Spegillinn-logo

Spegillinn

News

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Location:

Reykjavík, Iceland

Description:

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Twitter:

@RUVfrettir

Language:

Icelandic


Episodes

Rafmagn upp að gosi, verðlækkun, Bayeux-refilinn

4/15/2021
Spegillinn 15.4 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Stjórnvöld í Noregi ætla að bíða með að taka ákvörðun um notkun á bóluefni Astrazeneca. Norska lýðheilsustofnunin vill að bóluefnið verði tekið úr umferð. Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að hækka ekki sektir fyrir brot á sóttkví. Ríkissaksóknari telur að sú heimild sóttvarnalæknis að skikka fólk sem rýfur sóttkví til að ljúka henni í sóttvarnarhúsi hafi mun meiri fælingarmátt en hækkun sekta. Sjúkratryggingar Íslands hafa samið...

Duration:00:30:01

Bóluefni og blóðtappi, græni covid-passinn

4/14/2021
Spegillinn 14.4.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku segja að góð staða á faraldrinum innanlands sé ein ástæða þess að ákveðið var að hætta að nota bóluefni Astrazeneca. Sú staðreynd að önnur bóluefni séu í boði hafi einnig áhrif. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur líklegt að þeir sem fengið hafi fyrri bólusetningu með Astra Zeneca og eru í áhættuhópi fái seinni skammtinn með öðru efni. Hann gerir sér vonir um að búið verði að bólusetja vel yfir 200...

Duration:00:29:57

14.04.2021

4/14/2021

Duration:00:29:57

Spegillinn 13 apríl 2021

4/13/2021
Spegillinn 13 apríl 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred Ekki verður byrjað að nota bóluefnið frá lyfjaframleiðandanum Janssen fyrr en niðurstaða liggur fyrir hjá Lyfjastofnun Evrópu um hvort einhver tengsl séu milli bóluefnisins og blóðtappa Bandaríkjaforseti, hvatti Rússa í dag til að minnka spennu við landamæri Rússlands að Úkraínu. Biden ræddi við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og lagði til að þeir myndu hittast á fundi á næstunni. Hægt er að minnka svifryksmengun...

Duration:00:29:59

Spegillinn 12 apríl 2021

4/12/2021
Spegillinn 12 apríl 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Mark Eldred 8.200 verða bólusettir með efni Pfizer í þessari viku. Búið er að fullbólusetja 1 af hverjum 10 sem bólusetja á. Von er á fyrstu skömmtunum frá lyfja-framleiðand-anum Janssen á miðvikudag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þegar skýrist frekar um afhendingu bóluefna hingað til lands verði hægt að búa til skýrari ramma um hvenær hægt verði að slaka á takmörkunum til lengri tíma litið. Framkvæmdastjóri...

Duration:00:29:59

Mikilvægt að hlusta á varnaðarorð

4/9/2021
Fjármálaráðherra segist ánægður með þær úrbætur á reglugerð sem heilbrigðisráðherra hefur lagt fram um sóttkvíarhús. Ljóst var að nýja reglugerð þurfti til þegar Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að það stæðist ekki lög að senda fólk í sóttkví sem ætti í önnur hús að venda og þegar Landsréttur vísaði áfrýjun sóttvarnalæknis frá. Bjarni segir það alvarlegt mál þegar ríkið brýtur á rétti fólks með þessum hætti og því sé mikilvægt að hlusta á varnaðarorð Dómarafélag Íslands segir óvarlegar...

Duration:00:29:59

Spegillinn 8.apríl 2021

4/8/2021
Spegillinn 8.apríl 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Jón Þór Helgason Hærri sektir fyrir sóttkvíarbrot og aukið eftirlit er meðal þess sem sóttvarnalæknir leggur til í aðgerðum á landamærunum. Frá og með miðnætti verða allir sem koma til landsins að fara í fimm daga sóttkví og tvisvar í sýnatöku. Heimasóttkví er heimil að uppfylltum skilyrðum. Aðeins einn af hverjum nokkur hundruð þúsund fær aukaverkanir af AstraZeneca bóluefninu segir sóttvarnalæknir. Fólk sem ekki telst í...

Duration:00:29:51

Spegillinn 7.apríl 2021

4/7/2021
Spegillinn 7.apríl 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson Landsréttur hefur vísað frá kæru sóttvarnalæknis og niðurstaða héraðsdóms stendur, um að það að skikka þá í farsóttarhús sem hér eiga heimili og geta verið í heimasóttkví hafi gengið lengra en lög heimila. Sóttvarnalæknir vinnur að nýju minnisblaði um aðgerðir á landmærum. Niðurstaða Evrópsku lyfjastofnunarinnar, um að blóðtappar séu afar sjaldgæf aukaverkun bólusetningar með bóluefni AstraZeneca,...

Duration:00:30:14

Fáir fóru á sóttkvíarhótel

4/6/2021
Heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um að skylda farþega frá áhættusvæðum í sóttkví á sóttkvíarhótel hafi verið sett í góðri trú. Staðfesti landsréttur niðurstöðu hérðasdóms um að lagastoð skorti verði brugðist við því. Sárafáir þeirra sem komu til landsins með flugi í dag fóru á sóttkvíarhótel, segir yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Karlmaður sem ákvað að fara heim til sín og kona sem ákvað að fara á sóttkvíarhótel gefa sömu skýringuna, það hafi verið þægilegast. Lögfræðinga...

Duration:00:29:49

Börn bólusett við COVID-19, arfgeng heilablæðing, mútur í sjávarútvegi

3/31/2021
Spegillinn 31. mars 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Sjö hafa verið kærðir fyrir utanvegaakstur við gosstöðvarnar síðan gos hófst fyrir tæpum tveimur vikum. Teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að svæðið sé mjög viðkvæmt en brotaviljinn sé einbeittur hjá sumum. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræðir við Hákon Ásgeirsson, teymisstjóra hjá Umhverfisstofnun Búið er að rekja ferðir þeirra fimm sem greindust utan sóttkvíar innanlands í gær Bóluefni þýska líftæknifyrirtækisins BioNTech...

Duration:00:29:55

Spegillinn 30.mars 2021

3/30/2021
Spegillinn 30.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir forsendur fyrir því að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum ekki hafa breyst. Hann telur sóttvarnayfirvöld reyna að grafa undan ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ríkið þarf að hlaupa undir bagga með Strandabyggð svo að það geti haldið úti rekstri og staðið við skuldbindingar sínar. Oddviti sveitarstjórnar Strandabyggðar segir það koma til vegna skerta framlaga...

Spegillinn 29.mars 2021

3/29/2021
Spegillinn 29.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson Herða þarf aðgerðir á landamærunum enn frekar, eigi að takast að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar segir sóttvarnalæknir. Byrjað verður að dreifa bóluefni Janssen gegn COVID-19 nítjánda apríl. Réttarhöld yfir morðingja blökkumannsins George Floyds hófust í Bandaríkjunum í dag. Risaflutningaskipið Ever Given sem strandaði í Súesskurðinum á þriðjudag er komið á flot Hraunflæði úr eldgígunum í...

Duration:00:29:53

Karlmaður játar á sig morðið í Rauðagerði

3/26/2021
Albanskur karlmaður hefur játað á sig morðið við Rauðagerði í Reykjavík um miðjan febrúar. Morðvopnið,skammbyssa með hljóðdeyfi, fannst í sjó nærri höfuðborgarsvæðinu fyrir hálfum mánuði. Mögulegt er að hraun flæði út úr Geldingadölum eftir tvær vikur. Ekki eru merki um að það sé að draga úr gosinu. Kári Stefánsson hafnar því að hann hafi með ummælum sínum í Kastljósi fyrr í vikunni, gert innflytjendur hér að blórabögglum. Hann var bólusettur í dag. Sóttvarnalæknir vill að fólk bíði með að...

Duration:00:29:57

Spegillinn 25.mars 2021

3/25/2021
Spegillinn 25.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Fjöldi sjúklinga á Covid göngudeild landspítalans hefur fjórfaldast síðustu daga, en þar eru nú hátt í níutíu manns. Yfirlæknir á spítalanum segir að fjórða bylgjan sé hafin. Fjármálaráðherra segir baráttuna við heimsfaraldur vera eins og að klífa mjög hátt fjall. Allt annar veruleiki blasi við á síðari hluta ársins. Talið er að hraun flæði yfir í Meradali eftir um tvær vikur miðað við núverandi...

Duration:00:29:55

Spegillinn 24. Mars

3/24/2021
Spegillinn 24.mars 2021 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Stórhertar sóttvarnaaðgerðir ganga í gildi á miðnætti, þær hörðustu frá því faraldurinn hófst. Ekki mega fleiri en tíu koma saman, öllum skólum nema leikskólum verður gert að loka. Hið sama á við leikhús, kvikmyndahús, sundstaði og líkamsræktarstöðvar. Starfsemi Landspítalans verður færð á hættustig á miðnætti í ljósi fjölgunar COVID-smita Fjármálaráðherra gerir sér vonir um að ræst geti úr ferðaárinu,...

Duration:00:30:19

Ofbeldi gagnvart öldruðum, gosið og ráðningastyrkir

3/23/2021
Spegillinn 23. mars 2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Lögreglan á Suðurnesjum reynir nú að fá fólk til að yfirgefa gossvæðið á Reykjanesi vegna gasmengunar. Veðurstofan spáir því að hún verði lífshættuleg í kvöld. Múgur og margmenni hefur verið við eldstöðvarnar í dag. Rætt við Sigurð Bergman aðalvarðstjóra í lögreglunni á Suðurnesjum. Gosið í Geldingadölum gæti varað í mánuði eða ár segir prófessor í jarðefnafræði. Margt sé að varast því sprungur geti opnast hratt og gastegundir...

Duration:00:29:58

Farið að bera á kvefi og njálg

3/22/2021
Næstu dagar munu skera úr um hvort herða þurfi sóttvarnaaðgerðir eftir að 26 kórónuveirusmit greindust síðustu þrjá daga. Þetta segir sóttvarnalæknir. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Gert er ráð fyrir 2,1 prósenta hagvexti á þessu ári. Vegna hættu á gasmengun mælir Veðurstofan ekki með því að fólk leggi leið sína að gosinu í Geldingadölum seinni partinn á morgun. Byrjað er að stika gönguleið að gosstaðnum og stefnt er að því að opna...

Duration:00:29:58

Jarðhræringum lokið, upplýsingar um börn, Aqualung plata Jethro Tull

3/19/2021
Spegillinn 19.3.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir Allt bendir til þess að jarðhræringum sem verið hafa á Reykjanesskaga sé að ljúka. Þetta segir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. Þá hafi líkur á eldgosi minnkað mikið. Rætt við Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðing á Veðurstofunni. Sóttvarnalæknir hyggst fara eftir niðurstöðu úr rannsóknum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar um framhald bólusetningu með efni AstraZeneca. Líklegt er að ákvörðun um bóluefni Astra Zeneca liggi fyrir í lok...

Duration:00:29:59

Réttlát umskipti, barnaverndarmál og ráðningarstyrkir

3/18/2021
Spegillinn 18.3.2021 Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir. Hundrað manns, þar af fimmtíu starfsmenn Landspítala eru í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist í gær utan sóttkvíar. Rætt við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítalanum Lyfjastofnun Evrópu segir að færri hafi fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca en búast hefði mátt við. Það er sagt bæði vel virkt og öruggt. Hugsanlegt er að minni skjálftavirkni nú á Reykjanesskaga sé undanfari...

Duration:00:29:58

Ekki sloppin við veiruna

3/17/2021
Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans segir Íslendinga alls ekki sloppna við kórónuveiruna. Nægt fóður sé fyrir nýja bylgju. Íbúar á Völlunum í Hafnarfirði fengu fyrir mistök SMS-skilaboð frá Almannavörnum í dag um að þeir væru á hættusvæði vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Unnt er að greina leghálssýni hér innanlands. Þetta kemur í svari Landspítalans við fyrirspurn heilbrigðisráðuneytisins. Þó þyrfti að kaupa tæki frá Krabbameinsfélaginu og ráða sérhæft starfsfólk. Sóttvarnir...

Duration:00:29:59