Rauða borðið-logo

Rauða borðið

1 Favorite

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Location:

United States

Description:

Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Language:

Icelandic


Episodes
Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Rauða borðið: Stríð breiðist út, þinglok og fatlað fólk í sögunni

6/24/2024
Mánudagurinn 24. júní Stríð breiðist út, þinglok og fatlað fólk í sögunni Hilmar Þór Hilmarsson prófessor og Tjörvi Schiöth doktorsnemi ræða stríðið í Úkraínu og skuldbindingar Íslands gagnvart því. Eru stjórnvöld að grafa undan öryggi landsins með stefnu sinni? Í síðasta Þingi Rauða borðsins fyrir sumarfrí verður farið yfir umdeild þingmál sem fóru í gegn á lokametrum vorþingsins. Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Inga Sæland og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi fara yfir stöðuna. Sólveig Ólafsdóttir doktor í sagnfræði segir okkur frá ritgerð sinni: Eitt hundrað og eina sögu af jaðri samfélagsins, sem fjallar um fatlað fólk í sögunni.

Duración:03:58:20

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Synir Egils: Þinglok, goslok og endalok sumra flokka

6/23/2024
Sunnudagurinn 23 . júní: Synir Egils: Þinglok, goslok og endalok sumra flokka Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Benedikt Erlingsson leikstjóri, Brynjar Níelsson lögmaður og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræða stöðu ríkisstjórnar og stjórnmálaflokka í þinglok, afgreid og óafgreidd mál á Alþingi, togstreitu í samfélaginu og átök. Þeir bræður munu síðan taka púlsinn á pólitíkinni.

Duración:01:59:37

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Helgispjall: Guðrún Hallgríms

6/22/2024
Laugardagurinn 22. júní Helgi-spjall: Guðrún Hallgríms Gestur okkar í Helgi-spjalli er Guðrún Hallgrímsdóttir verkfræðingur sem segir okkur frá Rauðsokkum, þörungum, Austur-Þýskalandi, sínu fólki , uppvexti og mótun, hugsjónum og harmi.

Duración:02:23:03

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 25

6/21/2024
Föstudagurinn 21. júní Vikuskammtur: Vika 25 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Björgvin Þór Þórhallsson kennari, Jovana Pavlović mannfræðingur, Viktor Pétur Finnsson formaður SUS og Zúzanna Korpak nemi í hagnýtri siðfræði og þjálfari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af þinglokum, hraunrennsli, þjóðhátíð og pólitískum átökum.

Duración:01:47:37

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Rauða borðið - Bretland, mannúð, sagnaskemmtun og Gaza

6/20/2024
Fimmtudagurinn 20. júní Bretland, mannúð, sagnaskemmtun og Gaza Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR og Sveinn Máni Jóhannesson nýdoktor er hjón og áhugafólk um pólitík, ekki síst bresk stjórnmál. Þau ræða við okkur um komandi kosningar. Sigrún Steinarsdóttir sálfræðingur hlaut nýverið fálkaorðuna fyrir framlag til mannúðarmála. Hún berst gegn fátækt sem hún segir vaxandi vanda. Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur safnaði textum almennings í bók sem hún kallar Bragðaref, syrpu af kræsingum til að hafa sem húslestur. Í lok þáttar kemur Tjörvi Schiöth doktorsnemi í sagnfræði og ræðir ástandið í Palestínu og Ísrael.

Duración:03:38:55

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Rauða borðið 19. júní - Stjórnarandstaðan, Argentínuforseti og fæðingarorlof

6/19/2024
Miðvikudagurinn 19. júní: Stjórnarandstaðan, Argentínuforseti og fæðingarorlof Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir ræðir ítarlega hlutskipti stjórnarandstöðunnar á tímum óvissu og sundrungar. Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor segir okkur frá Javier Milei forseta Argentínu, stefnu hans og andstöðunni við hana. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skólastjóri leikskólans á Holti ræðir við okkur um fæðingarorlof, umönnunargatið og stöðu barnafjölskyldna.

Duración:02:23:35

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Rauða borðið - Biðlistar, Úkraína, Frakkland og blessuð sagan

6/18/2024
Þriðjudagurinn 18. júní Biðlistar, Úkraína, Frakkland og blessuð sagan Hólmsteinn Bjarni Birgisson húsamálari segir okkur frá reynslu sinni af biðlistum eftir sérfræðilæknum. Tjörvi Schiöth doktorsnemi í sagnfræði segir okkur frá varnarsamningi Íslands og Úkraínu, stöðunni á vígvellinum og friðarsamningum. Torfi H. Tulinius prófessor ræðir um pólitíska upplausn í Frakklandi. Sigurður Gylfi Magnusson prófessor segir okkur frá hinni stórkostlegu ritröð: Sýnishorn íslenskrar alþýðumenningar, þar sem lesa má um persónur sögunnar sem ekki sjást í öðrum sögum.

Duración:03:42:36

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Helgi-spjall: Þorvaldur Þórðarson

6/15/2024
Laugardagurinn 15. júní Helgi-spjall: Þorvaldur Þórðarson Í Helgi-spjall kemur Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur og segir sína sögu en líka sögu Íslands og jarðarinnar í gegnum eldgos og alls kyns hræringar.

Duración:02:48:46

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Vikuskammtur: Bragi Páll Sigurðarson, Elín Agla Briem, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Róbert Marshall

6/14/2024
Föstudagurinn 14. júní Vikuskammtur: Vika 24 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur, Elín Agla Briem þjóðmenningarbóndi, Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi og Róbert Marshall fjallamaður og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af pólitískum hrossakaupum, mótmælum og klassískum deilumálum, stríði, leit að vopnahléi og sveiflu til hægri.

Duración:02:05:11

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Rauða borðið - Efnahagur, leigjendur, sjókvíar og Frakkland

6/13/2024
Fimmtudagurinn 13. júní Efnahagur, leigjendur, sjókvíar og Frakkland Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar kemur til okkar og ræðir stöðu efnahagsmála. Drengur Óli Þorsteinsson, verkefnisstjóri hjá HMS, ræðir vanda leigjenda, enda ástandið ekki gott. Magnús Guðmundsson tölvunarfræðingur ræðir um sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem, íbúarnir vilja ekki sjá. Og Einar Már Jónsson sagnfræðiprófessor ræðir um pólitíska stöðu í Frakklandi, sem er viðsjárverð.

Duración:03:23:25

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Drengirnir okkar, banaslys, Samherji og Þýskaland

6/11/2024
Þriðjudagurinn 11. júní Drengirnir okkar, banaslys, Samherji og Þýskaland Ragnar Þór Pétursson kennari ræðir við okkur um stöðu drengja í skólakerfinu. Hvað er að? Eru drengirnir gallaðir eða skólinn? Þórhildur Elín Elínardóttir hjá Samgöngustofu kemur og ræðir hrinu dauðaslysa í umferðinni. Hvað er til ráða? Oddur Eysteinn Friðriksson myndlistarnemi kallaði yfir sig reiði Samherja og safnar nú fé til að gera varið sig fyrir stefnu fyrirtækisins í London. Ragnar Hjálmarsson stjórnmálafræðingur kemur til okkar og ræðir þýska pólitík, sem er í alvarlegri kreppu og átökum.

Duración:03:12:33

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Þingið, veik ríkisstjórn, meintur orkuskortur og Evrópusambandið

6/10/2024
Mánudagurinn 10. júní Þingið, veik ríkisstjórn, meintur orkuskortur og Evrópusambandið Þingmennirnir Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar og Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður pírata ræða hvort ríkisstjórnin springur á morgun ásamt Maríu Rut Kristinsdóttur sem situr nú á þingi fyrir Viðreisn. Bjarni Bjarnason fyrrum forstjóri Orkuveitunnar rökstyður álit sitt um að það þurfi lítið að virkja, að orkuskortur sé ekki fyrirsjáanlegur. Við ræðum svo úrslit kosninga til Evrópuþingsins við Íslendinga í ESB: Rósa Björk Brynjólfsdóttir í Frakklandi, Jón Sigurður Eyjólfsson á Spáni, Þorfinnur Ómarsson í Belgíu, Steingrímur Jónsson í Svíþjóð og Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä í Finnlandi.

Duración:03:02:14

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Synir Egils: Vandi ríkisstjórnar og Vg, vopnasala og óafgreidd mál

6/9/2024
Sunnudagurinn 9 . júní: Synir Egils: Vandi ríkisstjórnar og Vg, vopnasala og óafgreidd mál Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista, Svanborg Sigmarsdóttir framkvæmdastjóri Viðreisnar og Þórður Gunnarsson hagfræðingur og ræða stöðu ríkisstjórnar og stjórnmálaflokka, óafgreidd mál á Alþingi, togstreitu í varnarmálum milli forseta og ríkisstjórnar og margt fleiri. Þeir bræður munu síðan taka púlsinn á pólitíkinni.

Duración:01:44:14

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Helgi-spjall: Einar Már

6/8/2024
Laugardagurinn 8. júní Helgi-spjall: Einar Már Einar Már Guðmundsson kemur í helgi-spjall við Rauða borðið og segir okkar frá því hvernig hann varð sá sem hann er; frá ætt sinni og uppruna, fjölskyldu og vinum, kynslóð og baráttu, geðveiki og alkóhólisma og öðru sem mótað hefur líf hans.

Duración:03:36:51

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Rauða borðið - Vikuskammtur. Lenya Rún Taha Karim, Sara Stef. Hildar, Snorri Sturluson og Snorri Páll Jónsson

6/7/2024
Föstudagur 7. júní Vikuskammtur: Vika 23 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Lenya Rún Taha Karim varaþingkona, Sara Stef. Hildar feministi, Snorri Sturluson kvikmyndagerðarmaður og Snorri Páll Jónsson lausamaður og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af kjöri forseta, falli Vg, stríði og vetrarveðri og frásögnum af þrælavinnu og vondri stöðu drengja.

Duración:01:33:43

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

ESB, öryggisstefna, blaðamenn og Indland

6/7/2024
Fimmtudagurinn 6. júní ESB, öryggisstefna, blaðamenn og Indland Jón Steindór Valdimarsson formaður Evrópuhreyfingarinnar ræðir kosningar sem hófust í dag til Evrópuþingsins. Guðmundur Gunnarsson ræðir flótta fólks úr blaðamennsku yfir í pólitík og aðra geira. Helen Ólafsdóttir öryggisráðgjafi ræðir um öryggisstefnu Íslands, sem lituð er hernaðarhyggju. Guðmundur Gunnarsson ræðir eftirmál talningarklúðursins og stöðu fjölmiðlunar og stjórnmála. Flótta fjölmiðlamanna yfir í önnur störf ber á góma og sitthvað fleira. Og Guðjón Bjarnason arkitekt ræðir kosningarnar í Indlandi og það stóra og fjölmenna land.

Duración:02:43:52

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Fjórða valdið, innflytjendur, stétt, öryggi, óveður og leiklist

6/5/2024
Sverrir Björnsson hönnuður gagnrýnir stóru fjölmiðlana fyrir að hafa verið of hliðhollir Katrínu Jakobsdóttur í kosningunum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir unga innflytjendur ekki tengjast glæpum umfram aðra. Steinunn Gunnlaugsdóttir myndlistarkona opnar sýningu í Gluggagalleríinu Stétt. Hilmar Þór Hilmarsson ræðir um mun á áherslum nýkjörins forseta og stjórnvalda varðandi Úkraínustríðið. Sigurður Erlingsson landvörður segir frá vetri í júní. Og Níels Thibeaud Girerd kallaður Nilli mælir með leiklistarkennslu í grunnskólum.

Duración:03:36:53

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Vg, Wolt, almannatryggingar, UK og Úkraína

6/4/2024
Þriðjudagurinn 4. júní Vg, Wolt, almannatryggingar, UK og Úkraína Hvað verður um VG eftir brottför Katrínar Jakobsdóttur? Getur flokkurinn risið upp úr 3,3% fylgi? Vg-liðarnir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson nýdoktor, Sunna Valgerðardóttir starfsmaður þingflokksins og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi ræða um stöðu Vg. Saga Kjartansdóttir og Halldór Oddsson starfsmenn lögfræði- og vinnumarkaðssviðs Alþýðusambandsins segja okkur frá Wolt, sem flest bendir til að svíni á starfsfólki sínu. Við höldum áfram umræðu um breytingar á lögum um almannatryggingar. Nú eru komið að þingmönnum að ræða kosti og galla frumvarpsins. Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu, Inga Sæland Flokki fólksins og Steinunn Þóra Árnasdóttir Vg. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur og fréttaritari Samstöðvarinnar í London fjallar um kosningar í Bretlandi og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fjallar um Úkraínustríðið og öryggismál Evrópu og Íslands.

Duración:03:56:22

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Lögregluárás, elítur, þingið og heimilisofbeldi

6/3/2024
Mánudagurinn 3. júní Lögregluárás, elítur, þingið og heimilisofbeldi Við ræðum við fólk sem tók þátt í friðsamri mótmælastöðu við ríkisstjórnarfund en varð fyrir piparúðaárás lögreglunnar. Qussay Odeh, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Lukka Sigurðardóttir, Pétur Eggerz og Bergþóra Snæbjörnsdóttir. Við förum síðan í uppgjör á umræðunni fyrir forsetakjör. Nanna Hlín Halldórsdóttir heimspekingur, Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálaræðingur ræða deilur um elítur, valdastéttir og kvenhatur. Í ÞINGINU í umsjón Björn Þorláks kryfja þrír þingmenn þingmál komandi daga og áhrif forsetakjörs á stjórnmálin: Vilhjálmur Árnason í Sjálfstæðisflokki, Björn Leví Gunnarsson. Pírötum og Sigmar Guðmundsson í Viðreisn fara yfir málin. Loks ræðum við samspil jafnréttis og kynbundins ofbeldis við Lindu Dröfn Gunnarsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins og Ingveldi Ragnarsdóttur ráðgjafi og vaktstýru athvarfsins.

Duración:03:47:08

Pídele al anfitrión que permita compartir el control de reproducción

Synir Egils 2. júní - Nýr forseti, pólitíkin og sjómenn

6/2/2024
Sunnudagurinn 2 . júní: Sjómannadagurinn Synir Egils: Nýr forseti, pólitíkin og sjómenn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þorvaldur Gylfason, prófessor, Atli Þór Fanndal starfsmaður Pírata, Auður Jónsdóttir rithöfundur og blaðamaður og Helga Vala Helgadóttir lögmaður og ræða forsetakjörið og áhrif þess á samfélagið. Síðan kemur fólk úr kosningastjórn þriggja efstu í forsetakjörinu og ræða baráttuna: Karen Kjartansdóttir stuðningskona Höllu Hrundar Logadóttur, Friðjón R. Friðjónsson stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur og Vigdís Jóhannsdóttir stuðningskona Höllu Tómasdóttur. Þröstur Leó Gunnarsson leikari og sjómaður flytur ávörp óþekka sjómannsins og þeir bræður spjalla um sjómannadaginn, pólitíkina og forsetann.

Duración:02:28:27