-landsliði...

Duration:00:27:20

#47 Ingi Þór Ágústsson - Yfirþjálfari Sundfélagsins Óðins

8/27/2019
More
Ingi Þór Ágústsson nýr yfirþjálfari Sundfélagsins Óðins er gestur þáttarinns að þessu sinni. Ingi, sem er hjúkrunarfræðimenntaður, hefur komið víða við á ferlinum og m.a. setið í framkvæmdastjórn ÍSÍ, verið viðriðinn körfuboltann hjá Þór og lýst sundi með tilþrifum í sjónvarpi. Í þættinum fáum við að kynnast Inga í nærmynd og heyra hvaða sýn hann hefur á þjálfun og íþróttaiðkun barna og unglinga.

Duration:00:28:57

#46 Jón Ingi Baldvinsson - Yfirþjálfari yngriflokka í körfubolta hjá Þór

8/27/2019
More
Jón Ingi Baldvinsson yfirþjálfari yngriflokka í körfubolta hjá Þór verður gestur þáttarinns að þessu sinni. Körfuknattleiksdeild Þórs verður í sumar í fyrsta skipti með körfuboltabúðir fyrir stelpur og stráka á aldrinum 9-15 ára. Markmið með þjálfun í yngriflokkum, starf yngriflokka, þjálfun í körfubolta, baráttan um iðkendur og margt fleira.

Duration:00:23:49

#45 Ómar Bragi Stefánsson - UMFÍ

8/27/2019
More
Ómar Bragi Stefánsson veit sannarlega hvað hann syngur þegar að kemur að því að setja upp Landsmót enda starfað hjá UMFÍ í 15 ár. Hann er gestur Skúla Braga að þessu sinni. Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ, Landsmót, Unglingalandsmót, Landsmót 50+, Hreyfivika og margt fleira.

Duration:00:28:07

#44 Arnar Bill - Fræðslustjóri KSÍ

8/27/2019
More
Arnar Bill Gunnarsson tók við starfi fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands 1. febrúar 2013 en hann starfaði áður hjá Breiðabliki, fyrst sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og síðan sem yfirþjálfari yngri flokka. Arnar mætir í settið til Skúla Braga til þess að ræða þjálfaramenntun KSÍ ásamt öðrum námskeiðum eins Námskeið fyrir fólk sem situr í stjórnum knattspyrnudeilda.

Duration:00:25:59

#43 U16 landslið kvenna í körfubolta - KKÍ

8/27/2019
More
Lokahópur U16 ára landsliðs kvenna í körfubolta ferðaðist til Akureyrar til þess að æfa þar saman yfir eina helgi til þess að undirbúa sig undir komandi átök á Norðurlandamótinu í Finnlandi og Evrópu-mótinu í Búlgaríu í sumar. Við hittum leikmenn og þjálfara liðsins í Höllinni á Akureyri. Ingar Þór Guðjónsson - Aðalþjálfari U16 Karen Lind Helgadóttir - Leikmaður Þórs Helena Harldsdóttir - Leikmaður Vestra Vilborg Jónsdóttir - Leikmaður Njarðvíkur

Duration:00:26:32

#42 Klara Bjartmarz - Framkvæmdastjóri KSÍ

8/27/2019
More
Klara Bjartmarz er fyrsta konan sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra KSÍ frá því að fyrsti launaði framkvæmdastjórinn var ráðinn árið 1967. Hún hefur starfað fyrir KSÍ síðan í janúar 1994, lengst af við mótamál og landslið kvenna. Þá gegndi hún jafnframt starfi skrifstofustjóra KSÍ um árabil. Að auki hefur Klara starfað fyrir UEFA sem eftirlitsmaður á alþjóðlegum leikjum. Klara er einnig mikil kajakkona og varð Íslandsmeistari kvenna í róðri á sjókajak 2014 og í kjölfarið valin kajakkona...

Duration:00:25:40

#41 Viðar Sigurjónsson - ÍSÍ

8/27/2019
More
Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ mætti í settið til Skúla Braga til þess að ræða um íþróttir á landsbyggðunum. Stefna ÍSÍ í barna- og unglingaíþróttum, þjálfaramenntun, verðlaunaafhendingar í yngriflokkastarfi og fyrirmyndarfélög og fyrirmyndarhéruð ÍSÍ.

Duration:00:28:01

#40 Íþróttakjörsvið Háskólans á Akureyri

8/27/2019
More
Taktíkin heldur uppá fertugasta þáttinn með því að fjalla um íþróttakjörsvið í Háskólanum á Akureyri. 🎈 Hingað til höfum við rætt við íþróttafólk og þjálfarna sem þjálfa þau, en hver þjálfar þjálfarana? Í þættinum kynnum við okkur kennaranám á íþróttakjörsviði í Háskólanum á Akureyri, sem veitir sérhæfingu til kennslu í íþróttum auk undirstöðu til að sinna almennri kennslu. Nanna Ýr Arnardóttir og Kristín M. Jóhannsdóttir mæta í settið til Skúla Braga til þess að ræða málin. Þá mættir...

Duration:00:24:41

#39 Eva Reyjkalín - Dans

8/27/2019
More
Eva Reykjalín Elvarsdóttir danskennari og einn af eigendum Dansskólans Steps á Akureyri mætir í settið til Skúla Braga. Listdans sem íþróttagrein - möguleikar í dansi - þjálfun og æfingar - uppgangur - iðkendafjöldi og margt fleira.

Duration:00:26:25

#38 Sigþór Gunnar, markmiðasetning og Katrín Mist, Dansstúdíó Alice

8/27/2019
More
Sigþór Gunnar Jónsson, handboltamaður og Katrín Mist Haraldsdóttir danshöfundur og eigandi Dansstúdíó Alice eru gestir Skúla Braga að þessu sinni. Sigþór Gunnar Jónsson er ungur og efnilegur handboltamaður frá Akureyri. Hann byrjaði ungur að setja sér markmið til þess að vinna markvisst að því að koma sér áfram í sportinu. Hér fáum við að heyra hans sögu og ráðleggingar varðandi markmiðasetningu. Katrin Mist Haraldsdóttir danshöfundur og eigandi Dansstúdíó Alice mætti í settið til...

Duration:00:25:07

#37 María Finnbogadóttir - Íslandsmeistari í svigi

8/27/2019
More
María Finnbogadóttir Íslandsmeistari í svigi „Ef þú ert ekki tilbúin að fórna því venjulega þá verður þú að sætta þig við það eðlilega.“ María Finnbogadóttir flutti 14 ára út til Austurríkis til þess að elta draum sinn um að ná langt í skíðaíþróttinni. Við gripum tækifærið meðan að María var stödd hér á landi og fengum hana í viðtal í Taktíkinni. María er með skýr markmið um að ná langt í skíðaíþróttinni, en leiðin á toppinn er ekki alltaf bein og það að vera afreksíþróttamaður felur í...

Duration:00:25:50