Bioblaður-logo

Bioblaður

Arts & Culture Podcasts

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.

Location:

United States

Description:

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.

Language:

Icelandic


Episodes
Ask host to enable sharing for playback control

#285 The Rings of Power með Auðunni, Ragga og Aroni

4/24/2024
ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 2. desember 2022. Auðunn Torfi, Raggi Ólafs og Aron Andri eru allir rosalega miklir Lord of the Rings aðdáendur og vita alveg heilmikið um Tolkien og allt Middle-Earth lore-ið. Strákarnir kíktu til Hafsteins til að ræða risa seríuna, The Rings of Power, en strákarnir voru alls ekki sammála um gæði þáttanna og úr varð skemmtilegur og hitamikill þáttur. Þetta er algjört skylduáhorf fyrir alla Lord of the Rings aðdáendur! Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

Duration:02:40:38

Ask host to enable sharing for playback control

#284 Hot or Not með Kiddu Svarfdal

4/17/2024
Ritstjóri hun.is og einn af stjórnendum hlaðvarpsins Fullorðins, Kidda Svarfdal, kíkti til Hafsteins og tók þátt í skemmtilegum leik sem Hafsteinn bjó til. Hafsteinn fann 15 kynæsandi kvikmyndaplaköt sem hann varpaði á sjónvarpið í stúdíóinu og Kidda og Hafsteinn skiptust á að segja hvort þau væru virkilega heit eða ekki. Í þættinum ræða þau meðal annars hvort Jessica Alba sé með góð gen, hvort það sé kynæsandi að sjá Gerard Butler öskra framan á 300 plakatinu, hversu flottur Hugh Jackman er sem Wolverine, hvort Eva Green sé sexy í Sin City 2 og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

Duration:02:10:02

Ask host to enable sharing for playback control

#283 Topp 10 með Róbertu Michelle Hall

4/10/2024
Róberta Michelle Hall er skemmtikraftur, burlesque dansari og veislustjóri. Róberta sagði Hafsteini aðeins frá því sem hún er að gera þessa dagana og kom líka með topp 10 listann sinn. Í þættinum ræða þau meðal annars hversu góð lög eru í Django Unchained, hvort Leonardo DiCaprio hafi staðnað í þroska, hversu áhrifamikil The Green Mile er, hversu vanmetin A.I. er eftir Steven Spielberg, hversu mikilvægt er að hafa góðar fyrirmyndir í kvikmyndum, hversu mikinn áhuga Róberta hefur á misskildum persónum í leiknu efni og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

Duration:02:10:50

Ask host to enable sharing for playback control

#282 Topp 10 með Önnu Margréti

4/3/2024
Anna Margrét Pálsdóttir er hjúkrunarfræðingur og mikill kvikmyndaaðdáandi. Anna kíkti til Hafsteins með topp 10 lístann sinn. Í þættinum ræða þau meðal annars hversu skemmtileg Legally Blonde er, hversu fáránleg Face/Off er, hversu ógeðslegur Robert De Niro er í Cape Fear, hvort Quentin Tarantino sé myndarlegri en Richard Madden, Tom Hanks og hans leik í Captain Phillips og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

Duration:02:22:00

Ask host to enable sharing for playback control

#281 Topp 10 með Ásgeiri Sigurðs

3/27/2024
Ásgeir Sigurðsson er ungur kvikmyndagerðarmaður en hann gerði ásamt Antoni Karli kvikmyndina Harmur sem kom út árið 2021. Ásgeir gaf út fyrir stuttu sjónvarpsseríuna Gestir en serían er á streymisveitu Símans. Ásgeir skrifaði þættina, leikstýrði, framleiddi og leikur aðalhlutverkið ásamt Diljá Pétursdóttur. Ásgeir kíkti til Hafsteins og ræddi þættina og kom einnig með sinn topp 10 lista yfir sínar uppáhalds kvikmyndir. Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu sterk asísk kvikmyndagerð er, hversu magnaður leikari Ryan Gosling er, hvaða mynd hefur haft mestu áhrifin á Ásgeir, hversu sturlaður Denis Villeneuve er sem leikstjóri og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:02:08:04

Ask host to enable sharing for playback control

#280 Topp 10 með Ísrael Daníel Hanssen

3/20/2024
Ísrael Daníel Hanssen hefur komið áður til Hafsteins og rætt Óskarsverðlaunin en Ísrael er algjör sérfræðingur þegar kemur að Óskarnum. Hafsteinn var spenntur að fá hann til sín til að ræða eitthvað annað en Óskarinn og því mætti Ísrael með topp 10 listann sinn. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hversu fullkomin ævintýramynd Jurassic Park er, hversu góður Marlon Brando er í The Godfather, hvort Steve Martin sé bestur í Three Amigos, hversu sturluð 90’s tónlistin er í The Rock og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:02:51:24

Ask host to enable sharing for playback control

#279 Óskarinn 2024: Part II með Agli, Ísrael og Teiti

3/8/2024
Kvikmyndaneminn Egill Andri, Óskarsverðlaunasérfræðingurinn Ísrael Daníel og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon kíktu til Hafsteins til að ræða þessar tíu kvikmyndir sem eru tilnefndar sem besta mynd ársins. Í þessum seinni hluta ræða þeir myndirnar Oppenheimer, Anatomy of a Fall, American Fiction, The Holdovers og Killers of the Flower Moon. Strákarnir ræða einnig hversu góður leikur er í Anatomy of a Fall, hvort Oppenheimer sé besta Nolan myndin, hversu fyndin og hárbeitt American Fiction er, hvort DiCaprio hefði átt að fá tilnefningu og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:02:07:02

Ask host to enable sharing for playback control

#278 Óskarinn 2024: Part I með Agli, Ísrael og Teiti

3/6/2024
Kvikmyndaneminn Egill Andri, Óskarsverðlaunasérfræðingurinn Ísrael Daníel og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon kíktu til Hafsteins til að ræða þessar tíu kvikmyndir sem eru tilnefndar sem besta mynd ársins. Í þessum fyrri hluta ræða þeir myndirnar Barbie, Maestro, Past Lives, Poor Things og The Zone of Interest. Strákarnir ræða einnig hversu vinsæl Barbie var, hvort Greta og Margot hefðu átt að vera tilnefndar fyrir leikstjórn og leik, hvort það sé skilyrði fyrir Akademíuna að lesa handritin sem eru tilnefnd og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:02:11:13

Ask host to enable sharing for playback control

#277 Blade með Kilo

2/28/2024
ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 11. nóvember 2022. Í þessum þætti ræða strákarnir Blade seríuna en þeir eru báðir miklir Blade aðdáendur. Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu vel fyrsta myndin eldist, hvort Del Toro hafi staðið sig vel með mynd númer tvö, hvort Ryan Reynolds leiki alltaf sama karakterinn, hvort það hafi verið rétt ákvörðun að hafa Drakúla sem vonda kallinn í þriðju myndinni, hversu erfiður Wesley Snipes var við tökur á þriðju myndinni og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:01:44:06

Ask host to enable sharing for playback control

#276 Bíóspjall með Ivy Björgu

2/22/2024
Ivy Björg er áhættuleikari, Parkour iðkandi og loftfimleikalistamaður. Ivy hefur líka gríðarlegan áhuga á kvikmyndum og kvikmyndagerð og Hafsteinn var því spenntur að fá hana til sín í fjölbreytt bíómyndaspjall. Í þættinum ræða þau meðal annars hversu mikið Ivy elskar James Cameron, hvort hún væri til í að láta kveikja í sér sem áhættuleikari, hversu stórt Blu Ray safn hún á, hversu erfið Dahmer serían var, Cobra-Kai og karate bakgrunnurinn hennar Ivy og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:02:32:09

Ask host to enable sharing for playback control

#275 Lethal Weapon með Anthony, Hansel og Snorra

2/14/2024
ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 25. júlí 2023. Sjómaðurinn Anthony Evans Berry, leikarinn Hansel Eagle og matgæðingurinn Snorri Guðmundsson kíktu til Hafsteins til að ræða eina þekktustu kvikmyndaseríu allra tíma, Lethal Weapon. Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hver er besta Lethal Weapon myndin, hversu miklar bíómyndalöggur Riggs og Murtaugh eru, hversu gott chemistry er á milli Gibson og Glover, Rene Russo og hennar innkomu í Lethal Weapon 3, hvort einhver annar en Joe Pesci hefði getað leikið Leo Getz, hversu svalur Jet Li er sem vondi kallinn í Lethal Weapon 4 og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:02:26:40

Ask host to enable sharing for playback control

#274 Bíóspjall með Brynjólfi Guðmunds

2/7/2024
Brynjólfur Guðmundsson lærði húsgagnasmíði og verkfræði áður en hann flutti út með fjölskylduna til Los Angeles til að láta drauminn rætast. Brynjólfur hefur alltaf haft gríðarlegan áhuga á kvikmyndum og í fyrra ákvað hann að sækja um nám við kvikmyndaskólann New York Film Academy. Brynjólfur lærir ýmislegt í skólanum en sérstök áhersla er lögð á handritagerð. Brynjólfur kíkti til Hafsteins og ræddi allt milli himins og jarðar. Í þættinum ræða þeir meðal annars námið hans Binna í L.A., mikilvægi þess að elta draumana, hversu stíf dagskráin er hjá honum yfir árið, Rocky og hversu mikill Stallone aðdáandi Binni er, hvort leikstjórar eigi að taka fleiri áhættur, hversu geggjuð Jackie Brown er, ferilinn hans Christopher Nolan og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:02:31:21

Ask host to enable sharing for playback control

#273 Sexy 90’s með Kiddu Svarfdal

1/31/2024
ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 17. apríl 2023. Ritstjóri hun.is og einn af stjórnendum hlaðvarpsins Fullorðins, Kidda Svarfdal, kíkti til Hafsteins til að ræða erótíska þrillera. Í þættinum ræða þau myndirnar Basic Instinct, Sliver, Jade og Color of Night en þessar myndir voru þó nokkuð vinsælar á tíunda áratugnum. Þau ræða einnig hversu mikill aldursmunur var á Michael Douglas og Sharon Stone í Basic Instinct, hversu hræðilegur söguþráðurinn er í Color of Night, hversu ágengur Tom Berenger var í Sliver, hversu algengar reykingar voru á þessum tíma, kynlífsatriðin, hvort svona myndir séu í rauninni eitthvað kynþokkafullar og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:02:15:15

Ask host to enable sharing for playback control

#272 Topp 10: Part II með Óla, Mána og Haffa

1/19/2024
Kvikmyndasérfræðingarnir og Bíóblaðurs fastagestirnir Óli Bjarki og Máni Freyr kíktu til Hafsteins til að ræða sínar topp 10 kvikmyndir. Hafsteinn kom einnig með sinn topp 10 lista og úr varð því rúmlega fimm klukkutíma spjall sem skiptist í Part I og Part II. Í þessum seinni hluta ræða strákarnir meðal annars hvaða áhrif Spider-Man 2 hefur á Óla, hversu góð Mána finnst The Silence of the Lambs vera, hversu mikið Hafsteinn elskar Pulp Fiction, hvernig The Fountain er ekki mynd fyrir alla og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:02:44:46

Ask host to enable sharing for playback control

#271 Topp 10: Part I með Óla, Mána og Haffa

1/17/2024
Kvikmyndasérfræðingarnir og Bíóblaðurs fastagestirnir Óli Bjarki og Máni Freyr kíktu til Hafsteins til að ræða sínar topp 10 kvikmyndir. Hafsteinn kom einnig með sinn topp 10 lista og úr varð því rúmlega fimm klukkutíma spjall sem skiptist í Part I og Part II. Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir meðal annars hversu erfitt er að gera svona topp 10 lista, hvort The Rocketeer sé hin fullkomna ævintýramynd, hversu mikið Óli elskar For a Few Dollars More, af hverju Hafsteinn setur Barry Lyndon á listann sinn þrátt fyrir einungis eitt áhorf, Drakúla og hversu góður Bela Lugosi er í hlutverki greifans og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:02:49:08

Ask host to enable sharing for playback control

#270 Movie Legends: Hugleikur Dagsson vs. Óli og Máni

1/9/2024
Kvikmyndasérfræðingurinn Hugleikur Dagsson keppir við kvikmyndasérfræðingana Óla Bjarka og Mána Frey í pökkuðum spurningaþætti! Óli og Máni hafa unnið tvær keppnir og virðast vera óstöðvandi og Hafsteinn ákvað því að fá mjög verðugan andstæðing til að keppa við þá. Hugleikur Dagsson er gríðarlega öflugur keppandi og hefur sjálfur unnið nokkrar kvikmyndaspurningakeppnir. Strákarnir skiptast á að svara alls konar kvikmyndaspurningum en þar á meðal eru spurningar um 70’s glæpamyndir og 80’s grínmyndir, leikstjóraspurningar og plakatspurningar. Þessi þáttur er algjört skylduáhorf fyrir alla kvikmyndaaðdáendur. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:01:55:20

Ask host to enable sharing for playback control

#269 2023 með Ásgeiri Kolbeins

1/3/2024
Athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeins kíkti til Hafsteins til að ræða árið 2023. Strákarnir fara vel yfir árið og ræða meðal annars hversu þreytt þetta ofurhetjudæmi er orðið, hvort DiCaprio hafi náð að leika aumingja í Killers of the Flower Moon, hvort Barbie hafi hitt í mark hjá Ásgeiri, hversu vel heppnuð Oppenheimer var, hvort Tom Cruise ætti ekki að snúa sér að öðruvísi myndum eftir að nýja Mission Impossible floppaði, hvaða sjónvarpsseríur Ásgeir horfði á á árinu, hversu mikið strákarnir elskuðu John Wick 4 og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:03:25:52

Ask host to enable sharing for playback control

#268 2023 Quiz: Gummi Sósa vs. Snorri vs. Oddur Klöts

12/27/2023
Árið er senn á enda og Hafsteinn ákvað að enda það með stæl með því að fá núverandi spurningameistarann, Snorra Guðmundsson, til að koma og verja titilinn sinn í 2023 spurningakeppni. Hafsteinn bauð einum Bíóblaðurs fastagesti, Gumma Sósu, til að keppa við Snorra en Gummi Sósa hefur komið sterkur inn sem þrælskemmtilegur gestur og verðugur andstæðingur. Strákunum var hinsvegar komið á óvart með öðrum keppanda, Oddi Klöts, en Oddur mætti óvænt í miðjum upptökum. Úr varð frábær keppni þar sem strákarnir skiptast á að svara 2023 kvikmynda og sjónvarpsþátta spurningum. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:02:06:10

Ask host to enable sharing for playback control

#267 Comedy Quiz: Kilo vs. Villi Neto

12/17/2023
Rapparinn Kilo og leikarinn Villi Neto eru miklir kvikmyndaáhugamenn og grínistar. Strákarnir kíktu til Hafsteins til að keppa í skemmtilegri spurningakeppni. Hafsteinn samdi 60 spurningar sem allar snúast um grínmyndir að einhverju leyti. Í þættinum þurfa strákarnir meðal annars að svara almennum spurningum, flokkaspurningum og plakatspurningum. Hvað ár kom Mean Girls út? Hver var fyrsta myndin sem framleiðslufyrirtækið Happy Madison gaf út? Horfið á þáttinn til að komast að því. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:01:42:13

Ask host to enable sharing for playback control

#266 Rétt eða Rangt með Blaffa og Jóa Degi

12/13/2023
Rappararnir Blaffi og Jói Dagur kíktu til Hafsteins til að fara í skemmtilegan leik. Hafsteinn samdi tíu fullyrðingar sem hann varpaði á sjónvarpið í stúdíóinu. Strákarnir skiptust síðan á því að segja hvort fullyrðingin væri rétt eða röng. Í þættinum ræða þeir meðal annars hvernig Blaffi myndi lemja Ghostface en myndi líklegast vera stútað af Michael Myers, hversu mikið Jói Dagur elskar The Big Lebowski, hvort Omni-Man gæti drepið Superman, hvort Samuel L. Jackson sé svalari en Denzel Washington og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Popp Smells frá Nóa Síríus.

Duration:02:07:35