Heimsendir-logo

Heimsendir

Technology Podcasts

Heimsendir eru þættir sem fjalla um Japan, japanska sögu og menningu. Þáttastjórnandinn Stefán Þór býr ásamt fjölskyldu sinni í Japan og segir okkur frá lífinu þar - hvernig það er að vera leikari í Japan, hvaða tækifæri eru að finna og hvaða áskorunum fólk þarf að mæta í landi hinnar rísandi sólar. Heimsendir byrjaði sem umræðuþáttur um mismunandi sviðsmyndir heimsenda - allt frá gervigreind til uppvakninga, líftækni til heimsstyrjaldar. Nú þegar Stefán Þór er búsettur í Japan er fókusinn færður þangað en inn á milli má finna heimsendatengt efni á borð við uppgang gervigreindar, geópólitík Austur Asíu, Kína, Rússland og fleira. Upphafs- og endastef: Ísidór Jökull Bjarnason. Artwork: Sherine Otomo

Location:

United States

Description:

Heimsendir eru þættir sem fjalla um Japan, japanska sögu og menningu. Þáttastjórnandinn Stefán Þór býr ásamt fjölskyldu sinni í Japan og segir okkur frá lífinu þar - hvernig það er að vera leikari í Japan, hvaða tækifæri eru að finna og hvaða áskorunum fólk þarf að mæta í landi hinnar rísandi sólar. Heimsendir byrjaði sem umræðuþáttur um mismunandi sviðsmyndir heimsenda - allt frá gervigreind til uppvakninga, líftækni til heimsstyrjaldar. Nú þegar Stefán Þór er búsettur í Japan er fókusinn færður þangað en inn á milli má finna heimsendatengt efni á borð við uppgang gervigreindar, geópólitík Austur Asíu, Kína, Rússland og fleira. Upphafs- og endastef: Ísidór Jökull Bjarnason. Artwork: Sherine Otomo

Language:

Icelandic


Episodes
Ask host to enable sharing for playback control

#120 Allt sem þú þarft fyrir ferðalag til Japans

4/23/2024
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni á patreon.com/heimsendir Stórborgir eða smábæir? Sumar eða vetur? Reiðufé eða kort? Tattú eða bað? Í þessum þætti svara ég ykkar spurningum varðandi ferðalög til Japans. Ég minni á að það má senda mér spurningar beint ef fólk vill kafa dýpra. Njótið vel!

Duration:00:05:13

Ask host to enable sharing for playback control

#119 Lífið í Sapporo - Svona verðurðu 120 ára (OPINN ÞÁTTUR)

4/16/2024
Ég ætla að verða 120 ára og ég hef fundið formúluna! Í þessum þætti fjalla ég um hreyfingu, mataræði, föstur, stress, tilgang og fleira tengt langlífi, sem og punkta um lífið í Japan og nýtilkomna japönskukennslu. Kæri hlustandi, þessi þáttur er opinn en ég minni á Patreon fyrir heldra fólk.

Duration:01:07:49

Ask host to enable sharing for playback control

#118 Lífið í Sapporo - Er nútíminn bestur eða verstur? (OPINN ÞÁTTUR)

4/2/2024
Hvernig kemst maður í gegnum ósigra? Hvernig lifum við með samfélagsmiðlum? Af hverju í ósköpunum þurfum við að vinna 40 tíma vinnuviku? Í þessum þætti fjöllum við um kosti og galla nútímans ásamt stuttri japönskukennslu og punktum um lífið í Sapporo. Kæri hlustandi, þátturinn er opinn í boði Bíó Paradís og Heimsendafjölskyldunnar á Patreon. Ef þú ert enn að lesa þá segi ég vel gert, og hvet þig síðan til að prófa Patreon frítt í 7 daga og sjá hvað setur. Takk fyrir að hlusta!

Duration:00:57:45

Ask host to enable sharing for playback control

#117 Rússneskir landnemar í Síberíu

3/26/2024
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni á: patreon.com/heimsendir Sturluð staðreynd: Það eru aðeins 6km á milli Japans og Rússlands. Í þessum þætti fjöllum við um rússneska landnema í Síberíu og þenslu rússaveldis í austur, alla leið að Kyrrahafi. Á vegi þeirra urðu frumbyggjaþjóðir Norður Asíu, nýjar dýra- og plöntutegundir og stórbrotin náttúra.

Duration:00:10:02

Ask host to enable sharing for playback control

#116 Að sigra veikindi (OPINN ÞÁTTUR)

3/19/2024
Ég var við dauðans dyr en nú rís ég eins og fönix upp úr ösku hreinsunareldsins. Í þessum þætti fjalla ég um baráttu við skæða sótt, ástæður fyrir veikindum og mögulegan lærdóm. Síðan má finna nokkra punkta um lífið í Japan og auglýsingar vikunnar. Þátturinn er opinn í boði Bíó Paradís og þeirra sem styðja Heimsendi á Patreon. Takk fyrir að hlusta!

Duration:01:04:23

Ask host to enable sharing for playback control

#115 Lífið í Sapporo - Við ætlum ekki að verða þyrluforeldrar

3/12/2024
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni á https://www.patreon.com/heimsendir Í þessum þætti skoðum við sálfræðimeðferðir barna og þyrluforeldra. Af hverju eru börnin óhamingjusamari en áður? Af hverju skrifa Bandaríkin upp á 41 milljón skammt af amfetamíni ár hvert? Auk þess eru punktar um lífið í Sapporo og smá umræða um geópólitík. Kæri hlustandi, ef þú ert enn að lesa þá minni ég á að þú getur prófað Patreon ókeypis í 7 daga, svo geturðu ákveðið hvort efnið sé fyrir þig eða ekki. Takk fyrir að hlusta!

Duration:00:08:16

Ask host to enable sharing for playback control

#114 Milljón á mánuði?

2/27/2024
Hlustið á þáttinn í heild sinni á: https://www.patreon.com/heimsendir Nýr sjálfshjálparþáttur frá Heimsendi. Þessi fjallar um aðferðafræði þess að verða ríkur, milljón á mánuði eða mánuð á milljón, jafnvægi milli vinnu og persónulegs lífs og margt fleira.

Duration:00:05:41

Ask host to enable sharing for playback control

#113 Lífið í Sapporo - Viðtöl við japani (OPINN ÞÁTTUR)

2/20/2024
Navalný og Pútín, Trump og Biden, vangaveltur um réttstöðulyftu, kaldar sturtur og svefnvenjur ungabarna. Í þessum þætti fjalla ég um síðustu vikur hér í Sapporo ásamt því að birta viðtöl við 4 unga japani. Allt efni Heimsendis er aðgengilegt á https://www.patreon.com/heimsendir

Duration:01:15:54

Ask host to enable sharing for playback control

#112 Japanska mannætan í París

2/13/2024
Þátturinn er aðgengilegur í fullri lengd á patreon.com/heimsendir Árið 1981 gerðist ungur japani sekur um mannát í París. Nokkrum árum síðar var hann kominn heim til Japan, þá frjáls maður. Í þessum þætti fjöllum við um þetta voðaverk, aðdragandan og eftirmál.

Duration:00:05:26

Ask host to enable sharing for playback control

#111 Japanskar bardagalistir (OPINN ÞÁTTUR)

2/6/2024
Súmóglíma, Jiujutsu, Aikido, Kendo, Karate og Júdó keppa hér um titilinn: Besta japanska bardagalistin! Vissulega er þetta huglægt mat en Heimsendir stendur við það. Sömuleiðis hvetjum við alla til að stunda eða allavega prófa japanskar bardagalistir. Þátturinn er í boði Bíó Paradís en ég minni á Patreon fyrir fólk sem vill kaupa sér gott karma í lífinu.

Duration:01:18:25

Ask host to enable sharing for playback control

#110 Lífið í Sapporo - Kvöldstund með gyðingum

1/30/2024
Hlustið á þáttinn í heild sinni á https://www.patreon.com/heimsendir Shabbat kvöldverður, mannanafnanefnd, 1000 kall á tímann, týpískur dagur í mínu lífi, makríll og loðna, vinna og borða. Þetta og margt fleira í þætti vikunnar!

Duration:00:06:32

Ask host to enable sharing for playback control

#109 Lífið í Sapporo - Yakuza í sánunni (OPINN ÞÁTTUR)

1/23/2024
Nýjir vinir mínir í Yakuza-glæpasamtökunum, þráðormar í fiski, plastbarkamálið ógurlega og heimsfréttir vikunnar. Í þessum þætti fjalla ég um lífið í Sapporo og það sem ég hef á heilanum þessa dagana. Þátturinn er í boði Bíó Paradís en ég minni á áskrift á Patreon fyrir fullan aðgang að öllu efni Heimsendis: https://www.patreon.com/heimsendir

Duration:01:18:07

Ask host to enable sharing for playback control

#108 Norður Kórea

1/16/2024
Hlustaðu í fullri lengd á https://patreon.com/heimsendir Hvaða þjóðarleiðtogi er háður svissneskum osti? Hvaða land refsar þremur kynslóðum fyrir einn glæp? Hvaða hljómsveit heldur tónleika með orrustuþotu á sviðinu? Í þessum þætti fjöllum við um Norður Kóreu - fortíð landsins og framtíð.

Duration:00:06:23

Ask host to enable sharing for playback control

#107 United States of Europe? (OPINN ÞÁTTUR)

1/9/2024
Mun Evrópa einhvern tímann sameinast í ríkjabandalagið USE? Sameinuð Evrópa eða Nýja Evrópa, með 450 milljónir íbúa, annað stærsta hagkerfi heims, herafla upp á 1,3 milljónir hermanna. Gæti þetta gerst? Í þessum þætti skoðum við Evrópu og ástæður þess að möguleg sameining gæti átt sér stað. Þátturinn er opinn í boði Bíó Paradís en ég minni á Patreon ef þú, kæri hlustandi, vilt styðja fjárhagslega við litla fjölskyldu í Japan.

Duration:00:57:12

Ask host to enable sharing for playback control

#106 Af hverju eru bestu myndavélarnar frá Japan? (OPINN ÞÁTTUR)

12/27/2023
Canon, Nikon, Fujifilm, Olympus, Sony, Panasonic, Ricoh, svona mætti lengi telja. Japan er geitin í myndavélaframleiðslu og verður líklega um ókomin ár. En af hverju? Í þessum þætti munum við skoða sögu japanskra myndavélaframleiðanda og leið þeirra á toppinn. Þátturinn er opinn í boði Bíó Paradís en ég minni heldra fólk á Patreon þar sem það getur stutt beint við barnafjölskyldu í Japan. Góðar stundir!

Duration:00:45:38

Ask host to enable sharing for playback control

#105 Lífið í Sapporo - Hnattræn hlýnun í Japan

12/19/2023
Hlustaðu í fullri lengd á https://patreon.com/heimsendir Síðasti þáttur fyrir jól fjallar um nýbakaða foreldra, lækkandi hitastig og snjó, brjóstamjólk, drykkjuhátíð þar sem innganga krefst ölvunar og auðvitað loftslagsmál í Japan.

Duration:00:07:27

Ask host to enable sharing for playback control

#104 Yukio Mishima II (OPINN ÞÁTTUR)

12/12/2023
Annar þáttur um japanska rithöfundinn og byltingarsinnann Yukio Mishima. Í þessum þætti fjöllum við um seinni hluta lífs hans, þar sem hann varð pólitískari og jafnvel herskárri. Við fjöllum um stærsta ritverk hans, Sjó frjóseminnar, og endalok lífsins á annarri hæð í herstöð í Tokyo. Þátturinn er í boði Bíó Paradís en ég minni á Patreon fyrir heldra fólk. Þar er allt efni Heimsendis á verði kaffibolla!

Duration:00:42:36

Ask host to enable sharing for playback control

#103 Lífið í Sapporo - 2 vikna sonur og 2 eldri konur

12/5/2023
Hlustaðu í fullri lengd á https://patreon.com/heimsendir Allt sem þú þarft að vita um líf mitt í Norður Japan. Í þættinum fjalla ég um son minn so far, japönsk nöfn á jólatertum, núðluauglýsingar, muninn á Íslandi og Írlandi, einmanaleika og samfélagið í Sapporo.

Duration:00:09:46

Ask host to enable sharing for playback control

#102 Yukio Mishima I (OPINN ÞÁTTUR)

11/28/2023
Þátturinn er í boði Bíó Paradís en ég minni á Patreon fyrir fullan aðgang að öllu efni Heimsendis. Fyrsti þáttur um rithöfundinn og byltingarsinnann Yukio Mishima. Í þessum þætti fjöllum við um uppvöxt Mishima og innreið í japanskt menningarlíf. Við tökum fyrir fyrstu skáldsögurnar, fyrirsætustörf og leiklist ásamt hugmyndafræðinni sem mótaði einn þekktasta rithöfund Japans.

Duration:00:33:01

Ask host to enable sharing for playback control

#101 Næsta stórveldi Asíu

11/21/2023
Hlustaðu í fullri lengd á https://patreon.com/heimsendir Þessi er RISASTÓR. Keppendur eru Japan, Kína, Indónesía og Indland. Keppnisgreinar eru efnahagur, hernaður og sjálfbærni. Í þessum þætti leitum við svars við spurningunni: Hvert er næsta stórveldi Asíu. Heimurinn er að breytast og næsta stórveldi Asíu mun hafa áhrif um allan heim - bein áhrif í gegnum stjórnmál, viðskipti og hernað, óbein áhrif í gegnum menningu og samskipti. Leikarnir hefjast!

Duration:00:07:49