Samstoðin-logo

Samstoðin

News

Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum. Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.

Location:

United States

Description:

Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum. Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.

Language:

Icelandic


Episodes
Ask host to enable sharing for playback control

Synir Egils: Vaxtaokur, forsetakjör, pólitík og völd

5/12/2024
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessu sinni koma þau Helga Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, Sunna Sæmundardóttir fréttakona og Viðar Eggertsson leikstjóri og ræða vexti, forseta, söngvakeppni, pólitík og samfélagsmál. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Ragnhildi Helgadóttur rektor í spjall um valdsvið forsetans og hversu mikið megi teygja það og toga.

Duration:02:21:54

Ask host to enable sharing for playback control

Heimsmyndir - Grétar Halldór Gunnarsson

5/11/2024
Gestur þáttarins er Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kópavogskirkju. Hann kom í þáttinn til að ræða við Kristin um eðli trúar, sem hægt er að skoða bæði trúarlega, sálfræðilega og heimspekilega. Er kristnin með góða nálgun við þetta óræða eitthvað sem við köllum guð? Eru trúarbrögðin viðbrögð við meðvitund um takmarkanir tungumáls og skilnings? Þetta varð flókið og skemmtilegt spjall ólíkra huga.

Duration:01:01:04

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið - Helgi-spjall: Fida

5/11/2024
Laugardagurinn 11. maí Helgi-spjall: Fida Fida Abu Libdeh er frumkvöðull, palestínskur Íslendingur, sem ólst upp í Jerúsalem en kom hingað ung kona. Hún segir okkur frá ætt sinni og uppruna, æsku og mótun, reynslu hennar sem innflytjandi á Íslandi og hvernig henni tókst að yfirvinna margvíslega erfiðleika.

Duration:02:17:15

Ask host to enable sharing for playback control

Vikuskammtur 10. maí

5/10/2024
Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Lóa Björk Björnsdóttir útvarpskona, Margrét Hugrún Gústavsdóttir Björnsson verkefnastjóri við HÍ og Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjóri og ræða fréttir vikunnar sem voru markaðar af baráttunni um Bessastaði, af þjóðarmorði á Gaza, háum vöxtum og deilum um frammistöðu fjölmiðla og stjórnmálafólks.

Duration:01:42:04

Ask host to enable sharing for playback control

Heima er bezt - Helgi Pétursson

5/8/2024
Miðvikudagur 8. maí Heima er bezt - Helgi Pétursson Helgi Pétursson tónlistarmaður og formaður Landssambands eldri borgara er gestur í Heima er bezt að þessu sinni. Barátta fyrir hagsmunum eldra fólks á hug hans allan. Auk þess að ræða um þá baráttu verður einnig talað um árin hans í Ríó tríóinu og sorgleg endalok þeirrar sveitar.

Duration:00:58:41

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið 8. maí - Vextir, kynlaust mál og samfélagsmál við eldhúsborðið

5/8/2024
Miðvikudagurinn 8. maí: Vextir, kynlaust mál og samfélagsmál við eldhúsborðið Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er agndofa yfir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti. Hann hvetur til fjöldamótmæla við Seðlabankann. Við fáum Völu Hafstað, umtalaðasta greinahöfund dagsins, til okkar en hún hafnar kynhlutleysi íslenskunnar. Í lokin fáum við hjónin Helgu Völu Helgadóttur og Grím Atlason og dóttur þeirra, Ástu Júlíu Grímsdóttur körfuboltakonu, til að segja okkur frá hvernig rætt er um samfélagsmál við eldhúsborðið á þeirra heimili, til dæmis hvernig þar er nú rætt um forsetakosningar.

Duration:02:31:00

Ask host to enable sharing for playback control

Rauður raunveruleiki - Umhyggja, siðferði, samfélag og Marx / Gústav Sigurbjörnsson

5/8/2024
Í Rauðum raunveruleika í kvöld tölum við við nýdoktor í heimspeki, hann Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Doktorsverkefnið hans snérist um frásagnir fórnarlamba af ofbeldi. Um tengsl frásagna og samkenndar og hvaða takmörkunum við erum háð þegar við reynum að koma orðum að reynslu okkar þvert á lífheima. Við ræddum við Gústav um hryllinginn á Gaza, um siðrof, samkennd, firringu og Marxisma. Um misskiptinguna í heiminum, kapítalisma, arðrán og um hugmyndafræði. Rætt um stóru málin og spurningarnar á Samstöðinni klukkan 19:00.

Duration:01:06:02

Ask host to enable sharing for playback control

Með á nótunum - 97

5/7/2024
Gerðum forsetakappræðunum góð skil og fórum yfir hvernig Ásdís Rán er að fjármagna sína baráttu. Laufey Lín var á Met Gala mögulega fyrst Íslendinga. Dóttir söngkonunnar úr Mamas & the Papas stígur fram og leiðréttir dánarorsök móður sinnar. Whoopie Goldberg er að gefa út ævisögu sína og Starfsmenn kvikmyndahátíðarinnar Cannes eru á leiðinni í verkfall. Þátta og kvikmyndameðmæli að ógleymdum afmælisbörnum.

Duration:01:05:51

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið - Ráðherra, ópera, góðverk, kynslóðir og forseti

5/7/2024
Þriðjudagurinn 7. maí Ráðherra, ópera, góðverk, kynslóðir og forseti Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vg og félagsmálaráðherra kemur að Rauða borðinu og ræðir um breytingar á almannatryggingum og eilítið um pólitík. Þórunn Gréta Sigurðardóttir tónskáld, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leikstjóri og Herdís Anna Jónasdóttir sópran ræða við okkur um Óperuna hundrað þúsund og Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, Salvör Árnadóttir og Vésteinn Gunnarsson nemendur í Hagaskóla um samfélagslega ábyrgð. Einar Lövdahl Gunnlaugsson skrifaði bókina Gegnumtrekkur sem Hallgrímur Helgason las. Þeir koma til okkar og ræða bókina, kynslóðir, karlmennsku og margt annað. Í lokin segir Viktor Traustason okkur frá forsetaframboði sínu.

Duration:03:52:33

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið 6. maí - Átök í þinginu, auðlindir, Gaza og maður í framboði

5/6/2024
Mánudagurinn 6. maí Átök í þinginu, auðlindir, Gaza og maður í framboði Björn Þorláks fær fjóra þingmenn og einn varaþingmann til að ræða málin í Þinginu, þar sem einn þingmaður ásakar annan um að vera eitrið sem hafi átt að uppræta. Þingmennirnir Jódís Skúladóttir frá Vg, Andrés Ingi Jónsson frá Pírötum, Dagbjört Hákonardóttir úr Samfylkingunni og Ingibjörg Isaksen frá Framsókn og Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins takast á. Þorvaldur Gylfason prófessor gagnrýnir frumvarp um lagareldi af ákefð og ekki síður tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að breyta stjórnarskránni. Fida Abu Libdeh orkuumhverfistæknifræðingur og frumkvöðull er íslenskur Palestínumaður og ræðir við okkur um ástandið á Gaza og afstöðu íslenskra stjórnvalda. Í lokin fáum við forsetaframbjóðanda að Rauða borðinu. Eiríkur Ingi Jóhannsson rafvirki segir okkur hvers vegna hann vill verða forseti.

Duration:03:36:18

Ask host to enable sharing for playback control

Sjávarútvegsspjallið - Konur sjómanna

5/6/2024
Að þessu sinni ræðir Grétar Mar við þær Gerði Maríu og Kristínu Arnberg um reynslu þeirra af því að vera konur sjómanna.

Duration:00:50:08

Ask host to enable sharing for playback control

Synir Egils 5. maí - Forseti, mútur, spilling og almannatryggingar

5/5/2024
Sunnudagurinn 5 . maí Synir Egils: Forseti, mútur, spilling og almannatryggingar Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan rannsóknarritstjóri á Heimildinni, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og ræða fréttir vikunnar, stöðu stjórnmála og samfélags. Síðan taka þeir bræður stöðuna á pólitíkinni. Alma Ýr Ingólfsson formaður ÖBÍ, Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar og Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar koma síðan að borðinu og fjalla um frumvarp til breytinga á almannatryggingum

Duration:02:29:15

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið - Helgi-spjall: Friðrik Þór

5/4/2024
Laugardagurinn 4. maí Helgi-spjall: Friðrik Þór Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og sagnamaður kemur í Helgi-spjall og segir frá foreldrum sínum, hverfinu og kynslóðinni sem hann spratt af.

Duration:02:45:52

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið - Vikuskammtur - Vika 18

5/3/2024
Föstudagur, 3. mai Vikuskammtur - Vika 18 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri, Freyr Eyjólfsson tónlistarmaður, Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Jón Ferdínand Estherarson blaðamaður og ræða fréttir vikunnar sem voru litaðar af mikilli umfjöllun um forsetakosningar og lítilli um Júróvision, af deilum um hver ætti að eiga firðina, af landrisi á Reykjanesi og pólitísku sigi Vg.

Duration:01:32:16

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið 2. maí - Kennarastofan á Bifröst, Atli Örvars, strandeldi og vinstrið

5/2/2024
Fimmtudagurinn 2. maí Kennarastofan á Bifröst, Atli Örvars, strandeldi og vinstrið Við byrjum á því að heyra hvernig kennarastofan á Bifröst ræðir um landsins gagn og nauðsynjar. Dr Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og forseti félagsvísindadeildar; dr. Njörður Sigurjónsson, prófessor og fagstjóri i menningarstjórnun; dr. Magnús Árni Skjöld, dósent og fagstjóri stjórnvísinda; og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, lektor og fagstjóri skapandi greina komaað Rauða borðinu. Við sláum á þráðinn til Atla Örvars sem nýverið vann til Bafta-verðlauna og ræðum við Jóhannes Sturlaugsson líffræðing um strandeldi. Í lokin ræðum við um pólitík og vinstrið sérstaklega við Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem bæði hefur setið á þingi fyrir Vg og Samfylkingu.

Duration:04:10:04

Ask host to enable sharing for playback control

Með á nótunum - 96

4/30/2024
Með á nótunum 30. apríl Britney Spears er komin í vandræði og stefnir í gjald og andlegt þrot. Spáð í spilin með forsetakosningarnar. Kanye West er að byrja í klámbransanum og eltihrellirinn úr Baby Reindeer þáttunum er allt annað en sátt. Bíó meðmæli og afmælisbörn vikunnar.

Duration:01:04:08

Ask host to enable sharing for playback control

Rauða borðið 30. apríl - Kristrún og Samfylkingin, dánaraðstoð, strandeldi og Fúsi

4/30/2024
Þriðjudagurinn 30. apríl Kristrún og Samfylkingin, dánaraðstoð, strandeldi og Fúsi Við byrjum á viðtali við Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar um einmitt þettta, Kristrúnu og Samfylkinguna. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kemur síðan að Rauða borðinu og ræðir um dánaraðstoð, sem hún er alfarið á móti. Alfreð Sturla Böðvarsson ljósamaður tók sig til og skrifaði gegn strandeldi vegna þess að honum ofbauð. Hvað fær svokallaðan venjulegan mann til að láta í sér heyra? Þeir frændur Agnar Jón Egilsson og Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, kallaður Fúsi, hafa sett um heimildarleikrit um Fúsa. Við ræðum við þá um verkið, erindi þess og forsögu.

Duration:02:42:13

Ask host to enable sharing for playback control

Rauður raunveruleiki - Kvennaverkföll, feminismi og stéttarbarátta

4/30/2024
Í dag ætlum við að ræða um kvennaverkföll, feminisma og stéttarbaráttu með Sonju Þorbergsdóttir, formanni BSRB, Söru Stef Hildardóttur, verkefnastjóra hjá Landsbókasafni Íslands, Sönnu Magdalenu Mörtudóttir, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Valgerði Þ. Pálmadóttir, nýdoktor í hugmyndasögu. Við byrjum á því að horfa á stutt brot frá kvennaverkfallinu 1975 og ræðum um árangur baráttunnar, um stöðuna í dag, um hugmyndasögu femínisma og um leiðina fram á við í baráttunni fyrir jöfnuði, réttlæti og mannsæmandi lífi fyrir öll!

Duration:01:01:07

Ask host to enable sharing for playback control

Frelsið er yndislegt - #7 Karlar og fangelsi

4/30/2024
Frelsið er yndislegt - #7 Karlar og fangelsi Menn sem setið hafa í fangelsi ræða fangavistina. Í þessum þætti koma saman nokkrir menn sem allir hafa setið í fangelsi, og ræða fangavistina frá upphafi til enda. Upphaf afplánunar, þrepaskipting afplánunar, svört menning í fangelsum, meðferðarstarf, nýtt öryggisfangelsi, áhyggjur af ungu fólki á fangelsum, hvaða vímugjafar eru mest notaðir og hvað tekur við eftir afplánun. Viðmælendur þáttarins eru: Ingólfur Snær, Ásgeir Þór og Andri Ástráðs. Stjórnendur þáttarins eru: Guðmundur Ingi Þóroddsson og Ásdís Birna Magnúsdóttir

Duration:01:21:04

Ask host to enable sharing for playback control

Reykjavíkurfréttir - Húsnæði, hótel, leikskólar og einhverfa

4/30/2024
Reykjavíkurfréttir, 30. apríl Húsnæði, hótel, leikskólar og einhverfa. Sanna Magdalena Mörtudóttir og Halldóra Hafsteinsdóttir fjalla um það helsta sem hefur átt sér stað í borgarmálum upp á síðkastið. Við fjöllum um fyrirhugaða 16 hæða hóteluppbyggingu sem á að reisa á Skúlagötu, umræður um byggingarfélag Reykjavíkurborgar, laun á leikskólum og fræðslumyndband velferðarsviðs um einhverfu.

Duration:00:35:50