Spegillinn RÚV-logo

Spegillinn RÚV

News >

More Information

Location:

Reykjavík, Iceland

Twitter:

@RUVfrettir

Language:

Icelandic


Episodes

Spegillinn 5.desember 2019

12/5/2019
More
Embætti tollstjóra verður af 150 milljóna króna tekjum á ári vegna falls WOW air. Þetta segir settur tollstjóri. Aðeins hefur verið dæmt í fjórum málum sem tengjast mútum á Íslandi. Hámarksrefsing er 5 ár fyrir mútugreiðslur en 6 ár fyrir að þiggja mútur. Íslenska barnabótakerfið er sérkennilega útfærð fátæktarhjálp og þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Þetta er niðurstaða skýrslu sem doktor í félagsfræði vann fyrir BSRB. Nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sig betur en nemendur í öðrum...

Duration:00:29:59

Ríkislögreglustjóri hættir, matarreikningar Ráðhússins og PISA

12/3/2019
More
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri verður á launum í tvö ár eftir að hann lætur af embætti um áramótin. Fyrstu þrjá mánuði næsta árs verður hann dómsmálaráðherra til ráðgjafar um framtíðarskipan lögreglu og skipulagða glæpastarfsemi meðal annars. Magnús Geir Eyjólfsson sagði frá. Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkur gerði mistök við útreikning á kostnaði við veitingar á borgarstjórnarfundum. Hann er 206 þúsund krónur á hvern fund en ekki 360 þúsund. Vigdís Hauksdóttir...

Duration:00:29:57

Ákærur í Namibíu, mannfall í Íran og loftslagsráðstefna SÞ

12/2/2019
More
Sexmenningarnir sem grunaðir eru um stórfelld lögbrot í kvótabraski í Namibíu hafa allir verið ákærðir, og úrskurðaðir í varðhald fram í febrúar. Amnesty International segir að yfir tvö hundruð hafi fallið í óeirðum í Íran í síðasta mánuði. Öryggissveitir skutu flesta til bana. Bæði Miðflokkurinn og Píratar bæta við sig fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups á meðan saxast á fylgi Samfylkingarinnar. Hlýtt hefur verið miðað við árstíma víða um land, fór í tæp fimmtán stig á Stafá. Spáð er...

Duration:00:29:58

Hnífaárás í London

11/29/2019
More
Nokkrir særðust alvarlega þegar maður stakk þá með hnífi á Lundúnabrú í dag. Lögregla skaut árásarmanninn til bana. Litið er á atburðinn sem hryðjuverkaárás. Óánægju gætir meðal Sjálfstæðismanna vegna fjölmiðlafrumvarps mennta- og menningarmálaráðherra. Fjármálaráðherra segir það blasa við að staða RÚV sé hluti af vanda einkarekinna fjölmiðla hér á landi. Um 55 hafa leitað á slysadeild Landspítalans vegna hálkuslysa. Áfram er varað við hálku á höfuðborgarsvæðinu. Smálánafyrirtæki, sem gerði...

Duration:00:29:58

Millilandaflugvöllur áfram í Keflavík

11/28/2019
More
Stýrihópur sem samgönguráðherra fól í fyrra að meta valkosti um flugvelli á suðvesturhorni landsins leggur til að millilandaflug verði áfram í Keflavík. Sexmenningarnir sem hafa verið handteknir í Namibíu í tengslum við Samherjaskjölin gætu átt 25 ára fangelsi yfir höfði sér. Norska efnahagsbrotalögreglan hóf í dag formlega rannsókn á DNB-bankanum. Rannsókn er því hafin í þremur löndum. Mikill skortur er á geðlæknum við sjúkrahúsið á Akureyri. Framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af stöðunni....

Duration:00:29:50

Svifryk. Bloomberg.

11/27/2019
More
Helstu fréttir. Fjárlög næsta árs voru samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. Sex manns hafa verið handteknir í Namibíu í dag í tengslum við Samherjaskjölin. Sexmenningarnir verða leiddir fyrir dómara á morgun. Nokkuð hefur verið um hnökra í kosningunum í landinu í dag. Andrés Ingi Jónsson alþingismaður sagði sig í dag úr þingflokki Vinstri grænna. Hann segir að upp hafi safnast mál sem leiddu til þessarar ákvörðunar. Óveður setur strik í reikninginn fyrir tugmilljónir Bandaríkjamanna sem...

Duration:00:30:59

Spegillinn 26.11.2019

11/26/2019
More
Umsjón: Pálmi Jónasson Tvö félög sem norski bankinn DNB taldi tengjast Samherja voru metin í hættu á að vera nýtt í peningaþvætti. Þetta kemur fram í nýjum gögnum WikiLeaks. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem hætti tímabundið sem forstjóri Samherja eftir umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin, er hættur í stjórn tveggja breskra sjávarútvegsfélaga. Namibíski herinn er í viðbragðsstöðu vegna kosninganna þar. Slæmt efnahagsástand og uppljóstranir í Samherjaskjölunum um spillingu hafa...

Duration:00:29:59

Spegillinn 25. nóvember 2019

11/25/2019
More
Umsjón: Pálmi Jónasson OneCoin Tugir Íslendinga hafa keypt OneCoin sem þeir telja vera rafmynt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar þetta hvergi vera skráð sem rafmynt. Fólk sé aðeins að kaupa loforð um framtíðargróða. Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs var nærri tvöfallt yfir sólarhringsheilsuverndarmörkum í dag. Mengunin kemur aðallega frá útblæstri. Um áramót verður hægt að takmarka eða banna umferð vegna mengunar á Íslandi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu fjármálaráðherra um...

Duration:00:29:59

Uppljóstrarar. Peningaþvætti. EInbúar.

11/22/2019
More
Fimmtán prósent skatttekna íslenska ríkisins af hagnaði fyrirtækja rennur til skattaskjóla. Þetta sýnir alþjóðleg rannsókn. Lögmannsstofan sem Samherji réð til að kanna Namibíu-umsvif sín, hefur áður unnið fyrir Samherja. Formaður Blaðamannafélags Íslands mælir ekki með samningi sem hann skrifaði undir við Samtök atvinnulífsins seinnipartinn í dag. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunnar segja uppsagnir gærdagsins hafa verið harkalegar og án fullnægjandi skýringa. Peningaþvætti Danske Bank hefði...

Duration:00:29:59

Hvassahraunsflugvöllur 300 miljarðar

11/21/2019
More
Skipstjóri Samherjatogarans Heinaste, sem handtekinn var í Namibíu í fyrrakvöld og færður í gæsluvarðhald, segist furða sig á handtökunni. Fyrrverandi þjónustustjóri hjá Isavia hefur verið ákærður fyrir að þiggja þrjár og hálfa milljón í mútur og umboðssvik. Framkvæmdastjóri tæknifyrirtækis er einnig ákærður í málinu. Tíu manns var sagt upp störfum hjá Hafrannsóknastofnun í dag. Að auki sögðu fjórir upp störfum. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að skipulagsbreytingar standi yfir, sviðum...

Duration:00:29:57

Spegillinn 20. október 2019

11/20/2019
More
Forstjóri DNB bankans í Noregi segist líta Samherjamálið alvarlegum augum. Ekki sé hægt að útiloka að bankinn hafi verið misnotaður. Mennta- og menningarmálaráðherra segir að skýrsla ríkisendurskoðunar muni nýtast í vinnu til að tryggja rekstur RÚV, ekki sé hægt að stóla á einskiptisaðgerðir til að rétta fjárhaginn af Rannsóknarlögreglumaður biður foreldra um að fylgjast með hegðunarbreytingum hjá börnum eftir að efni sem kallast spice fannst í rafrettum 13 og 14 ára unglinga. Lögreglan á...

Duration:00:29:53

Spegillinn 19. nóv. 2019

11/19/2019
More
Spegillinn 19. nóvember 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Ríkisstjórnin samþykkti dag að fá Alþjóðamatvælastofnunina til að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerðarfyrirtækja sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir. Á ríkisstjórnarfundi voru kynntar nokkra leiðir til að bæta orðspor Íslands í kjölfar Samherjamálsins. Samherjamálið getur haft áhrif á niðurstöður þingkosninganna í Namibíu í næstu viku. Namibískur fréttamaður segir að þetta...

Duration:00:29:52

Spegillinn 18. nóv. 2019

11/18/2019
More
Spegillinn 18. nóvember 2019 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Formaður vinnuhóps OECD gegn mútum segir ekki koma á óvart að ásakanir um mútugreiðslur skuli koma upp á Íslandi. Ekkert land sé ónæmt fyrir spillingu. Ríkisstjórnin ræðir á fundi sínum á morgun aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir að Samherjamálið endurtaki sig. Roar Østby, yfirmaður peningaþvættisdeildar norska stórbankans DNB, sagði upp störfum í haust eftir að hafa starfað yfir...

Duration:00:29:53

Segir málið komið í farveg

11/15/2019
More
Samherji hefur fengið norska lögmannsstofu til að fara yfir starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Björgólfur Jóhannsson, sem tók tímabundið við stöðu forstjóra Samherja í gær, segir að með þessu hafi málinu verið komið í farveg, það sé fullur vilji til þess innan stjórnar Samherja að upplýsa það. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir aukakostnað sem sjúklingar beri nú einir í heilbrigðiskerfinu vegna þjónustu sérfræðilækna og sjúkraþjálfara vera óviðunandi þróun. Björn Jón Bragason,...

Duration:00:29:52

Gæti verið stærsta peningaþvættismál í Noregi

11/14/2019
More
Norskur lagaprófessor segir að peningaþvættismál sem hugsanlega tengist Samherja og DNB bankanum í Noregi gæti verið það stærsta í sögu Noregs. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, segist hafa vikið tímabundið úr starfi, í von um að umræðan róist. Formaður Neytendasamtakanna segir að Orkuveita Reykjavíkur hafi án heimildar greitt eigendum sínum arð. Veitur segja málið byggt á misskilningi. Alþjóðasakamáladómstóllinn ætlar að láta rannsaka meinta glæpi ráðamanna í Mjanmar gegn...

Duration:00:30:05

14.11.2019

11/14/2019
More

Duration:00:29:57

Samherjaskjölin skekja Ísland og Namibíu

11/13/2019
More
Ljóst er að mál af þessu tagi geta haft áhrif á orðspor íslensks sjávarútvegs og stöðu á alþjóðlegum markaði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér um ásakanir á hendur Samherja. Sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra Namibíu sögðu af sér í morgun vegna ásakana um að hafa þegið greiðslur frá Samherja í skiptum fyrir kvóta. Bandaríkjaforseti lét sér meira annt um mögulega rannsókn á Biden-feðgum í Úkraínu en um velferð Úkraínu sem lands. Þetta kom fram í...

Duration:00:30:30

Spegillinn 12. nóvember 2019

11/12/2019
More
Engar reglur gilda um fegrunaraðgerðir, og ófaglært fólk gerir þær í bílskúrum og bakherbergjum. Þetta er eins og villta vestrið, segir Ómar Valdimarsson, lögmaður kvenna sem eru illa leiknar eftir misheppnaðar aðgerðir. Jenna Lind Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir segir að herða þurfi reglur um fyllingaraðgerðir, eins og gert hefur verið um bótox. Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við þau. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands sakar sjúkraþjálfara um að beita sjúklingum...

Duration:00:29:57

Spegillinn 11. nóvember 2019

11/11/2019
More
Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á Akureyri mótmæla því að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu Akureyrarflugvallar næstu fimm árin. Núverandi aðstaða geti hamlað frekari vexti og uppbyggingu í ferðaþjónustunni. Ágúst Ólafsson segir frá. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra ætlar að tryggja fé til að flytja skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini frá Krabbameinsfélaginu til Landspítala. Þetta kom fram í svari hennar við óundirbúinni fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðrikson,...

Duration:00:29:58

30 ár frá falli Berlínarmúrsins

11/8/2019
More
Starfandi forstjóri á Reykjalundi hefur ákveðið að hætta. Til stendur að heilbigðisráðherra skipi sérstaka starfstjórn. Útlit er fyrir að ríkissjóður verði rekinn með halla á næsta ári, segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hópur blaðamanna á mbl.is, sem var í verkfalli í dag, lýsa vonbrigðum með að aðrir blaðamenn hafi verið fengnir til að skrifa á vefmiðilinn. Fjögur af fimm félögum háskólamanna, sem höfðu samið við ríkið, samþykktu samninginn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag....

Duration:00:29:58