Spegillinn RÚV-logo

Spegillinn RÚV

News >

More Information

Location:

Reykjavík, Iceland

Twitter:

@RUVfrettir

Language:

Icelandic


Episodes

Orkuveitan, Samtaka ESB-liðar og „Landflóttinn til Noregs“.

9/20/2018
More
Fréttir: Forsætisráðherra segir fyrirhugaðar heræfingar hér á landi fylgja því að vera í Atlantshafsbandalaginu. Engu máli skipti hvernig henni sem formanni Vinstri grænna líði með það. Dómsmálastjóri Evrópusambandsins, segist ætla að krefjast skýringa á því hvers vegna peningaþvætti í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi hafi farið framhjá starfsmönnum bankans og eftirlitsaðilum. Maður sem hlaut nítján ára dóm fyrir manndráp og fíkniefnasmygl krefst sýknu fyrir Landsrétti. Saksóknari segir...

Duration:00:29:54

Spegillinn 19. september 2018. Samningar sérgreinalækna, hættur Kirkju

9/19/2018
More
Fréttir: Ríkið hefur enga leið til þess að vega og meta samsetningu sérgreina líkt og nauðsynlegt er, segir heilbrigðisráðherra um nýfallinn dóm um samning Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna. Íslensk stjórnvöld ætla að framselja til Póllands meintan höfuðpaur í Euro Market málinu. Ráðist var í umfangsmiklar aðgerðir vegna þess í þremur löndum og lagt hald á miklar eignir. Dæmi eru um að leigjendur félagslegra íbúða í Reykjavík, hafi leigt þær ferðamönnum á Airbnb. Það er brot á...

Duration:00:29:57

Spegillinn 18. september 2018. Starfsmannamál Orkuveitu Reykjavíkur, f

9/18/2018
More
Fréttir: Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segist bera traust til Bjarna Bjarnasonar forstjóra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill bíða eftir niðurstöðu úttektar á starfsmannamálum og vinnustaðarmenningu Orkuveitunnar áður en hann lýstir yfir trausti. WOW air hefur tryggt sér 7,7 milljarða króna í skuldabréfaútboði, sem lauk í dag. Samheitalyf sem er nauðsynlegt fyrir fólk með brjóstakrabbamein hefur ekki verið fáanlegt á landinu í fjóra mánuði. Frumlyfið hefur verið til en það mun...

Duration:00:32:28

Spegillinn 17. September 2018

9/17/2018
More
Fréttir: Erlendur starfsmaður á veitingahúsi í Reykjavík segir að svo virðist sem atvinnurekendur á veitinga- og gistihúsum, sem brjóta á starfsfólki, telji að ekkert geti snert þá og þeir geti óáreittir haldið áfram iðju sinni. Hún hvetur starfsfólk til að hafa samband við stéttarfélög. Bergljót Baldursdóttir talaði við Önnu Mörtu Marjankowska. Heilbrigðisráðherra vill leiðrétta mismunun hjá börnum með fæðingargalla eins og til dæmis klofinn góm, hvað varðar endurgreiðslur fyrir...

Duration:00:29:59

Fall Lehman, hungur, fjallskil.

9/14/2018
More
Fréttir: Þetta er sögulegur dagur í íslenskri réttarsögu, segir settur ríkissaksóknari. Málflutningi í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmáls lauk í Hæstarétti í dag. Stjórnendur Wow Air segjast gefa út skuldabréf fyrir um 6,4 milljarða króna að lágmarki þegar skuldabréfaútboði fyrirtækisins lýkur á þriðjudag. Filippseyingar búa sig undir að fimmta stigs fellibylur skelli á þeim í fyrramálið. Ráðherra ferðamála sagði á Alþingi í dag að fara þurfi varlega í sérstaka gjaldtöku af...

Duration:00:32:07

Spegillinn: Sakleysi, Trump og falsfréttir.

9/13/2018
More
Spegillinn 13. September Fréttir: framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, hefur verið rekinn fyrir óviðeigandi framkomu við samstarfsfólk. Það er fagnaðarefni að verja eigi fjármunum til uppbyggingar Landspítalans, segir forstjóri spítalans. Hann er þokkalega ánægður með fjárlagafrumvarpið. Talsmaður forsætisráðherra Breta segir að viðtal við mennina tvo, sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Skripal-feðginunum, sé til skammar. Lengri umfjallanir: Það er kannski í takt við hvað allt er...

Duration:00:31:51

Spegillinn 12. September 2018

9/12/2018
More
Fréttir: Skipulögð brotastarfsemi færðist í aukana og fíkniefnabrotum fjölgaði á milli áranna 2016 og -17, að því er kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það verður rúmlega átta þúsund krónum dýrara að reka meðalfjölskyldubíl á ári verði fjárlagafrumvarpið að lögum. Framkvæmdatjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að eldsneytishækkanir í frumvarpinu bætist ofan á bensínverðið sem sé það hæsta í Evrópu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu...

Duration:00:31:23

Fjárlagafrumvarp og þungunarrof á Írlandi.

9/11/2018
More
Spegillinn 11. september Fréttir: Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar fyrirhugaðri lækkun tryggingagjalds en segir útgjaldaaukningu í fjárlagafrumvarpi benda til þess að stjórnvöld séu óhóflega bjartsýn. Seðlabankinn greip inn í gjaldeyrismarkaðinn í dag til að sporna gegn gengisveikingu íslensku krónunnar. Líklegt er að tekjur af ferðamönnum aukist í ár þó dregið hafi úr fjölgun þeirra. Hagfræðiprófessor segir hættu á samþjöppun og endurskipulagningu í greininni, verði landið of...

Duration:00:29:59

Spegillinn 10. september 2018. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loft

9/10/2018
More
Fréttir: Straumhvörf hafa orðið í fjárveitingum til loftslagsmála, segir forsætisráðherra. 6,8 milljarðar fara í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í dag. Eftir 12 ár verður að mestu óheimilt að kaupa nýja bíla, sem ganga eingöngu fyrir bensíni eða dísil. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðunum um brotthvarf Breta er vongóður um að samningur um aðskilnaðinn liggi fyrir innan tveggja mánaða. Enn séu þó nokkur erfið deilumál óútkljáð. Mansal á vinnumarkaði...

Duration:00:28:56

Spegillinn 7. september 2018. Greinin um Trump, Brexit og óskýr mörk m

9/7/2018
More
Fréttir: Bandarísk stjórnvöld óttast að efnavopnum verði beitt í yfirvofandi árás sýrlenska stjórnarhersins á uppreisnarmenn í Idlib í Sýrlandi. Forsetar Tyrklands, Rússlands og Írans komu sér ekki saman um viðbrögð við árásinni á fundi í dag. Barnaverndarnefndir vinna ekki í samræmi við lög og reglur og það getur valdið því að málin taka of langan tíma. Þetta er niðurstaða úr rannsókn á stjórnsýslu barnaverndarnefnda. Í Vestmannaeyjum eru álíka margar lundapysjur og í fyrra, segir...

Duration:00:29:51

Spegillinn 06. September 2018

9/6/2018
More
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Loftmengun hefur aldrei farið yfir heilsuverndarmörk við Kísilverið á Bakka. Þetta er niðurstaða Umhverfisstofnunar eftir fjórar eftirlitsferðir á jafnmörgum mánuðum. Niðurstöður mælinga voru kynntar á íbúafundi á Húsavík síðdegis. Mikil ólga er á svæðum síta í suðurhluta Íraks. Átta hafa fallið í mótmælum í borginni Basra í þessari viku, þar...

Duration:00:29:50

Spegillinn 05. september 2018. Traust í stjórnmálum. Samfélagsstyrkir

9/5/2018
More
Styttri fréttir: Heilbrigðisráðherra hafnar því að hafa brotið lög með því að neita að gera rammasamning við taugalækni. Hún segist ekki vera að ýta undir tvöfalt heilbrigðiskerfi með ákvörðun sinni. Setja þarf siðareglur fyrir aðstoðamenn ráðherra, og skýrari reglur um hagsmunaskráningu ráðherra og æðstu embættismanna, samkvæmt tillögum starfshóps forsætisráðherra um eflingu á tausti í stjórnmálum. Þeir sem tala fyrir hönd hagsmunaaðila, þurfa að skrá sig sem slíka, verði tillögur hópsins...

Duration:00:30:56

Spegillinn 4.9. Sænskar kosningar. Uppgjör við falsfréttir.

9/4/2018
More
Fréttir: Fjögur stærstu útgerðarfélög landsins högnuðust um 21 milljarð í fyrra. Hagnaður Samherja var tvöfalt meiri en hinna þriggja til samans. Aðalsamningamaður Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands skorar á Rússa og Tyrki að leita leiða til að koma í veg fyrir blóðbað í Idlib-héraði, þar sem stórsókn hersveita gegn uppreisnarmönnum er að hefjast. Lektor í hagfræði á bágt með að trúa því að tillaga fjármálaráðherra um eins prósents lækkun á lægra skattþrepi sé nóg að mati...

Duration:00:30:00

Spegillinn 3. september 2018

9/3/2018
More
Fréttir Allt að hundrað útköll björgunarsveita eru á hverju sumri vegna ferðamanna sem þvera óbrúaðar ár. Fulltrúi Landsbjargar telur að tjón vegna þessa nemi tugum milljóna og tekur undir með lögreglu að merkingum sé ábótavant. Vegagerðin segir erfitt að merkja breytileg vöð. Sigríður Dögg Auðunsdóttir talaði við Jónas Guðmundsson og Einar Pálsson. Taugalæknir sérhæfður í Parkinsons-sjúkdómnum tók á móti fyrstu sjúklingum sínum í dag. Þeir þurfa að greiða fullt verð því ráðuneytið hafnaði í...

Duration:00:31:10

Spegillinn 31. ágúst 2018. Banaslys í Þórsmörk, slys á byggingarsvæðum

8/31/2018
More
Fréttir: Erlend kona lést í slysi í Þórsmörk í dag. Tvennt var í bíl og reyndi að þvera Steinsholtsá, þegar bílinn rak niður ána. Karlmaðurinn komst á þurrt en konan fannst meðvitundarlaus á grynningum. 55 slösuðust vegna falls á byggingarsvæðum í fyrra. Vinnueftirlitið telur að það sé vanmat, sennilega hafi fimmfalt fleiri slasast, en ekki hafi verið tilkynnt um slysin. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu var myrtur í dag í sprengjutilræði á kaffihúsi í Donetsk. Þó svo að aukinn...

Duration:00:29:57

Gerðardómur í ljósmæðradeilu, uppgangur í Færeyjum, forsetakosningar í

8/30/2018
More
Styttri fréttir: Gerðardómur í ljósmæðradeilunni skilaði ríkissáttasemjara úrskurði sínum síðdegis. Dómurinn ákvað að meta eigi kandídatsgráðu ljósmæðra til jafns við hjúkrunarfræðing með sérnám. Þá á að greiða ljósmóðurnemum laun. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélag Íslands, segir erfitt að segja til um hvort niðurstaða gerðardóms verði til þess að sátt náist meðal ljósmæðra. Formaður Tannlæknafélags Íslands telur að nýr samningur félagsins og Sjúkratrygginga komi til með fækka...

Duration:00:29:59

Efnahagsástandið, rafbílavæðing.

8/29/2018
More
Spegillinn 29. ágúst 2018 Fréttir: Þó að rekstur flugfélaganna verði erfiðari, þýðir það ekki að hér verði kollsteypa, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Gjaldeyrisforðinn sé stærri en nokkru sinni, skuldastaða ríkissjóðs betri en hún hefur verið lengi og eiginfjárstaða bankanna sé góð. Ragnhildur Thorlacius. Eftir 500 daga á hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum hér á landi að vera orðin tíu prósent. Horfurnar á því að markmiðið náist eru ágætar. Árangurinn skrifast þó ekki...

Duration:00:30:56

Spegillinn 28. ágúst 2018

8/28/2018
More
Stjórnarformaður Icelandair segir mistök hafi verið gerð þegar leiðakerfi félagsins var breytt. Hann segir ekki hafa verið lagt að forstjóranum að segja upp. Félags- og jafnréttismálaráðherra vill að fyrirtæki bretti upp ermarnar og ljúki jafnlaunavottun fyrir áramótin. Engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort dagsektum verði frestað. Fyrirtækið Eco Marine Iceland hóf fyrr í sumar tilraunaveiðar á ljósátu í Ísafjarðardjúpi með nýju veiðarfæri, í samstarfi við norskt fyrirtæki. Verkefnastjóri...

Duration:00:29:52

Spegillinn 27. ágúst 2018

8/27/2018
More
Ólafur Björnsson, verjandi Vals Lýðssonar sem ákærður er fyrir að hafa banað bróður sínum, segir að ekki sé hægt að fallast á að hann hafi gert það af ásetningi. Verjandinn hefur gert athugasemdir við að rannsókn málsins sem Kolbrún Benediktsdóttir, varahérðassaksóknari telur að hafi verði sem skyldi. Rigning kom líklega í veg fyrir mikla gróðurelda við Þingvallavatn í dag, þegar stór sumarbústaður brann til kaldra kola. Tuttugu metra há tré eru allt í kringum bústaðinn. Dæmi eru um að fólk...

Duration:00:29:53

Spegillinn 24. ágúst. Tannlækningar. Börn af erlendum uppruna. Fjölmið

8/24/2018
More
Fréttir. Með nýjum samningi sjúkratrygginga og tannlæknafélags íslands ætti ábyrgð á tannlæknaferðum aldraðra á hjúkrunarheimilum að færast frá aðstandendum yfir á heimilin sjálf. Þetta segir öldrunartannlæknir. Dæmi séu um að falskar tennur aldraðra á hjúkrunarheimilum séu ekki þrifnar svo vikum skipti. Arnhildur Hálfdánardóttir. Börnum með erlendan bakgrunn vegnar mörgum ekki nægilega vel í íslensku skólakerfi, eins og fjallað hefur verið um í Speglinum í vikunni. Nú er verið að móta nýja...

Duration:00:31:57