Spegillinn RÚV-logo

Spegillinn RÚV

News >

More Information

Location:

Reykjavík, Iceland

Twitter:

@RUVfrettir

Language:

Icelandic


Episodes

Spegillinn 23. maí 2018

5/23/2018
More
Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun á heimili sínu í Hafnarfirði. Framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi segir skorta eftirlit með leigustarfsemi á Íslandi. Staða leigjenda sé mjög slæm. Ísland fellur um fjögur sæti milli ára í úttekt IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni ríkja. Það sem helst dregur Ísland niður er efnahagsleg frammistaða. Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun á...

Duration:00:29:51

Spegillinn 18.maí 2018

5/18/2018
More
Þjóðskrá hefur fellt úr gildi skráningar 12 af þeim 18 sem fluttu lögheimi sitt í Árneshrepp. Að auki hefur einn tilkynnt að hann hafi skráð flutning fyrir mistök. Þjóðskrá hefur ekki lokið rannsókn á sex tilkynningum um lögheimilsflutninga í hreppinn. Í það minnsta tíu eru látin eftir skotárás í skóla í Santa Fe í Texas í Bandaríkjunum. Karlmaður var í dag dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot og brot gegn nálgunarbanni gagvart ungum dreng. Verjandi mannsins segir að dómnum...

Duration:00:29:51

Spegillinn 15. maí 2018

5/15/2018
More
Það skiptir miklu að leiðbeina og aðstoða fólk sem fær upplýsingar um að líkur séu á að það þrói með sér alvarlega sjúkdóma en það sé ekki skilið eftir úti í kuldanum segir forstjóri Persónuverndar. Búist er við töluverðu álagi hjá erfðaráðgjöf Landspítalans. Aðalsteinn Kjartansson talar við Helgu Þórsdóttur forstjóra Persónuverndar og Vigdísi Stefánsdóttur, erfðaráðgjafa á Landspítalanum. Ísraelsmenn hafa komið fram af mikilli stillingu gagnvart mótmælum Palestínumanna á Gaza. Þetta...

Duration:00:29:59

Spegillinn 8. maí 2018

5/8/2018
More
Donald Trump tilkynnir í kvöld hvort hann standi við kjarnorkusamninginn við Íran. Láti Trump verða af hótunum sínum gæti það þýtt stríð í Mið-Austurlöndum að mati sérfræðinga. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, óskaði í dag eftir því að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar síðastliðinum og verði til samræmis við úrskurð Kjararáðs síðan árið 2017. Fáir nýútskrifaðir lífeindafræðingar fást til starfa hjá ríkinu og meðalaldur þeirra sem þar starfa er 55 ár. Formaður...

Duration:00:29:57

Spegillinn 3. maí 2018

5/3/2018
More
Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif loftlagsbreytinga á íslenskt samfélag hafa lítt verið rannsökuð. Í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Íslandi, sem kynnt var í dag, kemur fram að veruleg þörf sé á aðlögun að þeim breytingum sem eru fram undan. Þingmenn Miðflokksins segja Ísland hafa samið af sér með tollasamningi um landbúnaðarvörur við Evrópusambandið. Landbúnaðarráðherra vísar því á bug. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík vill halda flugvellinum í Vatnsmýri, að ókeypis...

Duration:00:30:00

Spegillinn 2. maí 2018

4/27/2018
More
Bragi Guðbrandsson fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, segir að afgreiðsla velferðarráðuneytisins á máli hans sé ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti og beri vott um vanþekkingu. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Braga. Einnig heyrist í þingmönnunum Halldóru Mogensen Ólafi Gunnarssyni. Lögregla hefur ekki til rannsóknar meint kynferðisbrot föður tveggja stúlkna í Hafnarfirði, sem hefur verið til umfjöllunar undanfarið vegna afskipta fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu....

Duration:00:29:58

Spegillinn 26.apríl 2018

4/26/2018
More
Öryrkjabandalagið, Þroskahjálp og fleiri samtök hafa í dag fagnað samþykkt frumvarps um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sem oftast er kallað NPA frumvarp. Borgarstjóri þakkar góða niðurstöðu ársreiknings borgarinnar ábyrgri stjórn og mikilli uppbyggingu í borginni. Oddviti sjálfstæðismanna segir hækkun skulda í góðæri rosalega. Stjórnarandstæðingar í Armeníu segja að flauelsbylting sé hafin í landinu. Þeir krefjast þess að öll ríkisstjórn landsins fari frá völdum....

Duration:00:29:57

Spegillinn 25.mars 2018

4/25/2018
More
Það er enn ein ábendingin um að taka þurfi til hendinni í heilbrigðismálum, að karlmanni á fertugsaldri með heilaskaða skuli einungis bjóðast vist á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Þetta segir heilbrigðisráðherra. Frakklandsforseti kveðst þess fullviss að Bandaríkjamenn eigi eftir að taka þátt að nýju í aðgerðaáætluninni sem samkomulag náðist um á loftslagsráðstefnunni í París. Hann varar Bandaríkin við þjóðernis- og einangrunarhyggju sem einungis eigi eftir að valda þeim skaða....

Duration:00:29:52

Spegillinn 20. mars 2018

4/20/2018
More
Yfirvöld geta ekki haldið mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en sem nemur úrskurði um slíkt, segir lektor í réttarfari. Þau geta þó handtekið menn meðan beðið er eftir ákvörðun dómara um framlengingu gæsluvarðhalds. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að íslenska heilbrigðiskerfið leki hjúkrunarfræðingum. Ástandið á Landspítala þar sem aðgerðum hefur ítrekað verið frestað lagist ekki fyrr en laun hafa verið bætt. Tólf hjúkrunarfræðinga vantar nú á gjörgæsludeildir spítalans....

Duration:00:30:54

Spegillinn 18. mars 2018

4/18/2018
More
Íslenska lögreglan hefur miðlað upplýsingum til fleiri Evrópulanda en Svíþjóðar um strokufangann Sindra Þór Stefánsson. Ekkert hefur spurst til Sindra frá því að hann lenti á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi um hádegisbil í gær eftir að hafa flúið úr fangelsinu að Sogni. Framkvæmdastjóri BHM segir málaferli óumflýjanleg vegna þess að starfsfólk Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans fái ekki samningsbundnar greiðslur í veikindaleyfi vegna myglu á deildinni. Spítalinn viðurkennir ekki...

Duration:00:29:59

Spegillinn 17.apríl 2018

4/17/2018
More
Spegillinn 17.04.2018 Strokufanginn komst til Svíþjóðar á fölsuðum skilríkjum. Hann komst í loftið áður en lögreglan vissi að hann hefði flúið. Æ algengara er að að skipulagðir glæpahópar teygi anga sína til Íslands. Þá færist í vöxt að íslenskir glæpamenn starfi með erlendum glæpahópum. Forseti Frakklands varar íbúa Evrópu við því að hálfgert borgarastríð geisi í álfunni á milli frjálslyndra lýðræðissinna og vaxandi tilhneigingar til alræðis í mörgum ríkjum Evrópusambandsins. Sómali sem...

Duration:00:30:01

Spegillinn 16.apríl 2018

4/16/2018
More
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands segir að þátttaka Breta í loftárás á efnavopnastöðvar Sýrlendinga á laugardag hafi verið lögmæt og siðferðislega rétt. Sérfræðingar frá Alþjóðlegu efnavopnastofnuninni hafa enn ekki fengið að fara til bæjarins Douma í Sýrlandi, þar sem talið er að gerð hafi verið efnavopnaárás í síðustu viku. Dómsmálaráðherra telur sjálfstæði ákæruvalds og löggæslu vel tryggt með núverandi fyrirkomulagi. Samtök ríkja gegn spillingu segja hættu á pólitískum afskiptum...

Duration:00:29:57

Spegillinn 13. apríl

4/13/2018
More
Lögreglu grunar að kannabisefni, sem ræktun var stöðvuð á í vikunni, hafi verið hugsuð til útflutnings. Meira en 300 plöntur voru fullsprotnar. Samgöngustofa hefur undanfarin ár veitt 167 leyfi til hergagnaflutninga, ýmist um íslenskt yfirráðasvæði eða til íslenskra flugrekenda utan íslenskrar lofthelgi. Tillögu á þingi kennarasambandsins um að verðandi formaður endurnýi umboð sitt með nýrri kosningu var nú síðdegis vísað frá. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar enn eitt kynferðisbrot...

Duration:00:29:59

Spegillinn 12. apríl 2018

4/12/2018
More
Ljósmæður vilja fá 670 þúsund krónur í byrjunarlaun Alþjóðlegir eftirlitsmenn eru á leið til Douma í Sýrlandi til að kanna ásaknir um eiturefnarás. Rússar var vestrænar þjóðir við afleiðingum þess að bera Sýrlandsstjórn sökum og hóta flugskeytaárás en vaxandi samstaða er um aðgerðir gegn Assad. Ásgeir Tómasson segir frá og heyrist í Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, staðfestir að myndbandið sem sýnir börn sniffa gas þegar þau voru í helgarleyfi í...

Duration:00:29:57

Spegillinn 11. mars 2018.

4/11/2018
More
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði Rússa við því í dag að flugskeytaárásir á Sýrland væru yfirvofandi, sem svar við efnavopnaárás á bæinn Douma. Rússar segja að árásum verði svarað. Fjármálaráðherra segir að ef gengið yrði að kröfum ljósmæðra myndi það setja aðrar kjaraviðræður í uppnám. Í miðjum viðræðum hefðu þær lagt fram nýjar kröfur sem séu algerlega óaðgengilegar. Dæmi er um að aðgerð á sjúklingi á Landspítalanum hafi verið frestað sex sinnum. Læknaráð spítalans lýsir yfir...

Duration:00:29:58

Spegillinn 10.apríl 2018

4/10/2018
More
Samtökin GRECO vilja að settar verði reglur um samskipti ráðherra og hagsmunaaðila, og að vitund ráðherra um opinber heilindi verði efld. Upptök eldsvoðans í Miðhrauni í Garðabæ í síðustu viku voru við eldvegg í miðrými hússins, þar sem lager Icewear er til húsa. Þetta er niðurstaða vettvangsvinnu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem lauk í dag. Þingmaður Vinstri grænna skorar á fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir lausn á kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Forstjóri...

Duration:00:29:51

Spegillinn 9.apríl 2018

4/9/2018
More
Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að draga verði Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og þá sem styðja hann til ábyrgðar, reynist rétt að árás með eiturgasi hafi verið gerð á íbúa bæjarins Douma. Velferðarráðherra segir að úrræði fyrir ungmenni sem glíma við fíkn verði komið í gang innan tveggja vikna. Foreldrar 17 ára barns sendu neyðarkall á alla þingmenn í morgun. Þar gagnrýndu þau harðlega úrræðaleysi fyrir börn með fíknivanda. Formaður Landssambands kúabænda segir samþykkt...

Duration:00:29:50

Spegillinn 6. mars 2018

4/6/2018
More
Hætta á hruni veldur því að rannsókn lögreglu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ í gær er skammt á veg komin. Þrítug kona og þrjár dætur hennar standa uppi slyppar og snauðar eftir brunann í í gær. Þar var það sem eftir var af búslóð þeirra. Þær þurftu að henda hinum hlutanum þegar þær fluttu út úr leiguíbúð fyrir tveimur vikum vegna myglu. Félagsmálaráðherra ætlar að kynna innan tveggja vikna bráðaaðgerðir til að bregðast við vanda ungra fíkla. Fimmtán þingmenn vilja að Alþingi...

Duration:00:29:57

Spegillinn 5.apríl 2018

4/5/2018
More
Húsið að Miðhrauni 4 í Garðabæ, þar sem eldur kviknaði í morgun, er gjörónýtt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur síðdegis notað vinnuvélar til að rjúfa þak og veggi hússins til þess að komast betur að eldinum og slökkva í öllum glóðum. Talið er að allt sem var í húsinu sé ónýtt. Lager fatafyrirtækisin Icewear brann og eignir í 200 geymslum skemmdust eða eyðilögðust. Framkvæmdastjóri Geymslna segir hræðilegt að koma að brunanum og eyðileggingunni. Óvíst er að þeir sem áttu muni eða...

Duration:00:29:57

Spegillinn 4. mars 2018

4/4/2018
More
Ríkissjóður stendur mjög vel og hefur svigrúm til uppbyggingar innviða, sögðu forsætis- og fjármálaráðherra þegar fjármálaáætlun til 2023 var kynnt. Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um 600 milljarða undanfarin ár. Verja á 124 milljörðum í samgöngur og fjarskiptamál, fé sem meðal annars fæst með arði af fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins. Yfir 100% munur getur verið á heildarkostnaði lánveitenda á skammtímalánum. Forsætisráðuneytið taldi 2014 það ekki samræmast siðareglum ráðherra að...

Duration:00:29:58

Try Premium for 30 days

Live games for all NFL, MLB, NBA, & NHL teams
Commercial-Free Music
No Display Ads