Tolfan podcast-logo

Tolfan podcast

Sports & Recreation Podcasts >

More Information

Location:

Iceland

Twitter:

@12Tolfan

Language:

Icelandic


Episodes

011 - Landsliðsþjálfarapælingar og salsasósa

8/2/2018
More
Við náðum ekki að fara í þjálfarapælingar í HM-uppgjörinu svo við mættum aftur á Ölver til að taka þá umræðu. Fórum yfir hvort við viljum frekar íslenskan eða erlendan þjálfara, hentum fram nokkrum mislíklegum nöfnum og ræddum þau, komum með okkar valkosti ef við fengjum að ráða og spurðum okkur hver gæti eiginlega fengið salsasósuna. Þátttakendur í þessum þætti voru Árni Súperman, Björgvin Borat og Halldór gameday. Minnum á netfangið okkar, sendið póst á tolfanpodcast@gmail.com ef þið...

Duration:01:32:02

010 - HM-uppgjör Tólfunnar

7/28/2018
More
Eftir gott HM og gott sumarfrí eftir það ákváðum við að hittast á Ölveri og fara yfir HM. Við fórum yfir upplifun okkar af því að fara með vinnuhópum Tólfunnar á leiki, upplifun okkar af Rússlandi og HM, fórum yfir HM bæði út frá íslenska landsliðinu og bara út frá mótinu í heild. Við völdum það flottasta og besta af HM og í lokin sögðum við allir: Takk Heimir! Þátttakendur í þessum þætti voru Árni Súperman, Benni bongó, Halldór gameday og í fyrsta skipti mætti Björgvin Borat í þáttinn....

Duration:01:26:03

009 - Strákarnir á HM og stelpurnar í 1. sætið

6/19/2018
More
HM er byrjað! Hvílík gleði og þvílík frammistaða hjá liðinu í fyrsta leiknum. Árni og Birkir voru á staðnum og koma með sína upplifun á þessu og góðar ráðleggingar fyrir ferðalanga á leið til Rússlands. Stelpurnar okkar náðu líka fyrsta sætinu í sínum riðli í undankeppninni fyrir HM í Frakklandi. Við peppum þann leik því framundan er algjör partýstemning á kvennalandsleik 1. september. Förum líka yfir hvernig okkur finnst HM hafa byrjað, VAR-pælingar og fleira. Þátttakendur í þetta skiptið...

Duration:01:10:54

008 - Gameday-stemningin gegn Noregi og Gana plús pepp fyrir kvennalandsliðið

6/7/2018
More
Við tókum upp alls konar innslög í kringum leiki karlalandsliðsins við Noreg og Gana. Stemningin var heilt yfir mjög góð. Svo peppuðum við að sjálfsögðu kvennalandsliðið fyrir mjög mikilvægan leik gegn Slóveníu sem verður spilaður mánudaginn 11. júní 2018. Umsjón: Árni Súperman, Halldór Gameday og Ósi Kóngur. Viðmælendur: Alls konar skemmtilegt fólk sem mætti á landsleikina gegn Noreg og Gana. Minnum á netfangið okkar, sendið póst á tolfanpodcast@gmail.com ef þið viljið koma einhverju...

Duration:00:45:52

007 - Alls konar gagnlegar upplýsingar fyrir HM

6/1/2018
More
Við fengum mjög góðan gest til okkar í þáttinn. Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, bauð okkur upp á Hilton Hótel í spjall. Þar ræddum við um hans störf, ferðagrúppuna fyrir stuðningsfólk landsliðanna, Rússland og margt fleira. Hann svaraði spurningum frá hlustendum og við fórum líka aðeins yfir risapartý Tólfunnar og Tripical í Rússlandi. Þetta er sérstaklega gagnlegur þáttur fyrir þau ykkar sem ætlið að ferðast til Rússlands en vonandi líka skemmtilegur fyrir þau sem fara ekki þangað....

Duration:01:37:45

006 - Íslandsmet Tólfunnar, Iniesta, súpufundur, HM-pælingar og spjall við erlendan blaðamann

5/23/2018
More
Tólfan setti Íslandsmet! Við förum yfir það. Við erum annars búnir að vera uppteknir við að kveðja Iniesta, kíkja á súpulausan súpufund, spá fyrir um leikina á HM, spá í hóp Íslands á HM, skrifa upphitunarpistla og fleira. Við tókum líka smá spjall við erlendan blaðamann, John Leicester frá The Associated Press, um það hvernig er að vera einn af mörgum erlendum blaðamönnum sem koma til Íslands til að fjalla um íslenska fótboltaævintýrið. Þátttakendur í þetta skiptið voru Árni Súperman,...

Duration:01:30:50

005 - Perlað fyrir Kraft, HM-undirbúningur og stjórn Tólfunnar

5/6/2018
More
Við fengum Benna Bongó og Svenna, formann og varaformann Tólfunnar, til okkar í skemmtilegt spjall. Næsta laugardag verður perlað fyrir gott málefni á Laugardalsvelli, við fórum yfir hvernig undirbúningurinn gengur fyrir HM, pældum meira í væntanlegum HM-hópi karlalandsliðsins og ræddum það hvað það er gaman að vera Tólfa. Við afsökum smá tækniklúður eftir 10 mínútur, erum enn að læra á flottu, nýju upptökugræjuna úr Tónastöðinni. Þátttakendur í þetta skipti voru Halldór Gameday, Árni...

Duration:01:05:43

004 - Keflavík, HM-hópur, Meistaradeild kvenna og Drummsen

4/27/2018
More
Halldór og Ósi skelltu sér í smá road trip, alla leið til Sunny Kef þar sem Joey Drummsen mætti sem gestur í podcast Tólfunnar. Ræddum ýmis konar Tólfumál, fórum yfir pælingar varðandi væntanlegan HM-hóp karlalandsliðsins, kvörtuðum yfir skorti á Meistaradeild kvenna í íslensku sjónvarpi og margt fleira. Umsjón: Halldór Marteins og Ósi kóngur Gestur: Jóhann Drummsen Bianco Þökkum Tónastöðinni kærlega fyrir aðstoð við græjuuppfærslur fyrir podkastið, alltaf hægt að treysta á góða ráðgjöf...

Duration:01:27:03

003 - Páskaþáttur og fullt af fótboltaleikjum

4/12/2018
More
Páskarnir voru reyndar um daginn en það má alveg henda samt í páskaþátt. A-landslið kvenna spilaði 2 leiki í undankeppni HM. A-landslið karla spilaði 2 vináttuleiki. U21-karla spilaði vináttuleik og leik í undankeppni EM. Við auglýsum líka eftir HM-hóp hlustenda, sendið ykkar hóp á tolfanpodcast@gmail.com Svo ræddum við nýja stuðningsmannahringa frá Jóni og Óskari, Tólfutreyjurnar og alls konar fleira. Þátttakendur þessa vikuna voru Halldór, Árni og Ósi. Special thanks to our friends in...

Duration:01:41:06

002 - Ný treyja, Algarve og Bandaríkin

3/18/2018
More
Í öðrum þættinum af podcasti Tólfunnar ræddum við um nýju landsliðstreyjuna, Algarvemótið hjá kvennalandsliðinu sem er nýlokið, vináttuleikina framundan í Bandaríkjunum hjá karlalandsliðinu og ýmislegt fleira. Meðal annars kviknaði hugmynd að nýju stuðningsmannalagi fyrir HM í sumar. Þátttakendur í podcastinu að þessu sinni voru Halldór, Árni, Ósi, Birkir Ólafsson og Hilmar Jökull Stefánsson. Við minnum á að þið getið sent okkur skilaboð í gegnum Facebooksíðu Tólfunnar, Twittersíðu...

Duration:01:29:03

001 - Fyrsti þátturinn

3/17/2018
More
Hér er kominn fyrsti þátturinn af nýju Tólfupodkasti. Þetta er stuðningsmannapodkast íslensku fótboltalandsliðanna. Í þessum þætti ræddum við aðeins hvaða hugmyndir við höfum um þetta podkast, hvernig tilfinning það er að vera í Tólfunni, skiptumst á nokkrum reynslusögum og fórum yfir það hversu súper það getur verið að fara til Noregs. Þátttakendur í þessum þætti voru Halldór, Árni Þór, Ósi og Styrmir. Það er hægt að fylgjast með Tólfunni á heimasíðunni, Facebooksíðu Tólfunnar og...

Duration:01:10:20