Samstoðin-logo

Samstoðin

News

Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum. Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.

Location:

United States

Description:

Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum. Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.

Language:

Icelandic


Episodes
Ask host to enable sharing for playback control

Heima er bezt - Helgi Máni Sigurðsson

5/22/2024
Miðvikudagur, 22. maí Heima er bezt - Helgi Máni Sigurðsson Helgi Máni Sigurðsson er gestur Heima er bezt að þessu sinni. Mest er talað um trébáta síðustu aldar og eins nokkuð um fornbáta. Helgi Máni hefur frá mörgu að segja.

Duration:00:36:15

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið 22. maí - Fátækt, forsetakjör, fiskar og auðlindir

5/22/2024
Miðvikudagurinn 22. maí: Fátækt, forsetakjör, fiskar og auðlindir Við ræðum við tvö forsetaframbjóðendur um mál sem þeir hafa lagt áherslu á. Halla Tómasdóttir segir okkur hvers vegna samfélagið er á villigötum og frá þeirri vakningu sem hún telur nauðsynlega. Halla Hrund Logadóttir segir okkur frá sinni sýn á auðlindir þjóðarinnar og hvers vegna við þurfum að móta stefnu um nýtingu þeirra. Í byrjun þáttar kemur Guðmunda Greta Guðmundsdóttir öryrki að Rauða borðinu, en hún hefur lýst kjörum öryrkja í pistlaskrifum. Útgerðarmenn og sjómenn segja að fiskurinn sé að horast upp. Við fáum Jón Kristjánsson til að segja okkur hvað það merkir. Og Benedikt Sigurðarson kemur við og ræðir auðlindanýtingu, til sjávar og sveita en ekki síst í ferðaþjónustu.

Duration:03:31:45

Ask host to enable sharing for playback control

Sjávarútvegsspjallið - Almennt um Sjávarútvegsmál

5/22/2024
Sjávarútvegsspjallið 22. maí Almennt um Sjávarútvegsmál Gestir þáttarins eru Georg Eiður Arnarsson, Sveinbjörn Jónsson og Eyjólfur Ármannsson. Þáttastjórnandi er Grétar Mar Jónsson.

Duration:01:08:44

Ask host to enable sharing for playback control

Með á nótunum - 99

5/21/2024
Þriðjudagur 21. maí Með á nótunum - 99 Velheppnaðir Rottweiler tónleikar voru um helgina og fórum yfir það. Möguleg nýjung fyrir djammið var fundin upp í leiðinni. Cannes kvikmyndahátíðinn er í fullum gangi og Demi Moore er að slá þar í gegn. Óvænt heilsuhorn þáttarins var mætt aftur farið yfir þau mál. Björk Guðmundsdóttir veldur usla með Dj setti en við höldum með okkar konu. Aðeins lítið brot af því sem farið var yfir að ógleymdum afmælisbörnum.

Duration:01:11:22

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið 21. maí - Forsetakosningar og stúdentauppreisn

5/21/2024
Þriðjudagurinn 21. maí Forsetakosningar og stúdentauppreisn Forsetakosningarnar setja sitt mark á þátt kvöldsins. Fyrst koma þau Sigmundur Ernir Rúnarsson skáld og blaðamaður, Ásgeir Friðgeirsson PR-maður, Guðmundur Andri Thorsson rit- og pistlahöfundur og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor og fyrrum blaðakona og ræða kosningabaráttuna frá ýmsum sjónarhólum. Jón Gnarr forsetaframbjóðandi svarar til um hvað hann á við þegar hann segist vilja beita sér gegn leiðindum. Við sláum á þráðinn til Ísabellu Lenu Borgarsdóttur í Nijmegen í Hollandi þar stúdentar hafa reist tjaldbúðir á háskólalóðinni til stuðnings Palestínu. Og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi svarar til um hvað hún á við þegar hún segir að forseti verði að standa gegn þeim sem eiga og ráða.

Duration:03:26:14

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið 21. maí: Aukaþáttur - Grindavík

5/21/2024
Þeir Sigurbjörn Daði Dagbjartsson blaðamaður, Aðalgeir Jóhannsson netagerðanmaður og Magnús Gunnarsson trillukarl eruí hópi örfárra íbúa sem sem enn gista í Grindavík og hafa engin áform uppi um að gefast upp. Þeir eru mjög ósáttir við margt og ræða hispuslaust tilfinningar sínar pg skort sem þeir upplifa á mannlegu viðmóti í samtali við Björn Þorláks.

Duration:01:08:10

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið - Helgi-spjall: Harpa Njáls

5/18/2024
Laugardagurinn 18. maí Helgi-spjall: Harpa Njáls Harpa Njáls félagsfræðingur er gestur Helgi-spjalls, segir okkur frá baráttu sinni fyrir að samfélagið og stjórnmálin horfist í augu við fátæktina en líka frá uppvexti sínum á Suðureyri við Súganda, áföllum sem riðu yfir, basli og erfiðri lífsbaráttu, þátttöku sinni verkalýðsbaráttu og annarri baráttu fyrir betra lífi lágstéttanna.

Duration:02:42:05

Ask host to enable sharing for playback control

Heimsmyndir - Séra Gunnar Jóhannesson - 2. hluti

5/17/2024

Duration:01:18:02

Ask host to enable sharing for playback control

Vikuskammtur - Föstudagurinn 17. maí

5/17/2024
Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Guðrún Þórsdóttir stjórnarkona í Geðhjálp, Svavar Halldórsson stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona og Magnús Scheving höfundur, leikari og framleiðandi og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af baráttunni um Bessastaði, tröllum og tilfinningalegum gusum, grimmd gagnvart flóttakonum, bókabrennum og stríðum.

Duration:01:54:07

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið 16. maí - Breiðholt, dauðinn, karlmennska og fótbolti

5/16/2024
Fimmtudagurinn 16. maí Breiðholt, dauðinn, karlmennska og fótbolti Helgi Gíslason, skólastjóri Fellaskóla, kemur að Rauða borðinu og segir okkur frá skólanum og hverfinu þar sem er hæst hlutfall innflytjenda og fólks sem ekki talar íslensku heima. Salvör Nordal umboðsmaður barna er heimspekingur sem fjallað hefur um heilbrigðiskerfið. Hún ræðir við okkur um um dánaraðstoð. Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er leikrit um karlmennsku og fótbolta. Leikararnir Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson og Albert Halldórsson og söngvarinn Valdimar Guðmundsson taka þátt í þeirri sýningu og koma til okkar til að ræða hana, karlmennsku og fótbolta.

Duration:02:29:40

Ask host to enable sharing for playback control

Heima er bezt - Bjarki Bjarnason

5/15/2024
Miðvikudagurinn 15. maí Heima er bezt - Bjarki Bjarnason Mosfellingurinn Bjarki Bjarnason, rithöfundur og sagnamaður, er gestur Sigurjóns í þættinum Heima er bezt. Þeir ræða stríðsminjar, sögur af Halldóri Laxness og margt fleira. Tveir sagnamenn að segja sögur.

Duration:00:46:27

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið 15. maí - Forseti, hommar, húsaleiga og Breiðholt

5/15/2024
Miðvikudagurinn 15. maí: Forseti, hommar, húsaleiga og Breiðholt Við byrjum á umræðu um forsetakosningarnar. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Björn Þorláksson og Sigurjón Magnús Egilsson, gamalreyndir blaðamenn koma að Rauða borðinu og fjalla um kosningabaráttuna. Bjarni Snæbjörnsson leikari setti upp leikrit um eigin för sín út úr skápnum, Góðan daginn Faggi. Nú hefur hann skrifað bókina Mennsku um sama efni. hann segir okkur sína sögu. Í þinginu er frumvarp um breytingar á húsaleigulögum. Bjarni Þór Sigurðsson formaður húsnæðisnefndar VR og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna greina frumvarpið út frá hagsmunum leigienda og almennings, en frumvarpið er mest sniðið að hagsmunum leigusala. Kennararnir Maria Sastre og Marta Wieczorek búa í Breiðholti og eru þar menningarsendiherrar. Þær segja okkur frá hverfinu sínu og þeim breytingum sem það gengur í gegnum.

Duration:03:41:35

Ask host to enable sharing for playback control

Með á nótunum - 98

5/14/2024
Þriðjudagur, 14. maí Með á nótunum - 98 Það var farið yfir Eurovision sem er nýafstaðin og má segja að hún hafi ekki vakið mikla lukku. Þáttastjórnendur tóku kosningarprófið. Mataræði og heilsa kom mikið við sögu og Mannanafnanefnd. Óvæntur alheimshittari varð til þökk sé Sylvester Stallone og Steve Buscemi fékk óvænt kjaftshögg og kvikmynda og þátta meðmælin eru á sínum stað. Þetta er aðeins lítið brot af því sem farið var yfir í þættinum.

Duration:01:09:26

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið 14. maí - Forseti fólks eða elítu, andmannúð, kennarar í vígahug, sjókvíar & fjölpóla heimur

5/14/2024
Þriðjudagurinn 14. maí Forseti fólks eða elítu, andmannúð, kennarar í vígahug, sjókvíar og fjölpóla heimur Eru forsetakosningarnar átök milli elítunnar og fólksins? Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi svarar því. Íslensk stjórnvöld fluttu úr landi fórnarlömb mansals, sem þau höfðu hent á götuna fyrir tæpu ári. Drífa Snædal talskona Stígamóta reynir að ráða í hver sé ástæðan. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræðir stöðu kennara. Fara þeir í verkföll í haust? Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðingur telur að við eigum að byggja upp sjókvíaeldi en alls ekki eins og gert hefur verið. Og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor óttast kjarnorkustríð ef bandaríkin og Vesturveldin halda óbreyttri stefnu.

Duration:03:53:26

Ask host to enable sharing for playback control

Frelsið er yndislegt - #8 Frelsið er yndislegt - #8 Fjármálaóreiða og skuldafen fanga

5/14/2024
Frelsið er yndislegt, þriðjudaginn 14. maí Fjármálaóreiða og skuldafen fanga Í þættinum er sjónum beint að skuldavanda þeirra sem koma í fangelsi og mikilvægi þess að tekið sé til í fjármálum dómþola áður en þeir snúa aftur út í samfélagið. Reynsla í nágrannalöndum okkar hefur enda sýnt að ef ekki sé tekið á fjármálaóreiðu einstaklinga sé líklegra að þeir snúi á ný í fangelsi. Ástæður þess og hugsanlegar lausnir eru til umræðu í þætinum. Gestir þáttarins eru Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, Sigurður Ingi Jónasson, garðyrkjumaður og fyrrverandi fangi og Bjarki Magnússon, lögfræðingur sem fer fyrir Lögfræðiaðstoð Afstöðu. Stjórnendur þáttarins eru: Ásdís Birna Bjarkadóttir og Guðmundur Ingi Þóroddsson. Hægt að ná sambandi við Afstöðu, allan sólarhringinn í síma 556-1900 og Lögfræðiaðstoð Afstöðu í síma 666-1211.

Duration:01:05:18

Ask host to enable sharing for playback control

Reykjavíkurfréttir - Andrými

5/14/2024
Reykjavíkurfréttir, þriðjudagur 14. maí Andrými Við fáum innsýn inn í starfsemi Andrýmis sem er róttækt félagsrými sem hefur fyrst og fremst það hlutverk að útvega aðstöðu fyrir grasrótarhópa og einstaklinga til að hittast og skipuleggja baráttu sína fyrir auknu jafnrétti og frelsi. Með sjálfstæðri starfsemi sinni og skipulagningu vill Andrými greiða leið fyrir frekari baráttu í anda valdeflingar, frelsis, jafnréttis og gagnkvæmrar hjálpar. Jakob Beat Altmann, Elías Snær Einarsson og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir segja okkur frá Andrými.

Duration:00:39:10

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið 13. maí - Kaupmáttur, vextir, þingið, fjölmiðlar og Nató

5/13/2024
Mánudagurinn 13. maí Kaupmáttur, vextir, þingið, fjölmiðlar og Nató Hagráð verkalýðsins kemur að Rauða borðinu: Róbert Farestveit hagfræðingur Alþýðusambandsins, Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM og Stefán Ólafsson sérfræðingur Eflingar taka stöðuna á vaxta stefnu Seðlabankans og efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og velta fyrir sér hvort forsendur kjarasamninga muni halda. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir settust saman á þing fyrir 25 árum, árið 1999. Björn Þorláks fær þær í heimsókn í Þingið og líka tvo blaðamenn sem nýverið réðu sig í þjónustu þingflokka; Atla Þór Fanndal starfsmann Pírata og Sunnu Valgerðardóttir starfsmann Vg. Í lokin kemur Hilmar Þór Hilmarsson prófessor og ræðir varnar- og öryggisstefnu stjórnvalda út frá yfirlýsingum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra.

Duration:04:02:28

Ask host to enable sharing for playback control

Sjávarútvegsspjallið - Hafrannsóknir á Íslandi

5/13/2024
Sjávarútvegsspjallið, mánudaginn 13. maí Hafrannsóknir á Íslandi Gestir þáttarins að þessu sinni eru Arnar Atlason, Árni Sveinsson og Ólafur Jónsson (Óli ufsi) sem munu ræða hafrannsóknir á Íslandi og íslenska kvótakerfið. Þáttarstjórandi er Grétar Mar Jónsson.

Duration:01:07:28

Ask host to enable sharing for playback control

Synir Egils: Vaxtaokur, forsetakjör, pólitík og völd

5/12/2024
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessu sinni koma þau Helga Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, Sunna Sæmundardóttir fréttakona og Viðar Eggertsson leikstjóri og ræða vexti, forseta, söngvakeppni, pólitík og samfélagsmál. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Ragnhildi Helgadóttur rektor í spjall um valdsvið forsetans og hversu mikið megi teygja það og toga.

Duration:02:21:54

Ask host to enable sharing for playback control

Heimsmyndir - Grétar Halldór Gunnarsson

5/11/2024
Gestur þáttarins er Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kópavogskirkju. Hann kom í þáttinn til að ræða við Kristin um eðli trúar, sem hægt er að skoða bæði trúarlega, sálfræðilega og heimspekilega. Er kristnin með góða nálgun við þetta óræða eitthvað sem við köllum guð? Eru trúarbrögðin viðbrögð við meðvitund um takmarkanir tungumáls og skilnings? Þetta varð flókið og skemmtilegt spjall ólíkra huga.

Duration:01:01:04